Kristinn: Það er heitt undir okkur öllum Þór Símon skrifar 26. nóvember 2018 21:30 Mikil barátta í leiknum í kvöld. vísir/vilhelm „Andinn er ekki góður. Fjórði tapleikurinn í röð þar sem við eigum ekki sjens gegn Haukum í seinni hálfleik. Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Kristinn Guðmundsson, einn af tveimur þjálfurum ÍBV, eftir fjórða tap Íslandsmeistaranna í röð gegn Haukum í kvöld, 32-26. En hvað er eiginlega að valda því að ríkjandi Íslandsmeistarar séu að spila jafn illa og raun ber vitni? „Það getur verið svo margt. Við reynum að horfa til sóknar og varnarleiks og finna lausnir en svo er spurningin hvað veldur að við klikkum á öllum þessum færum þar sem hann ver eins og þýskur atvinnumaður. Það hljóta því að vera skotin okkar sem eru að klikka,“ sagði Kristinn en Grétar var með í kringum 50% markvörslu og Andri Sigmarsson Scheving varði 5 af 7 vítum Eyjamanna. ÍBV er núna í 10. sæti Olís deildarinnar með jafnmörg stig og Grótta sem er í fallsæti og á í þokkabót leik til góða. Í ljósi þess er tímabært að segja að krísa sé í Vestmanneyjum? „Það má kalla þetta hvað sem er en við erum ekki ánægðir með stöðuna. Við þurfum samt að átta okkur á að svona er staðan á okkur núna. Við erum þar sem við erum og þurfum að hafa fyrir öllu,“ sagði Kristinn og hélt áfram. „Það þýðir því ekkert fyrir okkur að vera hátt uppi með hvar við eigum að vera. Við erum þar sem við erum og þurfum að vinna okkur úr því,“ sagði Kristinn sem gefur lítið fyrir að sætið undir honum og Erlingi Richardssyni sé að hitna og segir að allir í liðinu, þjálfarar og liðsmenn þurfi að lýta í eigin barm. „Það er heitt undir okkur öllum því við viljum meira. Það er miklu meira atriði að við setjum á okkur meiri kröfur. Við eigum að bjóða okkur sjálfum og okkar fólki upp á betri handbolta en þetta.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - ÍBV 32-26 | Haukar á toppinn en Eyjamenn við botninn Eyjamenn eru í ruglinu en Haukarnir í góðum málum. 26. nóvember 2018 22:15 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
„Andinn er ekki góður. Fjórði tapleikurinn í röð þar sem við eigum ekki sjens gegn Haukum í seinni hálfleik. Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Kristinn Guðmundsson, einn af tveimur þjálfurum ÍBV, eftir fjórða tap Íslandsmeistaranna í röð gegn Haukum í kvöld, 32-26. En hvað er eiginlega að valda því að ríkjandi Íslandsmeistarar séu að spila jafn illa og raun ber vitni? „Það getur verið svo margt. Við reynum að horfa til sóknar og varnarleiks og finna lausnir en svo er spurningin hvað veldur að við klikkum á öllum þessum færum þar sem hann ver eins og þýskur atvinnumaður. Það hljóta því að vera skotin okkar sem eru að klikka,“ sagði Kristinn en Grétar var með í kringum 50% markvörslu og Andri Sigmarsson Scheving varði 5 af 7 vítum Eyjamanna. ÍBV er núna í 10. sæti Olís deildarinnar með jafnmörg stig og Grótta sem er í fallsæti og á í þokkabót leik til góða. Í ljósi þess er tímabært að segja að krísa sé í Vestmanneyjum? „Það má kalla þetta hvað sem er en við erum ekki ánægðir með stöðuna. Við þurfum samt að átta okkur á að svona er staðan á okkur núna. Við erum þar sem við erum og þurfum að hafa fyrir öllu,“ sagði Kristinn og hélt áfram. „Það þýðir því ekkert fyrir okkur að vera hátt uppi með hvar við eigum að vera. Við erum þar sem við erum og þurfum að vinna okkur úr því,“ sagði Kristinn sem gefur lítið fyrir að sætið undir honum og Erlingi Richardssyni sé að hitna og segir að allir í liðinu, þjálfarar og liðsmenn þurfi að lýta í eigin barm. „Það er heitt undir okkur öllum því við viljum meira. Það er miklu meira atriði að við setjum á okkur meiri kröfur. Við eigum að bjóða okkur sjálfum og okkar fólki upp á betri handbolta en þetta.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - ÍBV 32-26 | Haukar á toppinn en Eyjamenn við botninn Eyjamenn eru í ruglinu en Haukarnir í góðum málum. 26. nóvember 2018 22:15 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - ÍBV 32-26 | Haukar á toppinn en Eyjamenn við botninn Eyjamenn eru í ruglinu en Haukarnir í góðum málum. 26. nóvember 2018 22:15