Þorsteinn kaupir út Arion í félagi sem átti í Refresco Hörður Ægisson skrifar 19. desember 2018 07:00 Þorsteinn Jónsson. Arion banki hefur selt 30 prósenta hlut sinn í eignarhaldsfélaginu EAB 1, sem átti áður um 1,5 prósenta óbeinan eignarhlut í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber, til erlends félags í eigu Þorsteins M. Jónssonar, fjárfestis og fyrrverandi aðaleigenda Vífilfells. Hann átti fyrir 70 prósenta hlut í EAB 1 í gegnum félagið Lucilin Conceil. Gengið var frá sölunni í október síðastliðnum en í svari Arion banka við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að eignir EAB 1 við söluna hafi að „mestu leyti verið reiðufé enda búið að losa óbeinan eignarhlut félagsins í Refresco“. Ekki liggur fyrir hvert kaupverðið var en í árslok 2017 voru eignir EAB 1 samtals rúmlega þrír milljarðar króna. Þar munaði mestu um 10,45 prósenta eignarhlut félagsins í Ferskur Holding BV, sem var stærsti einstaki hluthafi Refresco með 14,53 prósenta hlut, og var metinn á þeim tíma á 2.253 milljónir króna. Í apríl á þessu ári var gengið endanlega frá sölu á Refresco til alþjóðlegu fjárfestingarsjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management og nam heildarkaupverð sjóðanna 1,62 milljörðum evra, jafnvirði um 200 milljarða íslenskra króna á þáverandi gengi. Í kjölfarið stóð til að ganga frá slitum Ferskur Holding en samkvæmt upplýsingum frá Arion banka er þeim slitum ekki enn lokið. EAB 1 varð til sem hluti af uppgjöri Arion banka við skuldir félaga í eigu Þorsteins. Hluti af því samkomulagi var að bankinn myndi fá hlutdeild í söluandvirði og öðrum greiðslum vegna hlutar Vífilfells í Refresco en Þorsteinn hafði eignast hlut sinn í drykkjarvöruframleiðandanum í gegnum Vífilfell. Aðrir hluthafar í Ferskur Holding voru sem kunnugt er fjárfestingarfélagið Stoðir, sem átti um 8,9 prósenta hlut í Refresco, og slitabú Kaupþings. Stoðir fengu um 18 milljarða króna í sinn hlut við söluna á Refresco fyrr á árinu. Sá hópur fjárfesta sem fer með tögl og hagldir í Stoðum, í gegnum eignarhaldsfélagið S121, samanstendur meðal annars af félögum tengdum Þorsteini, Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Arion banki hefur selt 30 prósenta hlut sinn í eignarhaldsfélaginu EAB 1, sem átti áður um 1,5 prósenta óbeinan eignarhlut í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Gerber, til erlends félags í eigu Þorsteins M. Jónssonar, fjárfestis og fyrrverandi aðaleigenda Vífilfells. Hann átti fyrir 70 prósenta hlut í EAB 1 í gegnum félagið Lucilin Conceil. Gengið var frá sölunni í október síðastliðnum en í svari Arion banka við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að eignir EAB 1 við söluna hafi að „mestu leyti verið reiðufé enda búið að losa óbeinan eignarhlut félagsins í Refresco“. Ekki liggur fyrir hvert kaupverðið var en í árslok 2017 voru eignir EAB 1 samtals rúmlega þrír milljarðar króna. Þar munaði mestu um 10,45 prósenta eignarhlut félagsins í Ferskur Holding BV, sem var stærsti einstaki hluthafi Refresco með 14,53 prósenta hlut, og var metinn á þeim tíma á 2.253 milljónir króna. Í apríl á þessu ári var gengið endanlega frá sölu á Refresco til alþjóðlegu fjárfestingarsjóðanna PAI Partners og British Columbia Investment Management og nam heildarkaupverð sjóðanna 1,62 milljörðum evra, jafnvirði um 200 milljarða íslenskra króna á þáverandi gengi. Í kjölfarið stóð til að ganga frá slitum Ferskur Holding en samkvæmt upplýsingum frá Arion banka er þeim slitum ekki enn lokið. EAB 1 varð til sem hluti af uppgjöri Arion banka við skuldir félaga í eigu Þorsteins. Hluti af því samkomulagi var að bankinn myndi fá hlutdeild í söluandvirði og öðrum greiðslum vegna hlutar Vífilfells í Refresco en Þorsteinn hafði eignast hlut sinn í drykkjarvöruframleiðandanum í gegnum Vífilfell. Aðrir hluthafar í Ferskur Holding voru sem kunnugt er fjárfestingarfélagið Stoðir, sem átti um 8,9 prósenta hlut í Refresco, og slitabú Kaupþings. Stoðir fengu um 18 milljarða króna í sinn hlut við söluna á Refresco fyrr á árinu. Sá hópur fjárfesta sem fer með tögl og hagldir í Stoðum, í gegnum eignarhaldsfélagið S121, samanstendur meðal annars af félögum tengdum Þorsteini, Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra FL Group og stjórnarmanni í Refresco frá 2009, Einari Erni Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanni í TM, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira