Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 13. desember 2018 12:09 Skúli Mogensen er forstjóri og stofnandi WOW air. Hér er hann í símanum í höfuðstöðvum WOW í Katrínartúni í dag. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 111 fastráðnum starfsmönnum WOW air var sagt upp í dag og þá verða samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki endurnýjaðir að svo stöddu. Skúli segir að í heildina sé um að ræða rúmlega 200 verktaka og tímabundið starfsfólk. Það eru því á fjórða hundrað manns sem missa vinnuna hjá WOW air. „Eins og komið hefur fram þá erum við búin að vera að vinna að endurskipulagningu félagsins í þó nokkurn tíma og gert það núna undanfarnar vikur í nánu samstarfi við Indigo Partners. Þetta er eitt af skilyrðunum hjá þeim fyrir mögulegri fjárfestingu, eins og komið hefur verið fram, að við endurskoðum leiðakerfið og hluti af því er því miður nauðsynlegt að fækka töluvert af starfsfólki okkar í og með að við erum að minnka flotann úr 20 í 11 vélar,“ sagði Skúli í samtali við fréttastofu nú á tólfta tímanum. Aðspurður hvenær uppsagnirnar taki gildi segir hann það mjög mismunandi eftir deildum.Sjá einnig:Engum að kenna nema mér sjálfum segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli segir að unnið sé hörðum höndum af báðum aðilum í viðræðunum við Indigo Partners og að vinnan gangi vel. „Eins og kom fram þá er einn af skilmálunum að við búum til sameiginlega sýn fyrir félagið og sameiginlegt leiðakerfi. Með þessu þá erum við í raun að taka eitt skref aftur á bak. Við erum að horfa til áranna 2015, 2016 þegar við vorum bara mun einbeittara lággjaldaflugfélag þannig að við erum að fara aftur í þann búning. Eins og ég segi, því miður, þetta hryggir mig, þetta er mjög erfiður dagur og sorglegur en nauðsynlegur til að tryggja framtíð WOW og þeirra hátt í þúsund starfsmanna sem hér munu starfa áfram.“ Að sögn Skúla er ekki komin endanleg tímasetning á það hvenær samningaviðræðunum ljúki. „Þetta er ennþá háð niðurstöðum við okkar leigusala. Nú erum við að skila, ýmist skila og/eða selja níu flugvélar í heild sinni. Sú vinna er í gangi. Jafnframt þurfum við að ná samningum við skuldabréfaeigendur okkar hvað varðar breytta skilmála þannig að þetta er ekki alfarið í okkar höndum hvenær þessu lýkur endanlega, í og með því við erum að semja við þriðja aðila. En það er verið að vinna markvisst að þessum atriðum.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.Klippa: Viðtal við Skúla Mogensen um hópuppsögn hjá WOW air Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 111 fastráðnum starfsmönnum WOW air var sagt upp í dag og þá verða samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki endurnýjaðir að svo stöddu. Skúli segir að í heildina sé um að ræða rúmlega 200 verktaka og tímabundið starfsfólk. Það eru því á fjórða hundrað manns sem missa vinnuna hjá WOW air. „Eins og komið hefur fram þá erum við búin að vera að vinna að endurskipulagningu félagsins í þó nokkurn tíma og gert það núna undanfarnar vikur í nánu samstarfi við Indigo Partners. Þetta er eitt af skilyrðunum hjá þeim fyrir mögulegri fjárfestingu, eins og komið hefur verið fram, að við endurskoðum leiðakerfið og hluti af því er því miður nauðsynlegt að fækka töluvert af starfsfólki okkar í og með að við erum að minnka flotann úr 20 í 11 vélar,“ sagði Skúli í samtali við fréttastofu nú á tólfta tímanum. Aðspurður hvenær uppsagnirnar taki gildi segir hann það mjög mismunandi eftir deildum.Sjá einnig:Engum að kenna nema mér sjálfum segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli segir að unnið sé hörðum höndum af báðum aðilum í viðræðunum við Indigo Partners og að vinnan gangi vel. „Eins og kom fram þá er einn af skilmálunum að við búum til sameiginlega sýn fyrir félagið og sameiginlegt leiðakerfi. Með þessu þá erum við í raun að taka eitt skref aftur á bak. Við erum að horfa til áranna 2015, 2016 þegar við vorum bara mun einbeittara lággjaldaflugfélag þannig að við erum að fara aftur í þann búning. Eins og ég segi, því miður, þetta hryggir mig, þetta er mjög erfiður dagur og sorglegur en nauðsynlegur til að tryggja framtíð WOW og þeirra hátt í þúsund starfsmanna sem hér munu starfa áfram.“ Að sögn Skúla er ekki komin endanleg tímasetning á það hvenær samningaviðræðunum ljúki. „Þetta er ennþá háð niðurstöðum við okkar leigusala. Nú erum við að skila, ýmist skila og/eða selja níu flugvélar í heild sinni. Sú vinna er í gangi. Jafnframt þurfum við að ná samningum við skuldabréfaeigendur okkar hvað varðar breytta skilmála þannig að þetta er ekki alfarið í okkar höndum hvenær þessu lýkur endanlega, í og með því við erum að semja við þriðja aðila. En það er verið að vinna markvisst að þessum atriðum.“Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.Klippa: Viðtal við Skúla Mogensen um hópuppsögn hjá WOW air
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52
„Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04