Fréttaveita AP greinir frá en hugmynd Musk með göngunum gengur út á að þéttriðið net jarðganga undir stórborgum geti leyst umferðarvandann.
Til þess að sannreyna þetta hefur fyrirtækið grafið göngin í grennd við höfuðstöðvar SpaceX, geimfyrirtækis Musk.
Göngin eru 2,3 kílómetrar og fjögurra metra breiða og kostuðu um tíu milljónir dollara, 1,2 milljarða króna.
Blaðamenn fengu að prófa göngin og settust þeir upp í Teslu-bíl sem útbúinn hafði verið sérstaklega til þess að keyra í göngunum, með sérstökum sleða sem festist við göngin.
Tesla in @boringcompany tunnel with retractable wheel gear that turns a car into a rail-guided train & back again pic.twitter.com/3a6i0NoSmi
— Elon Musk (@elonmusk) December 19, 2018
Í frétt AP segir að bílferðin hafi þó reynst sumum erfið vegna þess hversu ójafnt undirlagið í göngunum er en Musk skýrði það með að starfsmenn hans hefðu runnið út á tíma fyrir kynninguna til þess að tryggja að undirlagið væri slétt. Það stæði þó til bóta.
„Umferð eyðileggur sálina, hún er eins og sýra á sálinu,“ sagði Musk við viðstadda um hefðbundna umferð.

Þá yrðu sérstök farartæki til reiði fyrir aðra vegfarendur en ökumenn sem vilja komast leiðar sinnar.
Í prufunni var bílnum ekið á um 60 kílómetra hraða en Musk vonast til þess að hægt verði að ferðast á öruggan hátt á 240 kílómetra hraða í fullbúnum göngum.
Fyrirtæki Musk vinnur nú að því að setja upp sambærileg göng annars staðar í Los Angeles sem og í Chicago en þau verkefni eru enn í umhverfismati og framkvæmdir því ekki hafnar.