Ólíklegt að Aron Rafn verði áfram í Eyjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2018 14:00 Aron Rafn Eðvarðsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum í Kaplakrika. vísir/andri marinó Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, mun að öllum líkindum ekki endurnýja samninginn sinn við Eyjamenn sem rennur út í byrjun næsta mánaðar. Aron fór á kostum með Eyjaliðinu eftir áramót og stóð uppi á endanum sem Íslandsmeistari og besti markvörður úrslitakeppninnar en hann lokaði markinu í úrslitakeppninni og átti hvern stórleikinn á fætur öðrum.Sjá einnig:Fannar og Donni til Eyja „Ég er með samning í viku í viðbót í Eyjum en það er ólíklegt að ég verði þar áfram þó svo að ég útiloki ekki neitt. Það er náttúrlega ekkert eðlilega vel hugsað um mann hjá ÍBV en hugurinn leitar helst út,“ segir Aron Rafn við Vísi. Aron kom heim úr atvinnumennsku í Þýskalandi fyrir síðustu leiktíð en hann hafði einnig leikið í Svíþjóð þaðan sem hann fór út frá uppeldisfélagi sínu Haukum. Nú vill hann reyna aftur fyrir sér erlendis.Aron Rafn Eðvarðsson MVP 8.22 í einkunn - 15.5 varðir - 39.7%#handbolti#olisdeildin@ibvhandbolti@Seinnibylgjan — HBStatz (@HBSstatz) May 19, 2018 „Ég er að vinna í því að komast út en ég ætla ekki út bara til að fara út. Það þarf eitthvað spennandi að vera í boði,“ segir Aron Rafn sem hefur verið einn í Vestmannaeyjum í vetur þar sem kærasta hans býr á fasta landinu. Aron segir umboðsmann sinn vera að vinna í sínum málum en lítið er að gerast þessa stundina. „Ég er orðinn svo gamall að ég veit alltaf hvaða tilboð og þreyfingar eru alvöru og hvað ekki. En, svo getur allt breyst á morgun þess vegna,“ segir Aron. Hafnfirðingurinn, sem verður 29 ára í september, var valinn í 30 manna landsliðshóp Guðmundar Guðmundssonar fyrir leikina gegn Litháen í umspili um sæti á HM 2019. Þar stefnir hann að því að endurheimta sæti sitt í aðalhópnum sem Ágúst Elí Björgvinsson hirti af honum fyrir síðasta EM. „Þarf maður ekki að klára þetta dæmi og koma okkur á HM? Svo sér maður til hvað gerist í þessum málum hjá mér,“ segir Aron Rafn Eðvarðsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Fannar og Donni til Eyja Íslandsmeistararnir láta strax til sín taka á leikmannamarkaðnum í Olís-deild karla. 23. maí 2018 10:30 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, mun að öllum líkindum ekki endurnýja samninginn sinn við Eyjamenn sem rennur út í byrjun næsta mánaðar. Aron fór á kostum með Eyjaliðinu eftir áramót og stóð uppi á endanum sem Íslandsmeistari og besti markvörður úrslitakeppninnar en hann lokaði markinu í úrslitakeppninni og átti hvern stórleikinn á fætur öðrum.Sjá einnig:Fannar og Donni til Eyja „Ég er með samning í viku í viðbót í Eyjum en það er ólíklegt að ég verði þar áfram þó svo að ég útiloki ekki neitt. Það er náttúrlega ekkert eðlilega vel hugsað um mann hjá ÍBV en hugurinn leitar helst út,“ segir Aron Rafn við Vísi. Aron kom heim úr atvinnumennsku í Þýskalandi fyrir síðustu leiktíð en hann hafði einnig leikið í Svíþjóð þaðan sem hann fór út frá uppeldisfélagi sínu Haukum. Nú vill hann reyna aftur fyrir sér erlendis.Aron Rafn Eðvarðsson MVP 8.22 í einkunn - 15.5 varðir - 39.7%#handbolti#olisdeildin@ibvhandbolti@Seinnibylgjan — HBStatz (@HBSstatz) May 19, 2018 „Ég er að vinna í því að komast út en ég ætla ekki út bara til að fara út. Það þarf eitthvað spennandi að vera í boði,“ segir Aron Rafn sem hefur verið einn í Vestmannaeyjum í vetur þar sem kærasta hans býr á fasta landinu. Aron segir umboðsmann sinn vera að vinna í sínum málum en lítið er að gerast þessa stundina. „Ég er orðinn svo gamall að ég veit alltaf hvaða tilboð og þreyfingar eru alvöru og hvað ekki. En, svo getur allt breyst á morgun þess vegna,“ segir Aron. Hafnfirðingurinn, sem verður 29 ára í september, var valinn í 30 manna landsliðshóp Guðmundar Guðmundssonar fyrir leikina gegn Litháen í umspili um sæti á HM 2019. Þar stefnir hann að því að endurheimta sæti sitt í aðalhópnum sem Ágúst Elí Björgvinsson hirti af honum fyrir síðasta EM. „Þarf maður ekki að klára þetta dæmi og koma okkur á HM? Svo sér maður til hvað gerist í þessum málum hjá mér,“ segir Aron Rafn Eðvarðsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Fannar og Donni til Eyja Íslandsmeistararnir láta strax til sín taka á leikmannamarkaðnum í Olís-deild karla. 23. maí 2018 10:30 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Fannar og Donni til Eyja Íslandsmeistararnir láta strax til sín taka á leikmannamarkaðnum í Olís-deild karla. 23. maí 2018 10:30
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita