Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í máli um hugverkaþjófnað Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. maí 2018 19:00 Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. Nox Medical er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem er orðið leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á búnaði til svefnrannsókna. Starfsmenn Nox Medical eru um fimmtíu, velta fyrirtækisins er nálægt 11 milljónum evra, jafnvirði 1,4 milljarða króna, og eru vörur þess notaðar á mörgum af virtustu sjúkrahúsum í heimi en félagið hefur líka verið leiðandi í þróun á búnaði til svefnmælinga sem fólk notar heima hjá sér. Félagið hefur vaxið hratt á síðustu árum og var á lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem uxu hraðast milli áranna 2012 og 2015. Nox Medical höfðaði mál fyrir dómstól í Delaware á hendur bandaríska fyrirtækinu Natus Neurology vegna brots á einkaleyfi sem Nox Medical hefur fyrir sérstakan búnað sem mælir svefnmynstur. Um er að ræða sérstakan öndunarnema, belti úr teygju sem tengist búnaði sem mælir síðan öndun við svefn. „Varan kemur á markað árið 2011 en í byrjun árs 2014 verðum við þess áskynja að okkar helsti keppinautur (Natus Neurology), risafyrirtæki í Bandaríkjunum, hefur afritað okkar vöru. Hefur í raun hafið framleiðslu á nákvæmlega eins öndunarnema,“ segir Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Nox Medical hafði fengið skráð einkaleyfi á þessa hönnun í bæði Evrópusambandinu og í Bandaríkjunum. Eftir að hafa varið einkaleyfið á báðum vígstöðvum höfðaði fyrirtækið mál á hendur Natus. Kviðdómur í Delaware komst síðan á mánudag að þeirri niðurstöðu að Natus hefði vísvitandi afritað hönnun Nox Medical með ólögmætum hætti og af þeim sökum ætti félagið rétt á skaðabótum en nákvæm fjárhæð þeirra verður ákveðin af dómara.Reyndu fjórum sinnum að hanna sinn eigin öndunarnema „Þetta gerðist ekki fyrir slysni. Natus reyndi fjórum sinnum að hanna sambærilega vöru. Þeim mistókst og í síðustu tilrauninni þá ákváðu þeir að kaupa okkar vöru, senda hana til Kína og framleiða nákvæmlega eins. Reyndar hjá þeim aðila sem franleiðir okkar vöru líka, svo það sýnir dálítið viðskiptasiðferðið í Kína,“ segir Pétur. Málið Delaware er líklega ein dýrasta málshöfðun sem íslenskt félag hefur rekið en málskostnaðurinn er kominn yfir þrjú hundruð milljónir króna. Sú fjárhæð mun hækka enda verður dómnum áfrýjað. „Við hefðum að öllum líkindum aldrei farið út í þetta mál ef okkur hefði órað fyrir hvað í vændum var. En þetta er náttúrulega staðfesting á því sem við höfum alltaf haldið fram. Að einkaleyfið skuli halda. Það skiptir sannarlega máli að vinna gagnvart bótunum sem við fáum og það skiptir máli gagnvart möguleikum okkar á markaði að stöðva þetta. Auðvitað vitum við að okkar keppinautur mun að einhverju leyti reyna að komast framhjá okkar einkaleyfi með því að reyna að breyta hönnun vörunnar en það breytir því ekki að við höfum unnið sigur í þessu máli og hann skiptir mjög miklu máli upp á framhaldið,“ segir Pétur. Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. Nox Medical er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem er orðið leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á búnaði til svefnrannsókna. Starfsmenn Nox Medical eru um fimmtíu, velta fyrirtækisins er nálægt 11 milljónum evra, jafnvirði 1,4 milljarða króna, og eru vörur þess notaðar á mörgum af virtustu sjúkrahúsum í heimi en félagið hefur líka verið leiðandi í þróun á búnaði til svefnmælinga sem fólk notar heima hjá sér. Félagið hefur vaxið hratt á síðustu árum og var á lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem uxu hraðast milli áranna 2012 og 2015. Nox Medical höfðaði mál fyrir dómstól í Delaware á hendur bandaríska fyrirtækinu Natus Neurology vegna brots á einkaleyfi sem Nox Medical hefur fyrir sérstakan búnað sem mælir svefnmynstur. Um er að ræða sérstakan öndunarnema, belti úr teygju sem tengist búnaði sem mælir síðan öndun við svefn. „Varan kemur á markað árið 2011 en í byrjun árs 2014 verðum við þess áskynja að okkar helsti keppinautur (Natus Neurology), risafyrirtæki í Bandaríkjunum, hefur afritað okkar vöru. Hefur í raun hafið framleiðslu á nákvæmlega eins öndunarnema,“ segir Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Nox Medical hafði fengið skráð einkaleyfi á þessa hönnun í bæði Evrópusambandinu og í Bandaríkjunum. Eftir að hafa varið einkaleyfið á báðum vígstöðvum höfðaði fyrirtækið mál á hendur Natus. Kviðdómur í Delaware komst síðan á mánudag að þeirri niðurstöðu að Natus hefði vísvitandi afritað hönnun Nox Medical með ólögmætum hætti og af þeim sökum ætti félagið rétt á skaðabótum en nákvæm fjárhæð þeirra verður ákveðin af dómara.Reyndu fjórum sinnum að hanna sinn eigin öndunarnema „Þetta gerðist ekki fyrir slysni. Natus reyndi fjórum sinnum að hanna sambærilega vöru. Þeim mistókst og í síðustu tilrauninni þá ákváðu þeir að kaupa okkar vöru, senda hana til Kína og framleiða nákvæmlega eins. Reyndar hjá þeim aðila sem franleiðir okkar vöru líka, svo það sýnir dálítið viðskiptasiðferðið í Kína,“ segir Pétur. Málið Delaware er líklega ein dýrasta málshöfðun sem íslenskt félag hefur rekið en málskostnaðurinn er kominn yfir þrjú hundruð milljónir króna. Sú fjárhæð mun hækka enda verður dómnum áfrýjað. „Við hefðum að öllum líkindum aldrei farið út í þetta mál ef okkur hefði órað fyrir hvað í vændum var. En þetta er náttúrulega staðfesting á því sem við höfum alltaf haldið fram. Að einkaleyfið skuli halda. Það skiptir sannarlega máli að vinna gagnvart bótunum sem við fáum og það skiptir máli gagnvart möguleikum okkar á markaði að stöðva þetta. Auðvitað vitum við að okkar keppinautur mun að einhverju leyti reyna að komast framhjá okkar einkaleyfi með því að reyna að breyta hönnun vörunnar en það breytir því ekki að við höfum unnið sigur í þessu máli og hann skiptir mjög miklu máli upp á framhaldið,“ segir Pétur.
Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent