Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2018 13:45 Magnús Sigfússon, markaðs- og sölustjóri Steinullar ehf. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. Sýnt var frá steinullarverksmiðjunni og rætt við Magnús Sigfússon, markaðs- og sölustjóra Steinullar ehf., í fréttum Stöðvar 2. Steinullarverksmiðjan var stofnsett fyrir 33 árum og lifir enn góðu lífi á Sauðárkróki. Aðalhráefnið er sandurinn sem Héraðsvötn í Skagafirði bera með sér til sjávar. Hann er síðan blandaður fleiri sandtegundum, bræddur í ofni með rafmagni og spunninn úr honum ullarþráður, sem þó á ekkert skylt við ull sauðkindarinnar. Að lokum verða til steinullarmottur.Steinullarþræðirnir spýtast úr bræðsluofninum.Stöð 2/Arnar HalldórssonÍ verksmiðjunni starfa hartnær fjörutíu manns. Fyrirtækið er með yfir 80 prósenta markshlutdeild á innanlandsmarkaði og selur auk þess steinull til útlanda; til Færeyja, Bretlands, Þýskalands og Sviss. Steinullarmenn telja að landsmenn gætu gert betur í að halda húsum sínum hlýjum og hvetur Magnús til þess að steinull verði notuð meira. „Íslendingar eru ekkert að einangra hús sín rosalega mikið miðað við aðrar þjóðir í kringum okkur. Kannski af því að við erum með ódýrari orku. En samt sem áður eru mörg svæði á landinu sem þyldu alveg miklu meiri einangrun heldur en er í dag,“ segir Magnús.Framburður Héraðsvatna í Skagafirði er uppistaðan í steinullinni frá Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann varar við því að ódýr íslensk orka geri menn værukæra og vill að menn horfi betur til orkusparnaðar. „Því að þetta heita vatn og þessi orka sem við erum með, þetta er ekki óþrjótandi auðlind. Og þeir sem nota rafmagn sem upphitun, það er ekki ódýr leið, eins og menn hafa séð bara í samantekt sem Byggðastofnun gerði um daginn,“ segir talsmaður Steinullar ehf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Umhverfismál Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira
Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. Sýnt var frá steinullarverksmiðjunni og rætt við Magnús Sigfússon, markaðs- og sölustjóra Steinullar ehf., í fréttum Stöðvar 2. Steinullarverksmiðjan var stofnsett fyrir 33 árum og lifir enn góðu lífi á Sauðárkróki. Aðalhráefnið er sandurinn sem Héraðsvötn í Skagafirði bera með sér til sjávar. Hann er síðan blandaður fleiri sandtegundum, bræddur í ofni með rafmagni og spunninn úr honum ullarþráður, sem þó á ekkert skylt við ull sauðkindarinnar. Að lokum verða til steinullarmottur.Steinullarþræðirnir spýtast úr bræðsluofninum.Stöð 2/Arnar HalldórssonÍ verksmiðjunni starfa hartnær fjörutíu manns. Fyrirtækið er með yfir 80 prósenta markshlutdeild á innanlandsmarkaði og selur auk þess steinull til útlanda; til Færeyja, Bretlands, Þýskalands og Sviss. Steinullarmenn telja að landsmenn gætu gert betur í að halda húsum sínum hlýjum og hvetur Magnús til þess að steinull verði notuð meira. „Íslendingar eru ekkert að einangra hús sín rosalega mikið miðað við aðrar þjóðir í kringum okkur. Kannski af því að við erum með ódýrari orku. En samt sem áður eru mörg svæði á landinu sem þyldu alveg miklu meiri einangrun heldur en er í dag,“ segir Magnús.Framburður Héraðsvatna í Skagafirði er uppistaðan í steinullinni frá Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann varar við því að ódýr íslensk orka geri menn værukæra og vill að menn horfi betur til orkusparnaðar. „Því að þetta heita vatn og þessi orka sem við erum með, þetta er ekki óþrjótandi auðlind. Og þeir sem nota rafmagn sem upphitun, það er ekki ódýr leið, eins og menn hafa séð bara í samantekt sem Byggðastofnun gerði um daginn,“ segir talsmaður Steinullar ehf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Umhverfismál Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Sjá meira