Þotan sem Airbus býður sem arftaka Boeing 757 Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2018 21:00 Airbus A321 LR í fyrsta flugtaki í Hamborg í gær. Mynd/Airbus. Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. Sýnt var frá jómfrúarfluginu í fréttum Stöðvar 2. Ef einhver flugvél á skilið titilinn þjóðarþota Íslendinga þá væri það sennilega Boeing 757, sem verið hefur í þjónustu Icelandair í 28 ár og flutt fleira fólk til og frá landinu en nokkur önnur vél. En þótt fjórtán ár séu liðin frá því framleiðslu 757-vélanna lauk er Icelandair með 26 slíkar í rekstri og áformar að nota þær áfram í einhver ár enn, einfaldlega vegna þess að vantað hefur inn á markaðinn vél af sambærilegri stærð og afkastagetu sem getur leyst hana af hólmi á lengri flugleiðum félagsins. En nú telur Airbus sig hafa arftakann, sem er langdræg útgáfa af 321-vélinni, kölluð LR (long-range), en henni var flogið í fyrsta sinn í Hamborg í gær. Með nýjum hreyflum og eldsneytisgeymum segir Airbus hana komast yfir sjöþúsund kílómetra í áfanga. „Hún getur núna auðveldlega flogið yfir Atlantshafið frá New York til Parísar. Hún getur líka þjónað öðrum flugleiðum, eins og á leiðinni Dubai-Peking og Singapore-Sidney,” segir Klaus Roewe, verkefnisstjóri 320-vélanna hjá Airbus. Nýju Airbus-þotunni fagnað eftir lendingu í gær. Áætlað er að hún verði komin í farþegaflug fyrir árslok.Mynd/Airbus.Hún tekur álíka farþegafjölda og Boeing 757 en Airbus-menn segja hana mun hagkvæmari. „Minni kostnaður sem nemur 30%,” segir Amaya Rodriguez-Gonzalez, markaðsstjóri hjá Airbus. Fyrsta flugið stóð í tvær og hálfa klukkustund og gekk að óskum. Stefnt er að því að hún verði komin í notkun á síðasta fjórðungi þessa árs. Að einu leyti toppar hún þó ekki 757-vélina. Airbus-vélin hefur minna farangursrými og minna burðarþol, sem þýddi til dæmis að félag eins og Icelandair gæti ekki tekið stóra fiskfarma aukalega í vörulestina. Þannig er hámarksflugtaksþungi nýju Airbus-vélarinnar allt að 97 tonn meðan hámarksflugtaksþungi Boeing 757-200 er allt að 116 tonn. Hér má sjá fyrsta flugið: Tengdar fréttir Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Sjá meira
Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. Sýnt var frá jómfrúarfluginu í fréttum Stöðvar 2. Ef einhver flugvél á skilið titilinn þjóðarþota Íslendinga þá væri það sennilega Boeing 757, sem verið hefur í þjónustu Icelandair í 28 ár og flutt fleira fólk til og frá landinu en nokkur önnur vél. En þótt fjórtán ár séu liðin frá því framleiðslu 757-vélanna lauk er Icelandair með 26 slíkar í rekstri og áformar að nota þær áfram í einhver ár enn, einfaldlega vegna þess að vantað hefur inn á markaðinn vél af sambærilegri stærð og afkastagetu sem getur leyst hana af hólmi á lengri flugleiðum félagsins. En nú telur Airbus sig hafa arftakann, sem er langdræg útgáfa af 321-vélinni, kölluð LR (long-range), en henni var flogið í fyrsta sinn í Hamborg í gær. Með nýjum hreyflum og eldsneytisgeymum segir Airbus hana komast yfir sjöþúsund kílómetra í áfanga. „Hún getur núna auðveldlega flogið yfir Atlantshafið frá New York til Parísar. Hún getur líka þjónað öðrum flugleiðum, eins og á leiðinni Dubai-Peking og Singapore-Sidney,” segir Klaus Roewe, verkefnisstjóri 320-vélanna hjá Airbus. Nýju Airbus-þotunni fagnað eftir lendingu í gær. Áætlað er að hún verði komin í farþegaflug fyrir árslok.Mynd/Airbus.Hún tekur álíka farþegafjölda og Boeing 757 en Airbus-menn segja hana mun hagkvæmari. „Minni kostnaður sem nemur 30%,” segir Amaya Rodriguez-Gonzalez, markaðsstjóri hjá Airbus. Fyrsta flugið stóð í tvær og hálfa klukkustund og gekk að óskum. Stefnt er að því að hún verði komin í notkun á síðasta fjórðungi þessa árs. Að einu leyti toppar hún þó ekki 757-vélina. Airbus-vélin hefur minna farangursrými og minna burðarþol, sem þýddi til dæmis að félag eins og Icelandair gæti ekki tekið stóra fiskfarma aukalega í vörulestina. Þannig er hámarksflugtaksþungi nýju Airbus-vélarinnar allt að 97 tonn meðan hámarksflugtaksþungi Boeing 757-200 er allt að 116 tonn. Hér má sjá fyrsta flugið:
Tengdar fréttir Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Sjá meira
Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00