Húsaleiga hækkað mun meira en kaupverð íbúða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2018 08:58 Hæsta leiguverðið fyrir tveggja herbergja íbúðir er í austurhluta Reykjavíkur og hæsta verðið fyrir þriggja herbergja íbúðir er í vesturhluta borgarinnar, en miðborg Reykjavíkur telst til vesturhlutans samkvæmt Hagsjánni. vísir/vilhelm Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí síðastliðnum hækkkað um 7,2 prósent frá því í maí í fyrra en á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu aðeins hækkað um 2,9 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans í dag. Þar segir að breytingar á leigu-og kaupverði fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu höfðu fylgst nokkuð náið allt frá árinu 2011 en þá var farið að birta vísitölu leiguverðs. „Um mitt sumar 2015 mældist töluverð lækkun á húsaleigu þannig að vísitala leiguverðs dróst töluvert aftur úr vísitölu kaupverðs. Upp frá því dró heldur sundur með þróun kaup- og leiguverðs allt þar til í júní í fyrra þegar verulega dró úr hækkunum kaupverðs. Síðan hefur dregið saman með þessum stærðum og leiguverð hækkað töluvert meira en kaupverð íbúða,“ segir í Hagsjánni. Hæsta leiguverðið fyrir tveggja herbergja íbúðir er í austurhluta Reykjavíkur og hæsta verðið fyrir þriggja herbergja íbúðir er í vesturhluta borgarinnar, en miðborg Reykjavíkur telst til vesturhlutans samkvæmt Hagsjánni: „Leiguverð fyrir 2ja herbergja íbúðir í maí er nær alls staðar töluvert hærra en á 3ja herbergja íbúðum, nema í Kópavogi. Leiguverð 3ja herbergja íbúða er svo líka nær alls staðar hærra en á stærstu íbúðunum. Munur á leiguverði 2ja og 3ja herbergja íbúða var mestur í Breiðholti, um 30%, en er að meðaltali um 8% á öllum svæðum. Munurinn á 3ja herbergja íbúðum og þeim stærri er mestur á Akureyri, um 30%, en er að meðaltali um 6%. Hæsta leiguverðið fyrir 2ja herbergja íbúðir er í austurhluta Reykjavíkur og hæsta verðið fyrir 3ja herbergja íbúðir er í vesturhluta Reykjavíkur. Miðborg Reykjavíkur telst hér til vesturhlutans. Hér er leiguverðið borið saman milli maímánaða 2017 og 2018. Vísitala leiguverðs hækkaði um 7,2% á milli þessara tímabila. Mesta breyting á leiguverði á þessum tíma er 26% hækkun 4-5ja herbergja íbúða í vesturhluta Reykjavíkur og þar á eftir koma 3ja herbergja íbúðir í austurhluta Reykjavíkur. Minnstu breytingarnar eru 7% lækkun á stærstu íbúðunum í Garðabæ og Hafnarfirði og um 5% hækkun á 3ja herbergja íbúðum í Breiðholti. Eins og oft hefur verið undirstrikað í Hagsjám Hagfræðideildar er jafnan um að ræða mikla dreifingu á bak við meðaltöl ýmissa stærða á fasteignamarkaði. Þá eru einnig töluverðar sveiflur á milli mælinga í einstökum mánuðum. Þessar aðstæður eiga ekki síður við um leigumarkaðinn en kaup- og sölumarkaðinn,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Húsnæðismál Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí síðastliðnum hækkkað um 7,2 prósent frá því í maí í fyrra en á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu aðeins hækkað um 2,9 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans í dag. Þar segir að breytingar á leigu-og kaupverði fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu höfðu fylgst nokkuð náið allt frá árinu 2011 en þá var farið að birta vísitölu leiguverðs. „Um mitt sumar 2015 mældist töluverð lækkun á húsaleigu þannig að vísitala leiguverðs dróst töluvert aftur úr vísitölu kaupverðs. Upp frá því dró heldur sundur með þróun kaup- og leiguverðs allt þar til í júní í fyrra þegar verulega dró úr hækkunum kaupverðs. Síðan hefur dregið saman með þessum stærðum og leiguverð hækkað töluvert meira en kaupverð íbúða,“ segir í Hagsjánni. Hæsta leiguverðið fyrir tveggja herbergja íbúðir er í austurhluta Reykjavíkur og hæsta verðið fyrir þriggja herbergja íbúðir er í vesturhluta borgarinnar, en miðborg Reykjavíkur telst til vesturhlutans samkvæmt Hagsjánni: „Leiguverð fyrir 2ja herbergja íbúðir í maí er nær alls staðar töluvert hærra en á 3ja herbergja íbúðum, nema í Kópavogi. Leiguverð 3ja herbergja íbúða er svo líka nær alls staðar hærra en á stærstu íbúðunum. Munur á leiguverði 2ja og 3ja herbergja íbúða var mestur í Breiðholti, um 30%, en er að meðaltali um 8% á öllum svæðum. Munurinn á 3ja herbergja íbúðum og þeim stærri er mestur á Akureyri, um 30%, en er að meðaltali um 6%. Hæsta leiguverðið fyrir 2ja herbergja íbúðir er í austurhluta Reykjavíkur og hæsta verðið fyrir 3ja herbergja íbúðir er í vesturhluta Reykjavíkur. Miðborg Reykjavíkur telst hér til vesturhlutans. Hér er leiguverðið borið saman milli maímánaða 2017 og 2018. Vísitala leiguverðs hækkaði um 7,2% á milli þessara tímabila. Mesta breyting á leiguverði á þessum tíma er 26% hækkun 4-5ja herbergja íbúða í vesturhluta Reykjavíkur og þar á eftir koma 3ja herbergja íbúðir í austurhluta Reykjavíkur. Minnstu breytingarnar eru 7% lækkun á stærstu íbúðunum í Garðabæ og Hafnarfirði og um 5% hækkun á 3ja herbergja íbúðum í Breiðholti. Eins og oft hefur verið undirstrikað í Hagsjám Hagfræðideildar er jafnan um að ræða mikla dreifingu á bak við meðaltöl ýmissa stærða á fasteignamarkaði. Þá eru einnig töluverðar sveiflur á milli mælinga í einstökum mánuðum. Þessar aðstæður eiga ekki síður við um leigumarkaðinn en kaup- og sölumarkaðinn,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Húsnæðismál Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent