Viðskipti innlent

Allir sýknaðir í Aurum-málinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jón Ásgeir Jóhannesson var einn hinna ákærðu. Hann var sýknaður bæði fyrir héraðsdómi og í Landsrétti.
Jón Ásgeir Jóhannesson var einn hinna ákærðu. Hann var sýknaður bæði fyrir héraðsdómi og í Landsrétti. Vísir/vilhelm
Allir þeir sem ákærðir voru af sérstökum saksóknara í svokölluðu Aurum-máli voru sýknaðir í Landsrétti í dag. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 en greint er frá niðurstöðunni á vef Ríkisútvarpsins.

Þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson, einn stærsti eigandi Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri bankans, og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá Glitni, voru ákærðir í málinu.

Þeir tveir síðastnefndu voru sýknaðir í héraði af ákæru í málinu en Lárus Welding var dæmdur í eins árs fangelsi og Magnús Arnar í tveggja ára fangelsi. Var málinu áfrýjað til Landsréttar í tilfelli þeirra allra nema Bjarna.

Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Jón Ásgeir og Bjarni voru ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Lárusar og Magnúsar. 

Fréttin var uppfærð klukkan 14:32.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×