Isavia gerir ráð fyrir því að bílastæði við Keflavíkurflugvöll muni fyllast um páskana líkt og gerðist á sama tíma fyrir ári síðan. Þetta kemur fram á heimasíðu Isavia. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, sagði Mbl.is í dag að þau stæðu sem væru eftir þyrfti að bóka á netinu.
Isavia hefur kynnt bókunarkerfi á vef Keflavíkurflugvallar þar sem farþegar geta bókað bílastæði fram í tímann. Hvetur Isavia farþega til að bóka bílastæði við flugvöllinn fyrir brottför til að forðast það að fá ekki bílastæði við komu.
Hægt er að fá bílastæðin á betri kjörum en þegar greitt er við hlið.
„Bókunarkerfinu var hleypt af stokkunum í febrúar og er liður í því að koma í veg fyrir að stæðin fyllist á álagstímum á flugvellinum. Lægsta sólarhringsverð yfir páskana er nú 990 krónur og því fyrr sem bókað er, því lægra verð fæst. Verð á sólarhring fyrir þá sem ekki bóka stæði og greiða við hlið er 1.750 krónur,“ segir á vef Isavia.
Bílastæðin í Keflavík að fyllast
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent

Sætta sig ekki við höfnun Kviku
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Skrautleg saga laganna hans Bubba
Viðskipti innlent


Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði
Viðskipti innlent

Lofar bongóblíðu við langþráð langborð
Viðskipti innlent


Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent