Nýr landsliðsmarkvörður Dana sá illa og rataði ekki um eigin borg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2018 16:30 Emil Nielsen. Vísir/EPA Það eru ekki aðeins nýliðar í íslenska handboltalandsliðinu í þessu landsleikjahlé því danskur markvörður er líka að fá sitt fyrsta tækifæri með danska landsliðinu í Golden League æfingamótinu. Markvörður þessi heitir Emil Nielsen og er aðeins 21 árs. Emil er ein af hetjum Skjern-liðsins sem sló út Veszprem í Meistaradeildinni um síðustu helgi. Fyrir tveimur árum var útlitið hinsvegar ekki bjart hjá Emil sem fékk þá heilahimnubólgu. Þá sáu fáir fyrir sér að Emil Nielsen myndi einhvern tímann komast í danska landsliðið eftir það áfall. Hann hefur hinsvegar komið sterkur til baka og frábær frammistaða hans með Skjern hefur komið honum inn í danska landsliðið. „Þetta er búin að vera rosaleg vika. Við erum ótrúlega stoltir af sigrinum á Veszprem og hlakkar mikð til að mæta Nantes í átta liða úrslitunum. Vonandi getum við strítt þeim örlítið. Það var síðan frábært fyrir mig að vera valinn í landsliðið,“ sagði Emil Nielsen við DR.To år efter alvorlig sygdom: 21-årig kan få landsholdsdebut https://t.co/J2TukghaYMpic.twitter.com/egG1gKrfrL — DR Sporten (@DRSporten) April 4, 2018 Emil Nielsen talaði líka um veikindin sín við DR. „13. apríl verða liðin tvö ár frá því að ég veiktist. Ég gat ekki séð fyrir mér þá að ég væri kominn hingað í dag. Þetta hefur gengið mjög vel og ég er rosalega ánægður að veikindin skipti ekki máli lengur. Ég hef gott fólk í kringum mig sem hefur hjálpað mér með allt og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Nielsen. „Vegna veikindanna þá var ég lengi í vandræðum í mínu daglega lífi en svo er ekki lengur. Ég var alltaf með hausverk og var í vandræðum með augun mín. Ég sá ekki nógu vel. Ég var líka í vandræðum með að átta mig hvar ég var og átti því í erfiðleikum með að rata. Ég er frá Árósum en átti oft í vandræðum með að rata um borgina. Það var mjög óþægilegt en er sem betur fer liðin tíð í dag,“ sagði Nielsen. Emil Nielsen gæti spilað sinn fyrsta landsleik á morgun þegar Danir mæta Frökkum í Golden League æfingamótinu. Ísland mætir þá Noregi. Handbolti Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Það eru ekki aðeins nýliðar í íslenska handboltalandsliðinu í þessu landsleikjahlé því danskur markvörður er líka að fá sitt fyrsta tækifæri með danska landsliðinu í Golden League æfingamótinu. Markvörður þessi heitir Emil Nielsen og er aðeins 21 árs. Emil er ein af hetjum Skjern-liðsins sem sló út Veszprem í Meistaradeildinni um síðustu helgi. Fyrir tveimur árum var útlitið hinsvegar ekki bjart hjá Emil sem fékk þá heilahimnubólgu. Þá sáu fáir fyrir sér að Emil Nielsen myndi einhvern tímann komast í danska landsliðið eftir það áfall. Hann hefur hinsvegar komið sterkur til baka og frábær frammistaða hans með Skjern hefur komið honum inn í danska landsliðið. „Þetta er búin að vera rosaleg vika. Við erum ótrúlega stoltir af sigrinum á Veszprem og hlakkar mikð til að mæta Nantes í átta liða úrslitunum. Vonandi getum við strítt þeim örlítið. Það var síðan frábært fyrir mig að vera valinn í landsliðið,“ sagði Emil Nielsen við DR.To år efter alvorlig sygdom: 21-årig kan få landsholdsdebut https://t.co/J2TukghaYMpic.twitter.com/egG1gKrfrL — DR Sporten (@DRSporten) April 4, 2018 Emil Nielsen talaði líka um veikindin sín við DR. „13. apríl verða liðin tvö ár frá því að ég veiktist. Ég gat ekki séð fyrir mér þá að ég væri kominn hingað í dag. Þetta hefur gengið mjög vel og ég er rosalega ánægður að veikindin skipti ekki máli lengur. Ég hef gott fólk í kringum mig sem hefur hjálpað mér með allt og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Nielsen. „Vegna veikindanna þá var ég lengi í vandræðum í mínu daglega lífi en svo er ekki lengur. Ég var alltaf með hausverk og var í vandræðum með augun mín. Ég sá ekki nógu vel. Ég var líka í vandræðum með að átta mig hvar ég var og átti því í erfiðleikum með að rata. Ég er frá Árósum en átti oft í vandræðum með að rata um borgina. Það var mjög óþægilegt en er sem betur fer liðin tíð í dag,“ sagði Nielsen. Emil Nielsen gæti spilað sinn fyrsta landsleik á morgun þegar Danir mæta Frökkum í Golden League æfingamótinu. Ísland mætir þá Noregi.
Handbolti Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira