Bjarni um rauða spjaldið: „Ég skil ekki hvað hann var að spá“ Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 25. nóvember 2018 22:26 Bjarni messar yfir sínum mönnum. vísir/ernir „Það er einhver fimm mínútna kafli þar sem við köstuðum leiknum frá okkur“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir tap ÍR gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. „Það er einhver fimm mínútna kafli þar sem við köstuðum leiknum frá okkur. Við vorum að spila frábæran handbolta bróðurpartinn af leiknum en gerum okkur svo seka um svakalega slæma ákvarðanatökur og köstuðum leiknum frá okkur, því miður.“ Bjarni talar um glórulausar ákvarðanatökur og segir hann að brotið hjá Björgvini sé klárlega ein af þeim. Leikur liðsins hrundi eftir það og segir Bjarni að Stjarnan hafi gengið á lagið á þessum tímapunktinn og ÍR hafi ekki getað neitt eftir það. „Mér fannst þetta brot mjög heimskulegt, þetta var ótrúlegt. Ég bara skil ekki hvað hann var að spá. Þetta var ein af þessum slæmu ákvarðanatökum. Þetta er pirrandi, því við vorum búnir að leggja mikið í þennan leik,“ sagði Bjarni. „Þetta var góður, skemmtilegur og hraður leikur. Við misstum hausinn eins og einhverjir unglingar. Þeir bara voru kúl, voru yfirvegaðir, voru bara kallarnir þarna inná vellinum og kláruðu þetta,“ sagði Bjarni og talar þar um hvernig leikmenn Stjörnunnar náðu að halda einbeitingu og klára leikinn. Leikmenn ÍR áttu misgóðan leik í dag, Sveinn Andri Sveinsson var frábær og gaman að sjá hvernig hann mætti til leiks. Þeir Arnar Freyr Guðmundsson og Pétur Árni Hauksson, áttu hins vegar erfitt uppdráttar í sókninni en þeim gekk illa að skora í dag. „Þetta eru ungir strákar, 19 og 20 ára. Þeir spila lykilhlutverk og það er alveg eðlilegt að þeir séu sveiflukenndir. Ég var ánægður með hvernig Elli (Elías Bóasson) kom inn í dag, hann var frískur og Bjöggi (Björgvin Þór Hólmgeirsson) átti líka ágætis leik fram að þessu dæmi,“ sagði Bjarni og vitnar þá í brotið um miðbik síðari hálfleiks. Bjarni var nokkuð sáttur með fyrstu 40 mínútur leiksins og segir það síðan óskiljanlegt hvernig liðið brást við mótlætinu undir lokin. „Við spiluðum ágætlega, hefði viljað sjá betri varnarleik en svo bara hrynjum við. Ég er ótrúlega ósáttur við það því við vorum búnir að vera svakalega agaðir og svo missum við hausinn. Það er hrikalegt að sjá hvernig strákarnir gefast bara upp, þetta er ekki okkar liði sæmandi.“ Olís-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Sjá meira
„Það er einhver fimm mínútna kafli þar sem við köstuðum leiknum frá okkur“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir tap ÍR gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. „Það er einhver fimm mínútna kafli þar sem við köstuðum leiknum frá okkur. Við vorum að spila frábæran handbolta bróðurpartinn af leiknum en gerum okkur svo seka um svakalega slæma ákvarðanatökur og köstuðum leiknum frá okkur, því miður.“ Bjarni talar um glórulausar ákvarðanatökur og segir hann að brotið hjá Björgvini sé klárlega ein af þeim. Leikur liðsins hrundi eftir það og segir Bjarni að Stjarnan hafi gengið á lagið á þessum tímapunktinn og ÍR hafi ekki getað neitt eftir það. „Mér fannst þetta brot mjög heimskulegt, þetta var ótrúlegt. Ég bara skil ekki hvað hann var að spá. Þetta var ein af þessum slæmu ákvarðanatökum. Þetta er pirrandi, því við vorum búnir að leggja mikið í þennan leik,“ sagði Bjarni. „Þetta var góður, skemmtilegur og hraður leikur. Við misstum hausinn eins og einhverjir unglingar. Þeir bara voru kúl, voru yfirvegaðir, voru bara kallarnir þarna inná vellinum og kláruðu þetta,“ sagði Bjarni og talar þar um hvernig leikmenn Stjörnunnar náðu að halda einbeitingu og klára leikinn. Leikmenn ÍR áttu misgóðan leik í dag, Sveinn Andri Sveinsson var frábær og gaman að sjá hvernig hann mætti til leiks. Þeir Arnar Freyr Guðmundsson og Pétur Árni Hauksson, áttu hins vegar erfitt uppdráttar í sókninni en þeim gekk illa að skora í dag. „Þetta eru ungir strákar, 19 og 20 ára. Þeir spila lykilhlutverk og það er alveg eðlilegt að þeir séu sveiflukenndir. Ég var ánægður með hvernig Elli (Elías Bóasson) kom inn í dag, hann var frískur og Bjöggi (Björgvin Þór Hólmgeirsson) átti líka ágætis leik fram að þessu dæmi,“ sagði Bjarni og vitnar þá í brotið um miðbik síðari hálfleiks. Bjarni var nokkuð sáttur með fyrstu 40 mínútur leiksins og segir það síðan óskiljanlegt hvernig liðið brást við mótlætinu undir lokin. „Við spiluðum ágætlega, hefði viljað sjá betri varnarleik en svo bara hrynjum við. Ég er ótrúlega ósáttur við það því við vorum búnir að vera svakalega agaðir og svo missum við hausinn. Það er hrikalegt að sjá hvernig strákarnir gefast bara upp, þetta er ekki okkar liði sæmandi.“
Olís-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita