Seinni bylgjan úrskurðaði ÍBV vörnina látna: Minningarsjóður til að styrkja grunnþætti varnarvinnu 25. september 2018 10:30 Jóhann Gunnar fór með ræðu fyrir myndavélarnar S2 Sport ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. Varnarleikur ÍBV í tapi liðsins fyrir ÍR um helgina var svo slæmur að sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport hafa úrskurðað hana látna. „Hin fræga ÍBV vörn verður jarðsungin frá Vestmanneyjakirkju næsta föstudag. Vörnin lést í Austurberginu 22. september, sex ára að aldri.“ Svo hóf Jóhann Gunnar Einarsson tölu sína, sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en sem dánartilkynningu. „Hún var búin að berjast fyrir lífi sínu síðan deildin hófst 9. september. ÍBV vörnin átti glæstan feril að baki en hún vakti athygli þegar hún sást fyrst í efstu deild 2013.“ „ÍBV vörnin lætur eftir sig 14 leikmenn, tvo þjálfara og heilt bæjarfélag. Stofnaður hefur verið minningarsjóður í nafni varnarinnar en tilgangur hans er að nota peninginn til að styrkja grunnþætti varnarvinnu og auka baráttu hjá leikmönnum. Blóm og kransar afþakkaðir. Blessuð sé minning hennar.“ Eftir að Jóhann Gunnar flutti þessa þungu tölu léttist nú aðeins yfir stúdíóinu og þeir sérfræðingarnir slógu á léttari strengi, enda um grín að ræða. Það var þó ekkert grín að varnarleikurinn hafi ekki verið góður hjá ÍBV og var Jóhann Gunnar ekki í efa afhverju það sé. ÍBV er einfaldlega ekki með mennina í þann varnarleik sem þeir hafa verið þekktir fyrir. Logi Geirsson var þó ekki alveg eins dramatískur og kollegi hans, hann sagðist sjá hvað þjálfarateymi ÍBV væri að reyna að gera. „Fram að áramótum, þá vita þeir að markmannsmálin eru tæp. Þeir eru að prófa leikmenn, Kári er kominn fyrir aftan. Þeir hafa unnið saman áður, þeir gerðu HK að Íslandsmeisturum 2012. Þeir eru að prófa sig áfram fram að áramótum, það er mín kenning,“ sagði Logi. Umræðuna og það sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en dánartilkynningu Jóhanns má sjá í spilaranum hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. Varnarleikur ÍBV í tapi liðsins fyrir ÍR um helgina var svo slæmur að sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport hafa úrskurðað hana látna. „Hin fræga ÍBV vörn verður jarðsungin frá Vestmanneyjakirkju næsta föstudag. Vörnin lést í Austurberginu 22. september, sex ára að aldri.“ Svo hóf Jóhann Gunnar Einarsson tölu sína, sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en sem dánartilkynningu. „Hún var búin að berjast fyrir lífi sínu síðan deildin hófst 9. september. ÍBV vörnin átti glæstan feril að baki en hún vakti athygli þegar hún sást fyrst í efstu deild 2013.“ „ÍBV vörnin lætur eftir sig 14 leikmenn, tvo þjálfara og heilt bæjarfélag. Stofnaður hefur verið minningarsjóður í nafni varnarinnar en tilgangur hans er að nota peninginn til að styrkja grunnþætti varnarvinnu og auka baráttu hjá leikmönnum. Blóm og kransar afþakkaðir. Blessuð sé minning hennar.“ Eftir að Jóhann Gunnar flutti þessa þungu tölu léttist nú aðeins yfir stúdíóinu og þeir sérfræðingarnir slógu á léttari strengi, enda um grín að ræða. Það var þó ekkert grín að varnarleikurinn hafi ekki verið góður hjá ÍBV og var Jóhann Gunnar ekki í efa afhverju það sé. ÍBV er einfaldlega ekki með mennina í þann varnarleik sem þeir hafa verið þekktir fyrir. Logi Geirsson var þó ekki alveg eins dramatískur og kollegi hans, hann sagðist sjá hvað þjálfarateymi ÍBV væri að reyna að gera. „Fram að áramótum, þá vita þeir að markmannsmálin eru tæp. Þeir eru að prófa leikmenn, Kári er kominn fyrir aftan. Þeir hafa unnið saman áður, þeir gerðu HK að Íslandsmeisturum 2012. Þeir eru að prófa sig áfram fram að áramótum, það er mín kenning,“ sagði Logi. Umræðuna og það sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en dánartilkynningu Jóhanns má sjá í spilaranum hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira