Spennandi áskoranir fram undan Starri Freyr Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 13:00 ,,Þessi viðurkenning er mér fyrst og fremst hvatning til að halda áfram og styður mig í þeirri trú að ég sé á réttri braut,“ segir Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, framkvæmdastjóri Platome líftækni. MYND/ANTON BRINK Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, framkvæmdastjóri Platome líftækni, hlaut Hvatningarviðurkenningu FKA í ár en fyrirtækið framleiðir hágæða líftæknivörur fyrir stofnfrumurannsóknir. Hún segir verðlaunin vera mikinn heiður enda sé mjög auðvelt að tapa sér í amstri dagsins og öllum þeim áskorunum sem fylgja því að ýta sprotafyrirtæki úr vör. „Þessi viðurkenning er mér fyrst og fremst hvatning til að halda áfram og styður mig í þeirri trú að ég sé á réttri braut. Ég veit að þessi viðurkenning verður mér gott veganesti til framtíðar, hver sem hún svo verður.“ Platome líftækni byggir á áralöngum rannsóknum sem hófust sumarið 2011 þegar Sandra fékk rannsóknarstarf hjá Blóðbankanum við að rannsaka mögulega nýtingu blóðflaga til að rækta frumur. Rannsóknunum var stýrt af Ólafi E. Sigurjónssyni, prófessor við HR og forstöðumanni stofnfrumuvinnslu Blóðbankans, sem hefur haldið úti mjög öflugu rannsóknarstarfi um árabil að sögn Söndru. „Ólafur hafði á sínum ferli sem sérfræðingur í stofnfrumum, rekið sig á að þær aðferðir sem eru notaðar til að rækta stofnfrumur eru ekki nægilega góðar. Honum datt þá í hug að athuga hvort hægt væri að nota eitthvað sem líkir betur eftir mannslíkamanum en kálfablóð og datt m.a. í hug að nota blóðflögur. Í sameiningu höfum við unnið að þessu verkefni í bráðum sjö ár og þróað alla þá tækni og vörur sem fyrirtækið byggir á.“Viðburðaríkur tími Niðurstöður rannsókna þeirra voru mjög góðar og fóru þau til útlanda að kynna þær. „Þar fóru aðrir vísindamenn að falast eftir því að fá að kaupa blóðflögulausnirnar sem við höfðum þróað sem varð svo kveikjan að þeirri hugmynd að stofna fyrirtæki í kringum rannsóknirnar. Sú hugmynd varð að ákvörðun þegar við hlutum 3. sæti í Hagnýtingarverðlaunum HÍ haustið 2014. Við vorum því í raun búin að þróa frumgerð að vörunni löngu áður en okkur datt í hug að stofna fyrirtækið.“ Við tóku viðburðarík ár hjá Söndru en fyrirtækið var formlega stofnað árið 2016 og vann m.a. til verðlauna sem Sprotafyrirtæki ársins hjá Viðskiptablaðinu á síðasta ári og hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði. „Við höfum náð að stækka úr tveggja manna teymi í níu manna öflugan hóp á skömmum tíma og náð að koma vörum í sölu og skapa tekjur.“Á fleiri markaði Vörur fyrirtækisins eru næringarlausnir sem eru notaðar til að halda frumum úr mannslíkamanum á lífi þegar verið er að skoða þær á rannsóknarstofum segir Sandra. „Þetta geta verið stofnfrumur eða aðrar frumur, eins og t.d. húðfrumur. Næringarlausnirnar eru unnar úr blóðflögum og innihalda alla þá þætti og efni sem frumur þurfa til að geta vaxið. Við erum eingöngu að selja næringarlausnir en ekki frumur og viðskiptavinir okkar eru fyrst og fremst rannsóknarhópar og stofnanir auk líftækni- og lyfjafyrirtækja.“ Það eru því spennandi tímar fram undan. Fyrirtækið hefur verið á fleygiferð og þau ætla að halda áfram á sömu braut. „Næstu skref eru að koma vörunum okkar á markað bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og höfum við hafið þann undirbúning af alvöru. Á næstu 3-5 árum gerum við ráð fyrir að hafa komið okkur inn á þá markaði og í kjölfarið aukið vöruúrvalið hjá okkur. Það er kostur við þá tækni sem við höfum þróað að hún býður upp á marga möguleika og við höfum skýra sýn á hvernig við munum nýta þau tækifæri.“Sjá nánari umfjöllun í sérblaði Fréttablaðsins, Konur í atvinnulífinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öflug kona í karlaheimi Erna Gísladóttir er forstjóri BL, stjórnarformaður Sjóvár og situr í stjórn Haga. Hún hlýtur ein þriggja kvenna viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu í ár. Erna er að mati dómnefndar öflug kona og mikilvæg fyrirmynd í atvinnugeira þar sem karlar eru ráðandi. 1. febrúar 2018 12:00 Erna Gísladóttir hlaut FKA viðurkenninguna 2018 Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, heiðraði í dag Ernu Gísladóttur, Hildi Petersen og Söndru Mjöll Jónsdóttur Buch fyrir eftirtektarverð störf þeirra í atvinnulífinu á árlegri hátíð sinni, sem haldin var í Gamla bíói. 31. janúar 2018 20:35 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, framkvæmdastjóri Platome líftækni, hlaut Hvatningarviðurkenningu FKA í ár en fyrirtækið framleiðir hágæða líftæknivörur fyrir stofnfrumurannsóknir. Hún segir verðlaunin vera mikinn heiður enda sé mjög auðvelt að tapa sér í amstri dagsins og öllum þeim áskorunum sem fylgja því að ýta sprotafyrirtæki úr vör. „Þessi viðurkenning er mér fyrst og fremst hvatning til að halda áfram og styður mig í þeirri trú að ég sé á réttri braut. Ég veit að þessi viðurkenning verður mér gott veganesti til framtíðar, hver sem hún svo verður.“ Platome líftækni byggir á áralöngum rannsóknum sem hófust sumarið 2011 þegar Sandra fékk rannsóknarstarf hjá Blóðbankanum við að rannsaka mögulega nýtingu blóðflaga til að rækta frumur. Rannsóknunum var stýrt af Ólafi E. Sigurjónssyni, prófessor við HR og forstöðumanni stofnfrumuvinnslu Blóðbankans, sem hefur haldið úti mjög öflugu rannsóknarstarfi um árabil að sögn Söndru. „Ólafur hafði á sínum ferli sem sérfræðingur í stofnfrumum, rekið sig á að þær aðferðir sem eru notaðar til að rækta stofnfrumur eru ekki nægilega góðar. Honum datt þá í hug að athuga hvort hægt væri að nota eitthvað sem líkir betur eftir mannslíkamanum en kálfablóð og datt m.a. í hug að nota blóðflögur. Í sameiningu höfum við unnið að þessu verkefni í bráðum sjö ár og þróað alla þá tækni og vörur sem fyrirtækið byggir á.“Viðburðaríkur tími Niðurstöður rannsókna þeirra voru mjög góðar og fóru þau til útlanda að kynna þær. „Þar fóru aðrir vísindamenn að falast eftir því að fá að kaupa blóðflögulausnirnar sem við höfðum þróað sem varð svo kveikjan að þeirri hugmynd að stofna fyrirtæki í kringum rannsóknirnar. Sú hugmynd varð að ákvörðun þegar við hlutum 3. sæti í Hagnýtingarverðlaunum HÍ haustið 2014. Við vorum því í raun búin að þróa frumgerð að vörunni löngu áður en okkur datt í hug að stofna fyrirtækið.“ Við tóku viðburðarík ár hjá Söndru en fyrirtækið var formlega stofnað árið 2016 og vann m.a. til verðlauna sem Sprotafyrirtæki ársins hjá Viðskiptablaðinu á síðasta ári og hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði. „Við höfum náð að stækka úr tveggja manna teymi í níu manna öflugan hóp á skömmum tíma og náð að koma vörum í sölu og skapa tekjur.“Á fleiri markaði Vörur fyrirtækisins eru næringarlausnir sem eru notaðar til að halda frumum úr mannslíkamanum á lífi þegar verið er að skoða þær á rannsóknarstofum segir Sandra. „Þetta geta verið stofnfrumur eða aðrar frumur, eins og t.d. húðfrumur. Næringarlausnirnar eru unnar úr blóðflögum og innihalda alla þá þætti og efni sem frumur þurfa til að geta vaxið. Við erum eingöngu að selja næringarlausnir en ekki frumur og viðskiptavinir okkar eru fyrst og fremst rannsóknarhópar og stofnanir auk líftækni- og lyfjafyrirtækja.“ Það eru því spennandi tímar fram undan. Fyrirtækið hefur verið á fleygiferð og þau ætla að halda áfram á sömu braut. „Næstu skref eru að koma vörunum okkar á markað bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og höfum við hafið þann undirbúning af alvöru. Á næstu 3-5 árum gerum við ráð fyrir að hafa komið okkur inn á þá markaði og í kjölfarið aukið vöruúrvalið hjá okkur. Það er kostur við þá tækni sem við höfum þróað að hún býður upp á marga möguleika og við höfum skýra sýn á hvernig við munum nýta þau tækifæri.“Sjá nánari umfjöllun í sérblaði Fréttablaðsins, Konur í atvinnulífinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öflug kona í karlaheimi Erna Gísladóttir er forstjóri BL, stjórnarformaður Sjóvár og situr í stjórn Haga. Hún hlýtur ein þriggja kvenna viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu í ár. Erna er að mati dómnefndar öflug kona og mikilvæg fyrirmynd í atvinnugeira þar sem karlar eru ráðandi. 1. febrúar 2018 12:00 Erna Gísladóttir hlaut FKA viðurkenninguna 2018 Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, heiðraði í dag Ernu Gísladóttur, Hildi Petersen og Söndru Mjöll Jónsdóttur Buch fyrir eftirtektarverð störf þeirra í atvinnulífinu á árlegri hátíð sinni, sem haldin var í Gamla bíói. 31. janúar 2018 20:35 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Öflug kona í karlaheimi Erna Gísladóttir er forstjóri BL, stjórnarformaður Sjóvár og situr í stjórn Haga. Hún hlýtur ein þriggja kvenna viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu í ár. Erna er að mati dómnefndar öflug kona og mikilvæg fyrirmynd í atvinnugeira þar sem karlar eru ráðandi. 1. febrúar 2018 12:00
Erna Gísladóttir hlaut FKA viðurkenninguna 2018 Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, heiðraði í dag Ernu Gísladóttur, Hildi Petersen og Söndru Mjöll Jónsdóttur Buch fyrir eftirtektarverð störf þeirra í atvinnulífinu á árlegri hátíð sinni, sem haldin var í Gamla bíói. 31. janúar 2018 20:35