Þotan sem Airbus býður sem arftaka Boeing 757 Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2018 21:00 Airbus A321 LR í fyrsta flugtaki í Hamborg í gær. Mynd/Airbus. Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. Sýnt var frá jómfrúarfluginu í fréttum Stöðvar 2. Ef einhver flugvél á skilið titilinn þjóðarþota Íslendinga þá væri það sennilega Boeing 757, sem verið hefur í þjónustu Icelandair í 28 ár og flutt fleira fólk til og frá landinu en nokkur önnur vél. En þótt fjórtán ár séu liðin frá því framleiðslu 757-vélanna lauk er Icelandair með 26 slíkar í rekstri og áformar að nota þær áfram í einhver ár enn, einfaldlega vegna þess að vantað hefur inn á markaðinn vél af sambærilegri stærð og afkastagetu sem getur leyst hana af hólmi á lengri flugleiðum félagsins. En nú telur Airbus sig hafa arftakann, sem er langdræg útgáfa af 321-vélinni, kölluð LR (long-range), en henni var flogið í fyrsta sinn í Hamborg í gær. Með nýjum hreyflum og eldsneytisgeymum segir Airbus hana komast yfir sjöþúsund kílómetra í áfanga. „Hún getur núna auðveldlega flogið yfir Atlantshafið frá New York til Parísar. Hún getur líka þjónað öðrum flugleiðum, eins og á leiðinni Dubai-Peking og Singapore-Sidney,” segir Klaus Roewe, verkefnisstjóri 320-vélanna hjá Airbus. Nýju Airbus-þotunni fagnað eftir lendingu í gær. Áætlað er að hún verði komin í farþegaflug fyrir árslok.Mynd/Airbus.Hún tekur álíka farþegafjölda og Boeing 757 en Airbus-menn segja hana mun hagkvæmari. „Minni kostnaður sem nemur 30%,” segir Amaya Rodriguez-Gonzalez, markaðsstjóri hjá Airbus. Fyrsta flugið stóð í tvær og hálfa klukkustund og gekk að óskum. Stefnt er að því að hún verði komin í notkun á síðasta fjórðungi þessa árs. Að einu leyti toppar hún þó ekki 757-vélina. Airbus-vélin hefur minna farangursrými og minna burðarþol, sem þýddi til dæmis að félag eins og Icelandair gæti ekki tekið stóra fiskfarma aukalega í vörulestina. Þannig er hámarksflugtaksþungi nýju Airbus-vélarinnar allt að 97 tonn meðan hámarksflugtaksþungi Boeing 757-200 er allt að 116 tonn. Hér má sjá fyrsta flugið: Tengdar fréttir Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Verð á kaffi sögulega hátt Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Sjá meira
Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. Sýnt var frá jómfrúarfluginu í fréttum Stöðvar 2. Ef einhver flugvél á skilið titilinn þjóðarþota Íslendinga þá væri það sennilega Boeing 757, sem verið hefur í þjónustu Icelandair í 28 ár og flutt fleira fólk til og frá landinu en nokkur önnur vél. En þótt fjórtán ár séu liðin frá því framleiðslu 757-vélanna lauk er Icelandair með 26 slíkar í rekstri og áformar að nota þær áfram í einhver ár enn, einfaldlega vegna þess að vantað hefur inn á markaðinn vél af sambærilegri stærð og afkastagetu sem getur leyst hana af hólmi á lengri flugleiðum félagsins. En nú telur Airbus sig hafa arftakann, sem er langdræg útgáfa af 321-vélinni, kölluð LR (long-range), en henni var flogið í fyrsta sinn í Hamborg í gær. Með nýjum hreyflum og eldsneytisgeymum segir Airbus hana komast yfir sjöþúsund kílómetra í áfanga. „Hún getur núna auðveldlega flogið yfir Atlantshafið frá New York til Parísar. Hún getur líka þjónað öðrum flugleiðum, eins og á leiðinni Dubai-Peking og Singapore-Sidney,” segir Klaus Roewe, verkefnisstjóri 320-vélanna hjá Airbus. Nýju Airbus-þotunni fagnað eftir lendingu í gær. Áætlað er að hún verði komin í farþegaflug fyrir árslok.Mynd/Airbus.Hún tekur álíka farþegafjölda og Boeing 757 en Airbus-menn segja hana mun hagkvæmari. „Minni kostnaður sem nemur 30%,” segir Amaya Rodriguez-Gonzalez, markaðsstjóri hjá Airbus. Fyrsta flugið stóð í tvær og hálfa klukkustund og gekk að óskum. Stefnt er að því að hún verði komin í notkun á síðasta fjórðungi þessa árs. Að einu leyti toppar hún þó ekki 757-vélina. Airbus-vélin hefur minna farangursrými og minna burðarþol, sem þýddi til dæmis að félag eins og Icelandair gæti ekki tekið stóra fiskfarma aukalega í vörulestina. Þannig er hámarksflugtaksþungi nýju Airbus-vélarinnar allt að 97 tonn meðan hámarksflugtaksþungi Boeing 757-200 er allt að 116 tonn. Hér má sjá fyrsta flugið:
Tengdar fréttir Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Verð á kaffi sögulega hátt Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Sjá meira
Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00