WOW hafnar frétt um skuld við Isavia Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2018 19:22 Samkvæmt frétt Morgunblaðsins skuldar félagið Isavia milljarða í lendingargjöld. Félagið hafnar því. Vísir/Vilhelm Forstjóri Wow air fullyrðir að frétt Morgunblaðsins um að félagið skuldi Isavia tvo milljarða króna í lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli sé röng. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að það hafi aldrei skuldað þá upphæð. Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að Wow air skuldi Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld. Þannig á Wow air ekki að hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. Samkvæmt árshlutareikningin Isavia sem var birtur nú á dögunum hafa innlendar viðskiptakröfur fyrirtækisins hækkað um 1.220 milljónir frá áramótum. Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, sakaði fjölmiðla um að „keppast við að tortryggja Wow air“ í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Fullyrti hann að frétt Morgunblaðsins væri röng. „Við eigum mjög gott samstarf við Isavia og höfum aldrei skuldað þeim yfir tvo milljarða króna og það er til skammar að Morgunblaðið sé að slá upp slíkum fyrirsögnum án áreiðanlegra heimilda,“ skrifar Skúli. Þess ber þó að geta að í frétt Morgunblaðsins var ekki fullyrt að skuldin væri yfir tveimur milljörðum eins og Skúli skrifar heldur að hún væri „um“ tveir milljarðar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, að fyrirtækið hafi „aldrei skuldað Isavia tvo milljarða króna“. Hún svaraði ekki spurningu Vísis um hvort Wow air skuldaði eða hefði skuldað Isavia og vísaði eins og Skúli til þess að félagið tjái sig ekki um innihald eða stöðu einstakra samninga við samstarfsaðila sína.Vísar kvörtunum forstjóra Icelandair á bug Skúli gagnrýnir einnig viðbrögð starfandi forstjóra Icelandair við frétt Morgunblaðsins. Í viðtali við Mbl.is sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, illskiljanlegt að ríkisfyrirtækið Isavia tæki þátt í að fjármagna taprekstur Wow air og skekkja samkeppni á markaðinum. „Það hefur ekkert félag í Íslandssögunni fengið jafn mikla ríkisaðstoð og verið bjargað jafn oft af ríkinu eins og Icelandair. Jafnframt er ríkisbankinn Íslandsbanki stærsti lánveitandi félagsins,“ skrifar Skúli. Fullyrðir hann að afkoma Wow air á þriðja ársfjórðungi verði góð og útlit sé fyrir að seinni hluti ársins verði einnig góður. Segist hann hlakka til að ljúka skuldabréfaútboði fyrirtækisins á þriðjudag og fá frið til að byggja fyrirtækið upp. WOW Air Tengdar fréttir Skúli nálgast endamarkið Fjárfestar voru í gær búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air. Stjórnendur félagsins fullvissir um að lágmarksstærð útboðsins verði náð. 14. september 2018 06:00 Baldanza hættur í stjórn WOW air Hann tók þess í stað sæti í stjórn flugfélagsins JetBlue í Boston og segist hann hafa hætt í stjórn WOW til að forðast hagsmunaárekstra. 15. september 2018 13:54 WOW sagt skulda Isavia tvo milljarða í lendingargjöld WOW mun ekki hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. 15. september 2018 10:18 WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Forstjóri Wow air fullyrðir að frétt Morgunblaðsins um að félagið skuldi Isavia tvo milljarða króna í lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli sé röng. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að það hafi aldrei skuldað þá upphæð. Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að Wow air skuldi Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld. Þannig á Wow air ekki að hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. Samkvæmt árshlutareikningin Isavia sem var birtur nú á dögunum hafa innlendar viðskiptakröfur fyrirtækisins hækkað um 1.220 milljónir frá áramótum. Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, sakaði fjölmiðla um að „keppast við að tortryggja Wow air“ í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Fullyrti hann að frétt Morgunblaðsins væri röng. „Við eigum mjög gott samstarf við Isavia og höfum aldrei skuldað þeim yfir tvo milljarða króna og það er til skammar að Morgunblaðið sé að slá upp slíkum fyrirsögnum án áreiðanlegra heimilda,“ skrifar Skúli. Þess ber þó að geta að í frétt Morgunblaðsins var ekki fullyrt að skuldin væri yfir tveimur milljörðum eins og Skúli skrifar heldur að hún væri „um“ tveir milljarðar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, að fyrirtækið hafi „aldrei skuldað Isavia tvo milljarða króna“. Hún svaraði ekki spurningu Vísis um hvort Wow air skuldaði eða hefði skuldað Isavia og vísaði eins og Skúli til þess að félagið tjái sig ekki um innihald eða stöðu einstakra samninga við samstarfsaðila sína.Vísar kvörtunum forstjóra Icelandair á bug Skúli gagnrýnir einnig viðbrögð starfandi forstjóra Icelandair við frétt Morgunblaðsins. Í viðtali við Mbl.is sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, illskiljanlegt að ríkisfyrirtækið Isavia tæki þátt í að fjármagna taprekstur Wow air og skekkja samkeppni á markaðinum. „Það hefur ekkert félag í Íslandssögunni fengið jafn mikla ríkisaðstoð og verið bjargað jafn oft af ríkinu eins og Icelandair. Jafnframt er ríkisbankinn Íslandsbanki stærsti lánveitandi félagsins,“ skrifar Skúli. Fullyrðir hann að afkoma Wow air á þriðja ársfjórðungi verði góð og útlit sé fyrir að seinni hluti ársins verði einnig góður. Segist hann hlakka til að ljúka skuldabréfaútboði fyrirtækisins á þriðjudag og fá frið til að byggja fyrirtækið upp.
WOW Air Tengdar fréttir Skúli nálgast endamarkið Fjárfestar voru í gær búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air. Stjórnendur félagsins fullvissir um að lágmarksstærð útboðsins verði náð. 14. september 2018 06:00 Baldanza hættur í stjórn WOW air Hann tók þess í stað sæti í stjórn flugfélagsins JetBlue í Boston og segist hann hafa hætt í stjórn WOW til að forðast hagsmunaárekstra. 15. september 2018 13:54 WOW sagt skulda Isavia tvo milljarða í lendingargjöld WOW mun ekki hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. 15. september 2018 10:18 WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30 Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Skúli nálgast endamarkið Fjárfestar voru í gær búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air. Stjórnendur félagsins fullvissir um að lágmarksstærð útboðsins verði náð. 14. september 2018 06:00
Baldanza hættur í stjórn WOW air Hann tók þess í stað sæti í stjórn flugfélagsins JetBlue í Boston og segist hann hafa hætt í stjórn WOW til að forðast hagsmunaárekstra. 15. september 2018 13:54
WOW sagt skulda Isavia tvo milljarða í lendingargjöld WOW mun ekki hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. 15. september 2018 10:18
WOW nær 50 milljóna evra markinu Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins. 14. september 2018 15:30