Heildsöluverð á smjöri hækkar um fimmtán prósent í dag og heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða annarra en smjörs um 4,86 prósent. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið tilkynnti um þessa ákvörðun verðlagsnefndar búvara í gær. Lágmarksverð mjólkur til bænda hækkar um 3,52 prósent, eða úr 84,4 krónum í 90,48 krónur.
Samkvæmt því sem kom fram í tilkynningu ráðuneytisins er hækkunin til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur. Greint er frá því að síðasta verðbreyting hafi verið gerð á nýársdag 2017 og síðan þá hafi gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 3,6 prósent. Reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva hafi þá hækkað um 8,14 prósent.
Rukka meira fyrir smjörið
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Mest lesið


Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra
Viðskipti innlent


Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður
Viðskipti innlent

Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins
Viðskipti innlent

Súpan með pappírnum innkölluð
Neytendur

Ráðin framkvæmdastjóri Frama
Viðskipti innlent


Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut
Viðskipti innlent

Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures
Viðskipti innlent