Bónusgreiðslur hjá Landsbankanum brutu gegn lögum um fjármálafyrirtæki Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2018 13:56 Vísir/Eyþór Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. Upphaf málsins var tilkynning frá Landsbankanum um að til skoðunar væri hjá bankanum hvort aukagreiðslurnar samræmdust reglum um kaupaukakerfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Athugun Fjármálaeftirlitsins (FME) leiddi í ljós að á árunum 2014 til 2016 greiddi Landsbankinn hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum. Greiðslurnar féllu til á öllum sviðum bankans og vísaði bankinn til þess að þær væru tilkomnar vegna tímabundins álags í starfi, en hvorki var vísað til umræddra greiðslna í ráðningarsamningum né voru gerðir sérstakir skriflegir viðaukar við ráðningarsamningana vegna þeirra. Alls námu greiðslurnar 85 milljónum króna á þriggja ára tímabili og voru þær greiddar til 76 starfsmanna. Hvorki bankastjóri né framkvæmdastjórar bankans fengu slíkar aukagreiðslur. Fram kemur í tilkynningu frá FME að það hafi verið niðurstaða eftirlitsins að umræddar greiðslur hafi brotið gegn 57. gr. laga um fjármálafyrirtæki og áðurnefndum reglum um kaupaukakerfi. Það var niðurstaða stofnunarinnar að Landsbankinn hefði ekki sýnt fram á að tiltreknar aukagreiðslur gætu talist til fastra starfskjara, þar sem endanleg fjárhæð eða umfang lá ekki fyrir með nákvæmum hætti fyrirfram. Þær hafi því falið í sér kaupauka í skilningi laganna. Brotið hafi falist í því að greiða hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum þeirra án þess að það hafi verið gert á grundvelli kaupaukakerfis. FME taldi hins vegar ekki ástæðu til að sekta bankann eða beita öðrum viðurlögum vegna málsins. Það var niðurstaða FME að Landsbankinn hefði gert líklegt að aukagreiðslurnar hefðu verið inntar af hendi vegna tímabundins álags í starfi. Þá voru greiðslurnar óverulegar sem hluti af heildarlaunakostnaði bankans á þeim árum sem voru til skoðunar. Ennfremur sýndi bankinn samstarfsvilja og hafði, áður en niðurstaða málsins lá fyrir, horfið frá umræddu fyrirkomulagi við greiðslu álagsgreiðslna og tekið upp vinnureglur sem miða að því að tryggja samræmt verklag og betri skjölun með samþykki starfskjaranefndar og aðkomu innri endurskoðanda að því. Með hliðsjón af þessu var það niðurstaða FME að ekki væri ástæða til að beita viðurlögum en auk þess taldi stofnunin að bankinn hefði þegar gripið til fullnægjandi úrbóta. Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. Upphaf málsins var tilkynning frá Landsbankanum um að til skoðunar væri hjá bankanum hvort aukagreiðslurnar samræmdust reglum um kaupaukakerfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Athugun Fjármálaeftirlitsins (FME) leiddi í ljós að á árunum 2014 til 2016 greiddi Landsbankinn hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum. Greiðslurnar féllu til á öllum sviðum bankans og vísaði bankinn til þess að þær væru tilkomnar vegna tímabundins álags í starfi, en hvorki var vísað til umræddra greiðslna í ráðningarsamningum né voru gerðir sérstakir skriflegir viðaukar við ráðningarsamningana vegna þeirra. Alls námu greiðslurnar 85 milljónum króna á þriggja ára tímabili og voru þær greiddar til 76 starfsmanna. Hvorki bankastjóri né framkvæmdastjórar bankans fengu slíkar aukagreiðslur. Fram kemur í tilkynningu frá FME að það hafi verið niðurstaða eftirlitsins að umræddar greiðslur hafi brotið gegn 57. gr. laga um fjármálafyrirtæki og áðurnefndum reglum um kaupaukakerfi. Það var niðurstaða stofnunarinnar að Landsbankinn hefði ekki sýnt fram á að tiltreknar aukagreiðslur gætu talist til fastra starfskjara, þar sem endanleg fjárhæð eða umfang lá ekki fyrir með nákvæmum hætti fyrirfram. Þær hafi því falið í sér kaupauka í skilningi laganna. Brotið hafi falist í því að greiða hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum þeirra án þess að það hafi verið gert á grundvelli kaupaukakerfis. FME taldi hins vegar ekki ástæðu til að sekta bankann eða beita öðrum viðurlögum vegna málsins. Það var niðurstaða FME að Landsbankinn hefði gert líklegt að aukagreiðslurnar hefðu verið inntar af hendi vegna tímabundins álags í starfi. Þá voru greiðslurnar óverulegar sem hluti af heildarlaunakostnaði bankans á þeim árum sem voru til skoðunar. Ennfremur sýndi bankinn samstarfsvilja og hafði, áður en niðurstaða málsins lá fyrir, horfið frá umræddu fyrirkomulagi við greiðslu álagsgreiðslna og tekið upp vinnureglur sem miða að því að tryggja samræmt verklag og betri skjölun með samþykki starfskjaranefndar og aðkomu innri endurskoðanda að því. Með hliðsjón af þessu var það niðurstaða FME að ekki væri ástæða til að beita viðurlögum en auk þess taldi stofnunin að bankinn hefði þegar gripið til fullnægjandi úrbóta.
Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent