Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2018 20:30 Starfsmenn FISK, þeir Árni Grétarsson og Hrólfur Þeyr Þorrason, staðgengill verkstjóra. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá og því þarf að hengja þá upp með gamla laginu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Eldri kynslóðir muna þann tíma þegar skreiðarhjallar settu svip sinn á sjávarbyggðir hringinn í kringum landið. En svo hurfu þeir flestir. Menn eru þó ekki alveg hættir að nýta hjallana. Á Sauðárkróki hafa menn verið að hengja upp þorskhausa undanfarnar vikur.Þorskhausarnir hengdir upp á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar HalldórssonÞar hittum við nokkra starfsmenn FISK Seafood en þeir segjast hafa byrjað að hengja upp í byrjun marsmánaðar. Við drögum tvo þeirra í viðtal, þá Árna Grétarsson og Hrólf Þey Þorrason. Árni segist hafa hengt upp í gamla daga en Hrólfur segist vera að gera þetta í fyrsta sinn. Tilgangurinn er að þurrka hausana og það tekur sinn tíma utanhúss; þrjá og hálfan mánuð, segir Árni. Hausarnir verða seldir til Nígeríu. En er einhver sala í þessu? „Já, brjáluð sala alveg. Það er svo mikið prótein í þessu,“ svarar Árni. Þorskhausarnir verða tilbúnir fyrir Nígeríumarkað eftir þrjá og hálfan mánuð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En núna er komin ný tækni og nýjar og fljótlegri aðferðir, eins og með fiskþurrkunarhúsinu við hliðina, sem tekið var í notkun fyrir fjórum árum. Með inniþurrkun hefur orðið mikil þróun og tæknibylting, segir Hrólfur. Tæknin hefur þó ekki alveg náð að útrýma gömlu aðferðinni. Á Króknum segjast þeir síðast hafa hengt upp utanhúss fyrir þremur árum. „Þetta eru sem sagt hausar sem við getum ekki þurrkað inni. Þeir eru of stórir. Þeim var hent áður en núna hengjum við þá út til að nýta þá,“ segir Hrólfur. Karlarnir geta því þakkað það stórum þorski að fá tilbreytingu með útivinnu. En er þetta gaman að standa í þessu? „Jú, jú. Skemmtilegt að fara út,“ svarar Árni. „Svona eftir veðri kannski,“ bætir Hrólfur við. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá og því þarf að hengja þá upp með gamla laginu. Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2. Eldri kynslóðir muna þann tíma þegar skreiðarhjallar settu svip sinn á sjávarbyggðir hringinn í kringum landið. En svo hurfu þeir flestir. Menn eru þó ekki alveg hættir að nýta hjallana. Á Sauðárkróki hafa menn verið að hengja upp þorskhausa undanfarnar vikur.Þorskhausarnir hengdir upp á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar HalldórssonÞar hittum við nokkra starfsmenn FISK Seafood en þeir segjast hafa byrjað að hengja upp í byrjun marsmánaðar. Við drögum tvo þeirra í viðtal, þá Árna Grétarsson og Hrólf Þey Þorrason. Árni segist hafa hengt upp í gamla daga en Hrólfur segist vera að gera þetta í fyrsta sinn. Tilgangurinn er að þurrka hausana og það tekur sinn tíma utanhúss; þrjá og hálfan mánuð, segir Árni. Hausarnir verða seldir til Nígeríu. En er einhver sala í þessu? „Já, brjáluð sala alveg. Það er svo mikið prótein í þessu,“ svarar Árni. Þorskhausarnir verða tilbúnir fyrir Nígeríumarkað eftir þrjá og hálfan mánuð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En núna er komin ný tækni og nýjar og fljótlegri aðferðir, eins og með fiskþurrkunarhúsinu við hliðina, sem tekið var í notkun fyrir fjórum árum. Með inniþurrkun hefur orðið mikil þróun og tæknibylting, segir Hrólfur. Tæknin hefur þó ekki alveg náð að útrýma gömlu aðferðinni. Á Króknum segjast þeir síðast hafa hengt upp utanhúss fyrir þremur árum. „Þetta eru sem sagt hausar sem við getum ekki þurrkað inni. Þeir eru of stórir. Þeim var hent áður en núna hengjum við þá út til að nýta þá,“ segir Hrólfur. Karlarnir geta því þakkað það stórum þorski að fá tilbreytingu með útivinnu. En er þetta gaman að standa í þessu? „Jú, jú. Skemmtilegt að fara út,“ svarar Árni. „Svona eftir veðri kannski,“ bætir Hrólfur við. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira