Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 09:55 Capacent segir að rekstraráætlanir Icelandair hafi verið út og suður síðustu ár og að flugfélagið hafi kerfisbundið ofspáð um rekstrarafkomu sína síðustu tvö ár. Vísir/Vilhelm Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. Breytingunum er ætlað að ná fram „langtímalausn fyrir Icelandair og skuldabréfaeigendur,“ en félaginu var veitt tímabundin undanþága frá skilmálum skuldabréfanna til 30. nóvember, föstudagsins næstkomandi, þegar hluthafafundur Icelandair Group fer fram. Frá þessu er greint í tilkynningu Icelandair Group sem send var til Kauphallarinnar í morgun. Þar er jafnframt drepið á því sem fram kom í fjölmiðlum í gær, að ólíklegt verði að teljast að hægt verði að uppfylla alla fyrirvara kaupsamningsins á WOW Air fyrir fyrrnefndan hluthafafund. Kaupsamningurinn er, eins og áður hefur verið greint frá, gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafundarins. Tíðindin hafa komið illa við fjárfesta, talað er um titring í kjölfar tölvupósts sem Skúli Mogensen sendi í gær. Þar sagði hann að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW Air áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW Air. Hefur þetta meðal annars orðið til þess að hlutabréfaverð í Icelandair hefur lækkað skarpt það sem af er morgni, eða um næstum 7 prósent.Sjá einnig: Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“Í kjölfar hluthafafundarins á föstudag segir Icelandair Group að gert sé ráð fyrir að nýtt skriflegt ferli hefjist með skuldabréfaeigendum um breytingar á skilmálum skuldabréfanna. Á fundinum verði jafnframt kynntar „aðgerðir til að styrkja efnahagsreikning félagsins enn frekar og tillaga að skilmálabreytingum skuldabréfa sem miða að því að ná fram langtímalausn fyrir Icelandair Group og skuldabréfaeigendur.“ Tilkynning Icelandair Group í heild sinni má lesa hér að neðan.Viðræður við skuldabréfaeigendur Icelandair Group standa yfir um langtímalausn í kjölfar þess að útgefanda var veitt tímabundin undanþága til 30. nóvember 2018 frá fjárhagslegum skilmálum skuldabréfa félagsins að fjárhæð USD 190 milljónir með auðkenni ISIN NO0010776982 og skuldabréfa félagsins að fjárhæð USD 23,66 milljónir með auðkennið ISIN IS0000025427.Í tilkynningu Icelandair Group 26. nóvember 2018 kom fram að ólíklegt sé að allir fyrirvarar kaupsamnings félagsins á WOW air hf. verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group þann 30. nóvember 2018. Kaupsamningurinn er jafnframt gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group.Gert er ráð fyrir að nýtt skriflegt ferli hefjist með skuldabréfaeigendum um breytingar á skilmálum skuldabréfanna í kjölfar hluthafafundar Icelandair Group 30. nóvember 2018. Kynntar verða aðgerðir til að styrkja efnahagsreikning félagsins enn frekar og tillaga að skilmálabreytingum skuldabréfa sem miða að því að ná fram langtímalausn fyrir Icelandair Group og skuldabréfaeigendur. Mesta hækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ISB1,4247894.035128,6ICEAIR1,2174144.5721,93SKEL1,1952.12017,0REGINN1,08762.47437,4REITIR1,05526.57696,5 Mesta lækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ICESEA-1,48611.77813,3SVN-0,991347.940100,0ARION040369.132175,0EIM0619.907565,0FESTI0456.120244,0 Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. Breytingunum er ætlað að ná fram „langtímalausn fyrir Icelandair og skuldabréfaeigendur,“ en félaginu var veitt tímabundin undanþága frá skilmálum skuldabréfanna til 30. nóvember, föstudagsins næstkomandi, þegar hluthafafundur Icelandair Group fer fram. Frá þessu er greint í tilkynningu Icelandair Group sem send var til Kauphallarinnar í morgun. Þar er jafnframt drepið á því sem fram kom í fjölmiðlum í gær, að ólíklegt verði að teljast að hægt verði að uppfylla alla fyrirvara kaupsamningsins á WOW Air fyrir fyrrnefndan hluthafafund. Kaupsamningurinn er, eins og áður hefur verið greint frá, gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafundarins. Tíðindin hafa komið illa við fjárfesta, talað er um titring í kjölfar tölvupósts sem Skúli Mogensen sendi í gær. Þar sagði hann að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW Air áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW Air. Hefur þetta meðal annars orðið til þess að hlutabréfaverð í Icelandair hefur lækkað skarpt það sem af er morgni, eða um næstum 7 prósent.Sjá einnig: Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“Í kjölfar hluthafafundarins á föstudag segir Icelandair Group að gert sé ráð fyrir að nýtt skriflegt ferli hefjist með skuldabréfaeigendum um breytingar á skilmálum skuldabréfanna. Á fundinum verði jafnframt kynntar „aðgerðir til að styrkja efnahagsreikning félagsins enn frekar og tillaga að skilmálabreytingum skuldabréfa sem miða að því að ná fram langtímalausn fyrir Icelandair Group og skuldabréfaeigendur.“ Tilkynning Icelandair Group í heild sinni má lesa hér að neðan.Viðræður við skuldabréfaeigendur Icelandair Group standa yfir um langtímalausn í kjölfar þess að útgefanda var veitt tímabundin undanþága til 30. nóvember 2018 frá fjárhagslegum skilmálum skuldabréfa félagsins að fjárhæð USD 190 milljónir með auðkenni ISIN NO0010776982 og skuldabréfa félagsins að fjárhæð USD 23,66 milljónir með auðkennið ISIN IS0000025427.Í tilkynningu Icelandair Group 26. nóvember 2018 kom fram að ólíklegt sé að allir fyrirvarar kaupsamnings félagsins á WOW air hf. verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group þann 30. nóvember 2018. Kaupsamningurinn er jafnframt gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group.Gert er ráð fyrir að nýtt skriflegt ferli hefjist með skuldabréfaeigendum um breytingar á skilmálum skuldabréfanna í kjölfar hluthafafundar Icelandair Group 30. nóvember 2018. Kynntar verða aðgerðir til að styrkja efnahagsreikning félagsins enn frekar og tillaga að skilmálabreytingum skuldabréfa sem miða að því að ná fram langtímalausn fyrir Icelandair Group og skuldabréfaeigendur. Mesta hækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ISB1,4247894.035128,6ICEAIR1,2174144.5721,93SKEL1,1952.12017,0REGINN1,08762.47437,4REITIR1,05526.57696,5 Mesta lækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ICESEA-1,48611.77813,3SVN-0,991347.940100,0ARION040369.132175,0EIM0619.907565,0FESTI0456.120244,0
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05
Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01
Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37