Hefði getað leitt til 3 prósenta samdráttar Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. október 2018 07:00 WOW air tryggði sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra í skuldabréfaútboði félagsins sem lauk í síðasta mánuði. Skúli Mogensen er forstjóri og eini hluthafi flugfélagsins. Fréttablaðið/Anton Brink Gjaldþrot íslenska flugfélagsins WOW air hefði getað leitt til þess að landsframleiðsla drægist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veiktist um allt að 13 prósent á næsta ári. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna sviðsmyndagreiningar sem stjórnvöld unnu í lok sumars vegna mögulegra áfalla í rekstri flugfélagsins. Til samanburðar spá Hagstofa Íslands og Seðlabankinn 2,7 prósenta hagvexti á næsta ári og gera ráð fyrir að gengi krónunnar haldist á sama tíma stöðugt. Starfshópur sem var skipaður fulltrúum frá fjármálaráðuneytinu, forsætisráðuneytinu og Seðlabankanum vann umrædda sviðsmyndagreiningu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í grunnsviðsmynd greiningarinnar var gert ráð fyrir því, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, að fall WOW air hefði getað leitt til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent á næsta ári, verðbólga hækkaði á sama ári um þrjú prósentustig og færi þannig upp í hátt í sex prósent og um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Til samanburðar voru ríflega 4.500 manns atvinnulausir hér á landi í lok ágústmánaðar. Sumir sérfræðingar sem starfshópurinn kvaddi til gagnrýndu sviðsmyndagreininguna á þeirri forsendu að hún vanmæti möguleg keðjuverkandi áhrif af gjaldþroti WOW air, samkvæmt heimildum blaðsins. Samhliða vinnu starfshópsins unnu fulltrúar fjögurra ráðuneyta að gerð sérstakrar viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla sem upp gætu komið í rekstri fyrirtækja sem talin eru kerfislega mikilvæg, þar með talið flugfélaganna Icelandair og WOW air, en sem kunnugt er hafa miklar sviptingar verið í rekstri umræddra félaga síðustu mánuði. Fram kemur í fundargerð fjármálastöðugleikaráðs, sem ræddi meðal annars stöðu íslensku flugfélaganna á fundi sínum síðasta föstudag, að það sé mat ráðsins að möguleg áföll í fluggeiranum myndu ekki ógna fjármálastöðugleika.Með eitt bankalán Samkvæmt fjárfestakynningu WOW air, sem útbúin var í aðdraganda skuldabréfaútboðs flugfélagsins í sumar, veitti Arion banki félaginu sex milljóna evra lán á haustmánuðum síðasta árs. Lánið, sem ber 4,3 prósenta vexti og er á gjalddaga í september 2020, er eina bankalán WOW air en fyrir utan lánið er nýleg skuldabréfaútgáfa félagsins eina lengri tíma markaðsfjármögnun þess. WOW air tryggði sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra, sem jafngildir 7,9 milljörðum króna, í skuldabréfaútboðinu sem lauk um miðjan síðasta mánuð. Voru þátttakendur bæði erlendir og innlendir fjárfestar. Samhliða skuldabréfaútgáfunni tilkynntu stjórnendur flugfélagsins um að þeir hefðu ráðið Arion banka og Arctica Finance til þess að undirbúa skráningu hlutabréfa félagsins á markað, bæði hérlendis og erlendis. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en sem dæmi hefur heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu hækkað um 18 prósent frá því að skuldabréfaútboð flugfélagsins hófst um miðjan ágúst síðastliðinn. Í fjárfestakynningu félagsins er upplýst um að eins prósents hækkun á verði á flugeldsneyti hafi neikvæð áhrif á afkomu félagsins að fjárhæð 1,6 milljónir dala, jafnvirði 184 milljóna króna. Ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, þar á meðal Icelandair, ver WOW air ekki eldsneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Gjaldþrot íslenska flugfélagsins WOW air hefði getað leitt til þess að landsframleiðsla drægist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veiktist um allt að 13 prósent á næsta ári. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna sviðsmyndagreiningar sem stjórnvöld unnu í lok sumars vegna mögulegra áfalla í rekstri flugfélagsins. Til samanburðar spá Hagstofa Íslands og Seðlabankinn 2,7 prósenta hagvexti á næsta ári og gera ráð fyrir að gengi krónunnar haldist á sama tíma stöðugt. Starfshópur sem var skipaður fulltrúum frá fjármálaráðuneytinu, forsætisráðuneytinu og Seðlabankanum vann umrædda sviðsmyndagreiningu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í grunnsviðsmynd greiningarinnar var gert ráð fyrir því, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, að fall WOW air hefði getað leitt til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent á næsta ári, verðbólga hækkaði á sama ári um þrjú prósentustig og færi þannig upp í hátt í sex prósent og um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Til samanburðar voru ríflega 4.500 manns atvinnulausir hér á landi í lok ágústmánaðar. Sumir sérfræðingar sem starfshópurinn kvaddi til gagnrýndu sviðsmyndagreininguna á þeirri forsendu að hún vanmæti möguleg keðjuverkandi áhrif af gjaldþroti WOW air, samkvæmt heimildum blaðsins. Samhliða vinnu starfshópsins unnu fulltrúar fjögurra ráðuneyta að gerð sérstakrar viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla sem upp gætu komið í rekstri fyrirtækja sem talin eru kerfislega mikilvæg, þar með talið flugfélaganna Icelandair og WOW air, en sem kunnugt er hafa miklar sviptingar verið í rekstri umræddra félaga síðustu mánuði. Fram kemur í fundargerð fjármálastöðugleikaráðs, sem ræddi meðal annars stöðu íslensku flugfélaganna á fundi sínum síðasta föstudag, að það sé mat ráðsins að möguleg áföll í fluggeiranum myndu ekki ógna fjármálastöðugleika.Með eitt bankalán Samkvæmt fjárfestakynningu WOW air, sem útbúin var í aðdraganda skuldabréfaútboðs flugfélagsins í sumar, veitti Arion banki félaginu sex milljóna evra lán á haustmánuðum síðasta árs. Lánið, sem ber 4,3 prósenta vexti og er á gjalddaga í september 2020, er eina bankalán WOW air en fyrir utan lánið er nýleg skuldabréfaútgáfa félagsins eina lengri tíma markaðsfjármögnun þess. WOW air tryggði sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra, sem jafngildir 7,9 milljörðum króna, í skuldabréfaútboðinu sem lauk um miðjan síðasta mánuð. Voru þátttakendur bæði erlendir og innlendir fjárfestar. Samhliða skuldabréfaútgáfunni tilkynntu stjórnendur flugfélagsins um að þeir hefðu ráðið Arion banka og Arctica Finance til þess að undirbúa skráningu hlutabréfa félagsins á markað, bæði hérlendis og erlendis. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en sem dæmi hefur heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu hækkað um 18 prósent frá því að skuldabréfaútboð flugfélagsins hófst um miðjan ágúst síðastliðinn. Í fjárfestakynningu félagsins er upplýst um að eins prósents hækkun á verði á flugeldsneyti hafi neikvæð áhrif á afkomu félagsins að fjárhæð 1,6 milljónir dala, jafnvirði 184 milljóna króna. Ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, þar á meðal Icelandair, ver WOW air ekki eldsneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira