Jóhannes Þór Skúlason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum og þar segir að Jóhannes Þór hafi verið valinn úr hópi 41 umsækjanda um starfið.
Jóhannes Þór er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands auk þess að vera með kennsluréttindi frá sama skóla.
Undanfarið hefur Jóhannes Þór starfað sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Þá var hann einnig aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra.
Þá hefur Jóhannes Þór starfað sem grunnskólakennari og almannatengslaráðgjafi ásamt því að hafa verið talsmaður InDefence hópsins.
Jóhannes Þór hefur störf hjá SAF 10. júní næstkomandi. Hann tekur við af Helgu Árnadóttur sem verið hefur framkvæmdastjóri samtakanna frá árinu 2013.
Jóhannes Þór nýr framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar

Mest lesið

Á ég að greiða inn á lánið eða spara?
Viðskipti innlent

Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum
Viðskipti erlent

Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila
Viðskipti innlent


„Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“
Viðskipti innlent

Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið
Viðskipti innlent

Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur
Viðskipti innlent


Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play
Viðskipti innlent

Fleiri fréttir
