Viðskipti innlent

Bernhard tapar 371 milljón

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Bernhard selur Honda Accord.
Bernhard selur Honda Accord.
Bernhard, sem er með umboð fyrir Honda og rekur bílaleigu, tapaði 371 milljón króna í fyrra samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið 2016. Árið 2017 var stærsta ár í bílasölu frá upp­hafi. Tekjurnar drógust saman um 1,1 milljarð króna á milli ára og námu 2,3 milljörðum króna árið 2017.

Fyrirtækið missti Peugeot-­umboðið til Brimborgar um mitt ár 2016. Eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um 24 milljónir króna við árslok en það var jákvætt um 365 milljónir árið áður. Skuldir fyrirtækisins jukust úr 1,5 milljörðum króna í 2,1 milljarð við árslok.

Fyrirtækið jók umsvif sín í rekstri bílaleigu því á árinu jókst virði bílaleigubíla í bókum félagsins um 51 prósent og nam 658 milljónum króna við árslok. Fjöldi starfsmanna Bernhards jókst úr 49 í 64 á árinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×