Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2018 10:17 Andri Már Ingólfsson, aðaleigandi Primera-samstæðunnar Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. Þetta kemur fram í viðtali Viðskiptablaðsins við Andra Má Ingólfsson, eiganda félaganna. Þar segist Andri jafnframt hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að reiða fram nýtt eigið fé í Travelco. Í viðtalinu greinir Andri Már frá óánægju sinni með vinnubrögð Arion banka, en sem kunnugt er tapaði bankinn miklu á þroti Primera Air. Þannig fullyrðir Andri að Primera Air væri enn í rekstri ef bankinn hefði veitt félaginu brúarfjármögnun þar til skuldabréfaútboði væri lokið, eins og lagt hafi verið upp með. Vonir höfðu staðið til að flugfélagið gæti innleyst söluhagnað af nýjum Boeing-flugvélum næsta vor.Í tilkynningu sem send var út skömmu eftir fall Primera Air kom fram að ferðaskrifstofur Primera Travel Group hafi tapað háum fjárhæðum vegna flugferða sem þær greiddu fyrir en ekkert varð af vegna falls flugfélagsins.Sjá einnig: Draga í efa ársreikninga Primera Air„Til að tryggja rekstur ferðaskrifstofanna var stofnað nýtt eignarhaldsfélag með milljarð í nýju hlutafé sem hefur nú þegar verið greitt inn að stórum hluta“ sagði í tilkynningunni. Rekstur allra fyrirtækjanna var þar jafnframt fluttur undir Travelco Nordis A/S í Danmörku sem hét áður Primera Travel.Í viðtalinu upplýsir Andri að ákveðið hafi verið að óska eftir gjaldþrotaskiptum þegar lá fyrir að Arion banki hefði ekki í hyggju að styðja frekar við rekstur félagsins. Það hafi auk þess verið tillaga bankans að stofna hið nýja eignarhaldsfélag, Travelco, og flytja ferðaskrifstofur Primera Travel Group yfir í félagið. Ferðaskrifstofurnar hafi tapað um fimm milljörðum á falli Primera Air og „allt eigið fé þar með þurrkast út.“ Hlutafjáraukning hjá ferðaskrifstofunum hafi því verið nauðsynleg. „Til að geta reitt fram nýtt eigið fé, þá neyddist ég til að veðsetja húseign fjölskyldunnar, þannig að þetta voru erfið spor,” segir Andri Már í viðtali við Viðskiptablaðið. Hlutafjáraukning í Travelco upp á 700 miljónir var lögð fram á stjórnarfundi félagsins þann 1. október, 500 milljónir yrðu greiddar með peningum en 200 milljónir með skuldabréfajöfnun vegna láns frá Andra Má. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30 Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49 Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Sjá meira
Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. Þetta kemur fram í viðtali Viðskiptablaðsins við Andra Má Ingólfsson, eiganda félaganna. Þar segist Andri jafnframt hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að reiða fram nýtt eigið fé í Travelco. Í viðtalinu greinir Andri Már frá óánægju sinni með vinnubrögð Arion banka, en sem kunnugt er tapaði bankinn miklu á þroti Primera Air. Þannig fullyrðir Andri að Primera Air væri enn í rekstri ef bankinn hefði veitt félaginu brúarfjármögnun þar til skuldabréfaútboði væri lokið, eins og lagt hafi verið upp með. Vonir höfðu staðið til að flugfélagið gæti innleyst söluhagnað af nýjum Boeing-flugvélum næsta vor.Í tilkynningu sem send var út skömmu eftir fall Primera Air kom fram að ferðaskrifstofur Primera Travel Group hafi tapað háum fjárhæðum vegna flugferða sem þær greiddu fyrir en ekkert varð af vegna falls flugfélagsins.Sjá einnig: Draga í efa ársreikninga Primera Air„Til að tryggja rekstur ferðaskrifstofanna var stofnað nýtt eignarhaldsfélag með milljarð í nýju hlutafé sem hefur nú þegar verið greitt inn að stórum hluta“ sagði í tilkynningunni. Rekstur allra fyrirtækjanna var þar jafnframt fluttur undir Travelco Nordis A/S í Danmörku sem hét áður Primera Travel.Í viðtalinu upplýsir Andri að ákveðið hafi verið að óska eftir gjaldþrotaskiptum þegar lá fyrir að Arion banki hefði ekki í hyggju að styðja frekar við rekstur félagsins. Það hafi auk þess verið tillaga bankans að stofna hið nýja eignarhaldsfélag, Travelco, og flytja ferðaskrifstofur Primera Travel Group yfir í félagið. Ferðaskrifstofurnar hafi tapað um fimm milljörðum á falli Primera Air og „allt eigið fé þar með þurrkast út.“ Hlutafjáraukning hjá ferðaskrifstofunum hafi því verið nauðsynleg. „Til að geta reitt fram nýtt eigið fé, þá neyddist ég til að veðsetja húseign fjölskyldunnar, þannig að þetta voru erfið spor,” segir Andri Már í viðtali við Viðskiptablaðið. Hlutafjáraukning í Travelco upp á 700 miljónir var lögð fram á stjórnarfundi félagsins þann 1. október, 500 milljónir yrðu greiddar með peningum en 200 milljónir með skuldabréfajöfnun vegna láns frá Andra Má.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30 Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49 Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Sjá meira
Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30
Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49
Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00