Ekki útlit fyrir að íbúðaverð lækki á næstu misserum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. mars 2018 19:00 Undanfarna tólf mánuði hefur íbúðaverð hækkað um tíu komma sex prósent, sem er minni árshækkun en mælst hefur síðan í maí 2016. Greiningaraðilar hafa áhyggjur af því að launaþróun hafi ekki verið í takti við hækkun íbúðaverðs á síðustu árum. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði telur litlar líkur eru á að fasteignaverð lækki á næstunni. Hækkun íbúðaverðs á síðasta ári nam um 19% á milli áranna 2016 og 2017 en helstu aðilar sem spá fyrir um hækkun húsnæðisverðs segja að hækkunin á milli áranna 2017 og 2018 sé á bilinu sex til níu prósent. Raunverð íbúða lækkaði lítillega í mánuðinum, eða um 0,1%, eftir að hafa náð sögulegu hámarki í janúar. Hagfræðingur á hagfræðideild Íbúðalánasjóðs segir að allra síðustu mánuði hafi íbúðaverð verið að hækka í þeim takti og samræmi við spár. Hann segir fjölda seldra fasteigna svipaða á milli ára og á síðasta ári náði yfirboð í seldum fasteignum ákveðnu hámarki. „Nú eru talsvert færri að bjóða yfir ásett verð heldur en á sama tíma í fyrra,“ segir Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. Ólafur segir íbúðaverð miðsvæðis í Reykjavík hafa hækkað hlutfallslega mest miðað við önnur hverfi á höfuðborgarsvæðinu en að það hafi breyst á undanförnum mánuðum. Ólafur segir að verðhækkanir síðustu ára hafi í raun verið heilbrigðari miðað við árin fyrir hrun þar sem íbúðaverðstryggingin hafi ekki verið útlánadrifi. „Það er að segja útlán, íbúðalán hafa ekki verið að aukast jafn mikið og það gerði í síðustu uppsveiflu. Að því leiti má kannski segja að verðhækkanir nú hafi verið heilbrigðari þó þær hafi komið niður á ákveðnum hópum,“ segir Ólafur. Hækkun íbúðaverðs í takt við launaþróun veldur greiningaraðilum áhyggjum en laun hafa ekki hækkað í takt við þá uppsveiflu sem er á íbúðamarkaði. „Það má hins vegar segja að íbúðaverð hefur hækkað talsvert hraðar heldur en til dæmis laun og það má velta því fyrir sér hvort að við séum komin að ákveðnum þolmörkum í þeim hækkunum,“ segir Ólafur. Íbúðaverð hækkaði mikið í sögulegu samhengi á síðasta ári en ástæðurnar má rekja til fólks fjölgunar, fjölgunar íbúða í útleigu á Airbnb íbúðum auk þess sem lítið hefur verið byggt miðað við þörf á síðustu árum auk lækkun vaxta. Ólafur segir engin merki um að fasteignaverð lækki á næstunni. „Það er ólíklegt að íbúðaverð lækki á næstu misserum, eins og ég segir flestir þeir aðilar eru að spá svona sex til níu prósenta hækkunum í ár,“ segir Ólafur. Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Undanfarna tólf mánuði hefur íbúðaverð hækkað um tíu komma sex prósent, sem er minni árshækkun en mælst hefur síðan í maí 2016. Greiningaraðilar hafa áhyggjur af því að launaþróun hafi ekki verið í takti við hækkun íbúðaverðs á síðustu árum. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði telur litlar líkur eru á að fasteignaverð lækki á næstunni. Hækkun íbúðaverðs á síðasta ári nam um 19% á milli áranna 2016 og 2017 en helstu aðilar sem spá fyrir um hækkun húsnæðisverðs segja að hækkunin á milli áranna 2017 og 2018 sé á bilinu sex til níu prósent. Raunverð íbúða lækkaði lítillega í mánuðinum, eða um 0,1%, eftir að hafa náð sögulegu hámarki í janúar. Hagfræðingur á hagfræðideild Íbúðalánasjóðs segir að allra síðustu mánuði hafi íbúðaverð verið að hækka í þeim takti og samræmi við spár. Hann segir fjölda seldra fasteigna svipaða á milli ára og á síðasta ári náði yfirboð í seldum fasteignum ákveðnu hámarki. „Nú eru talsvert færri að bjóða yfir ásett verð heldur en á sama tíma í fyrra,“ segir Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. Ólafur segir íbúðaverð miðsvæðis í Reykjavík hafa hækkað hlutfallslega mest miðað við önnur hverfi á höfuðborgarsvæðinu en að það hafi breyst á undanförnum mánuðum. Ólafur segir að verðhækkanir síðustu ára hafi í raun verið heilbrigðari miðað við árin fyrir hrun þar sem íbúðaverðstryggingin hafi ekki verið útlánadrifi. „Það er að segja útlán, íbúðalán hafa ekki verið að aukast jafn mikið og það gerði í síðustu uppsveiflu. Að því leiti má kannski segja að verðhækkanir nú hafi verið heilbrigðari þó þær hafi komið niður á ákveðnum hópum,“ segir Ólafur. Hækkun íbúðaverðs í takt við launaþróun veldur greiningaraðilum áhyggjum en laun hafa ekki hækkað í takt við þá uppsveiflu sem er á íbúðamarkaði. „Það má hins vegar segja að íbúðaverð hefur hækkað talsvert hraðar heldur en til dæmis laun og það má velta því fyrir sér hvort að við séum komin að ákveðnum þolmörkum í þeim hækkunum,“ segir Ólafur. Íbúðaverð hækkaði mikið í sögulegu samhengi á síðasta ári en ástæðurnar má rekja til fólks fjölgunar, fjölgunar íbúða í útleigu á Airbnb íbúðum auk þess sem lítið hefur verið byggt miðað við þörf á síðustu árum auk lækkun vaxta. Ólafur segir engin merki um að fasteignaverð lækki á næstunni. „Það er ólíklegt að íbúðaverð lækki á næstu misserum, eins og ég segir flestir þeir aðilar eru að spá svona sex til níu prósenta hækkunum í ár,“ segir Ólafur.
Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur