Út bakdyramegin? Davíð Þorláksson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Eins drepleiðinlegt og það kann að hljóma þá kemst enginn upplýstur kjósandi hjá því að setja sig aðeins inn í þriðja orkupakka Evrópusambandsins sem Ísland þarf að innleiða vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Til að einfalda þér lífið þá er þetta það sem þú þarft að vita: Þriðji orkupakkinn mun ekki hafa nein áhrif á almenning á Íslandi, felur ekki í sér framsal á forræði yfir auðlindum, felur ekki í sér framsal valds til ESB og skyldar okkur ekki til að leggja sæstreng. Samt er þessu öllu haldið fram í umræðunni. Það var gæfuspor að ákveðið var að orkumál yrðu hluti af EES. Fyrsti og annar orkupakkinn hafa fært okkur grundvöll fyrir markað og samkeppni í framleiðslu og sölu á rafmagni. Enda ættu ekki önnur lögmál að gilda um rafmagn en aðrar neysluvörur. Samkeppni lækkar verð og bætir þjónustu. En af hverju er þá þessi hiti út af orkupakkanum? Sumir virðast nota hann sem tylliástæðu til þess að skapa umræðu um útgöngu Íslands úr EES án þess að segja það berum orðum. Og skyldi engan undra enda er vandséð að mikill stuðningur væri við það. Innganga Íslands í EES er það besta sem hefur komið fyrir Ísland í mjög langan tíma. Útflutningsfyrirtækin, sem eru grundvöllur lífsgæða okkar allra, hafa í gegnum EES aðgang að innri markaði Evrópu. Það er því mikilvægt að ríkið innleiði orkupakkann og standi vörð um veru Íslands í EES en láti það ekki gerast að okkur verði laumað út bakdyramegin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun
Eins drepleiðinlegt og það kann að hljóma þá kemst enginn upplýstur kjósandi hjá því að setja sig aðeins inn í þriðja orkupakka Evrópusambandsins sem Ísland þarf að innleiða vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Til að einfalda þér lífið þá er þetta það sem þú þarft að vita: Þriðji orkupakkinn mun ekki hafa nein áhrif á almenning á Íslandi, felur ekki í sér framsal á forræði yfir auðlindum, felur ekki í sér framsal valds til ESB og skyldar okkur ekki til að leggja sæstreng. Samt er þessu öllu haldið fram í umræðunni. Það var gæfuspor að ákveðið var að orkumál yrðu hluti af EES. Fyrsti og annar orkupakkinn hafa fært okkur grundvöll fyrir markað og samkeppni í framleiðslu og sölu á rafmagni. Enda ættu ekki önnur lögmál að gilda um rafmagn en aðrar neysluvörur. Samkeppni lækkar verð og bætir þjónustu. En af hverju er þá þessi hiti út af orkupakkanum? Sumir virðast nota hann sem tylliástæðu til þess að skapa umræðu um útgöngu Íslands úr EES án þess að segja það berum orðum. Og skyldi engan undra enda er vandséð að mikill stuðningur væri við það. Innganga Íslands í EES er það besta sem hefur komið fyrir Ísland í mjög langan tíma. Útflutningsfyrirtækin, sem eru grundvöllur lífsgæða okkar allra, hafa í gegnum EES aðgang að innri markaði Evrópu. Það er því mikilvægt að ríkið innleiði orkupakkann og standi vörð um veru Íslands í EES en láti það ekki gerast að okkur verði laumað út bakdyramegin.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun