Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Helgi Vífill Júlíusson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Félag Þorsteins Más Baldvinssonar er stærsti eigandi Traðarhyrnu. Vísir Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. Samkvæmt ársreikningi fjárfesti Traðarhyrna fyrir 1,7 milljarða króna í flugfélaginu og er markaðsvirði bréfanna nú um einn milljarður króna. Félagið skuldaði tæplega 250 milljónir króna við kaupin og var eiginfjárhlutfallið 86 prósent á þeim tíma. Miðað við sömu skuldsetningu er eiginfjárhlutfallið nú um 80 prósent. Eftir afkomuviðvörun Icelandair Group við upphaf árs í fyrra féllu bréfin um 25 prósent og Kvika banki setti saman hóp fjárfesta sem fjárfesti í flugfélaginu. Hlutabréfin höfðu þá lækkað um 60 prósent frá hátindi vorið 2016 fram að miðjum febrúar. Skömmu síðar var efnt til aðalfundar Icelandair Group og Ómar Benediktsson, hluthafi í Traðarhyrnu, kjörinn varaformaður stjórnar.Sjá einnig: „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hluthafar Traðarhyrnu eru fjórtán. Stærsti hluthafinn, með 20 prósent, er Traðarsteinn í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og fyrrverandi eiginkonu hans. Fjórir hluthafar eiga 10,5 prósent. Um er að ræða NT í eigu fyrrnefnds Ómars, Snæból í eigu Finns Reyrs Stefánssonar og eiginkonu, Gana í eigu Tómasar Kristjánssonar, N4A í eigu Þóris Alberts Kristinssonar og Kvika banki. S9 í eigu Margrétar Ásgeirsdóttur, fyrrverandi eiginkonu Skúla Mogensen athafnamanns, á 5,6 prósent líkt og Q44 sem er í eigu fjölskyldu Magnúsar Kristinssonar. Eiríkur Ingvar Þorgeirsson augnlæknir á 4,6 prósent í eigin nafni. Þrír hluthafar eiga 3,5 prósenta hlut: Þeir eru Konkrít í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, forstjóra ÞG Verks, og eiginkonu hans, Langhlaup í eigu Óttars Þórarinssonar, fyrrverandi hluthafa í FoodCo, og fagfjárfestasjóðurinn Mylla undir stjórn Júpíters, sjóðsstýringar Kviku. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. Samkvæmt ársreikningi fjárfesti Traðarhyrna fyrir 1,7 milljarða króna í flugfélaginu og er markaðsvirði bréfanna nú um einn milljarður króna. Félagið skuldaði tæplega 250 milljónir króna við kaupin og var eiginfjárhlutfallið 86 prósent á þeim tíma. Miðað við sömu skuldsetningu er eiginfjárhlutfallið nú um 80 prósent. Eftir afkomuviðvörun Icelandair Group við upphaf árs í fyrra féllu bréfin um 25 prósent og Kvika banki setti saman hóp fjárfesta sem fjárfesti í flugfélaginu. Hlutabréfin höfðu þá lækkað um 60 prósent frá hátindi vorið 2016 fram að miðjum febrúar. Skömmu síðar var efnt til aðalfundar Icelandair Group og Ómar Benediktsson, hluthafi í Traðarhyrnu, kjörinn varaformaður stjórnar.Sjá einnig: „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hluthafar Traðarhyrnu eru fjórtán. Stærsti hluthafinn, með 20 prósent, er Traðarsteinn í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og fyrrverandi eiginkonu hans. Fjórir hluthafar eiga 10,5 prósent. Um er að ræða NT í eigu fyrrnefnds Ómars, Snæból í eigu Finns Reyrs Stefánssonar og eiginkonu, Gana í eigu Tómasar Kristjánssonar, N4A í eigu Þóris Alberts Kristinssonar og Kvika banki. S9 í eigu Margrétar Ásgeirsdóttur, fyrrverandi eiginkonu Skúla Mogensen athafnamanns, á 5,6 prósent líkt og Q44 sem er í eigu fjölskyldu Magnúsar Kristinssonar. Eiríkur Ingvar Þorgeirsson augnlæknir á 4,6 prósent í eigin nafni. Þrír hluthafar eiga 3,5 prósenta hlut: Þeir eru Konkrít í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, forstjóra ÞG Verks, og eiginkonu hans, Langhlaup í eigu Óttars Þórarinssonar, fyrrverandi hluthafa í FoodCo, og fagfjárfestasjóðurinn Mylla undir stjórn Júpíters, sjóðsstýringar Kviku.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11 Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00 Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Icelandair lækkar afkomuspá um nokkra milljarða vegna afbókana, veðurfars og harðrar samkeppni Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað. 8. júlí 2018 19:11
Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00
Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43
„Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35
Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00