Fyrstu bresku farþegar vetrarins lentir á Akureyri Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. desember 2018 16:26 Norðlendingar eru kampakátir með þessa ferðamannainnspýtingu. Isavia/Auðunn Fyrstu farþegarnir, sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break, lentu á Akureyrarflugvelli í dag. Um er að ræða fyrstu ferð skrifstofunnar af 29 í vetur og verða sæti fyrir 200 manns í hverri ferð. Til verksins var notuð ein af stærri vélum flugfélagsins Titan Airways, sem nú sér um flugið fyrir Super Break. Um var að ræða Airbus A321 og segir í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands að lendingin hafi gengið vel. Áætlunarferðirnar séu kærkomin viðbót fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi. „Við erum hæstánægð með að vera komin aftur til Norðurlands fyrir fyrsta flug vetrarins. Í dag var flogið frá Exeter, einum af þeim 18 flugvöllum sem flogið verður frá í þessum 29 ferðum. Þeirra á meðal eru líka flugvellirnir í Inverness, Isle of Man, Jersey, Derry, Newquay og London Southend en frá þessum völlum förum við í fyrsta sinn,“ er haft eftir Chris Hagan, hjá Super Break, í fyrrnefndri tilkynningu. „Við höfum unnið náið með Markaðsstofu Norðurlands, samstarfsfyrirtækjum okkar á Norðurlandi, Isavia og Titan Airways til að tryggja að við séum sem best undirbúin fyrir komu 4500 ferðamanna á okkar vegum frá desember og fram í mars. Ég er viss um að þeir hlakki líka til að koma hingað og njóta hlýlegra móttaka heimafólks, eins og við höfum fengið að kynnast síðustu 18 mánuði. Við erum líka ánægð með að geta boðið Norðlendingum flugsæti til Bretlands, sem skapar í fyrsta sinni tækifæri á beinum tengingum við hin ýmsu héruð Bretlands sem ekki hafa áður verið í boði. Verðin eru frá aðeins 99 pundum og við munum auglýsa nánari upplýsingar í Dagskránni í hverri viku,“ bætir Hagan við.Að sögn aðstandenda gekk lending Airbus A321-þotunnar vel.Isavia/auðunn Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Fyrstu farþegarnir, sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break, lentu á Akureyrarflugvelli í dag. Um er að ræða fyrstu ferð skrifstofunnar af 29 í vetur og verða sæti fyrir 200 manns í hverri ferð. Til verksins var notuð ein af stærri vélum flugfélagsins Titan Airways, sem nú sér um flugið fyrir Super Break. Um var að ræða Airbus A321 og segir í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands að lendingin hafi gengið vel. Áætlunarferðirnar séu kærkomin viðbót fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi. „Við erum hæstánægð með að vera komin aftur til Norðurlands fyrir fyrsta flug vetrarins. Í dag var flogið frá Exeter, einum af þeim 18 flugvöllum sem flogið verður frá í þessum 29 ferðum. Þeirra á meðal eru líka flugvellirnir í Inverness, Isle of Man, Jersey, Derry, Newquay og London Southend en frá þessum völlum förum við í fyrsta sinn,“ er haft eftir Chris Hagan, hjá Super Break, í fyrrnefndri tilkynningu. „Við höfum unnið náið með Markaðsstofu Norðurlands, samstarfsfyrirtækjum okkar á Norðurlandi, Isavia og Titan Airways til að tryggja að við séum sem best undirbúin fyrir komu 4500 ferðamanna á okkar vegum frá desember og fram í mars. Ég er viss um að þeir hlakki líka til að koma hingað og njóta hlýlegra móttaka heimafólks, eins og við höfum fengið að kynnast síðustu 18 mánuði. Við erum líka ánægð með að geta boðið Norðlendingum flugsæti til Bretlands, sem skapar í fyrsta sinni tækifæri á beinum tengingum við hin ýmsu héruð Bretlands sem ekki hafa áður verið í boði. Verðin eru frá aðeins 99 pundum og við munum auglýsa nánari upplýsingar í Dagskránni í hverri viku,“ bætir Hagan við.Að sögn aðstandenda gekk lending Airbus A321-þotunnar vel.Isavia/auðunn
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira