Segjast ekki hafa lofað Primera Air láni Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2018 14:51 Flugvél hins sáluga Primera Air. Vísir/getty Arion banki hafnar ummælum Andra Más Ingólfssonar, eigenda ferðaskrifstofa Travelco, um að bankinn hafi veitt Primera Air „lánaloforð“ eða annars konar fyrirheit um lánveitingu í tengslum við rekstrarvanda flugfélagsins.Í viðtali sem birtist Viðskiptablaðinu í morgun var haft eftir Andra að hann væri óánægður með vinnubrögð Arion í tengslum við þrot flugfélagsins Primera Air í upphafi októbermánaðar. Í viðtalinu hélt Andri því meðal annars fram að bankinn hafi gengið á bak orða sinna um að veita félaginu brúarfjármögnun þar til skuldabréfaútboði Primera Air væri lokið. „Það er ljóst að ef sú fjármögnun hefði komið, væri Primera Air enn í rekstri,“ sagði Andri Már meðal annars.Sjá einnig: Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunumArion banki telur þessar yfirlýsingar Andra ekki vera „í samræmi við staðreyndir málsins,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu bankans til fjölmiðla. Bankinn vilji taka það fram að „að þrátt fyrir að hafa átt í viðræðum við félagið gaf bankinn hvorki út lánsloforð né nokkur fyrirheit um lánveitingu vegna Primera Air.“ Þar að auki setur bankinn út á aðra fullyrðingu Andra í viðtalinu, þess efnis að Arion hafi þrýst á um að rekstur ferðaskrifstofa Primera Travel Group yrði færður í nýtt félag - sem fékk nafnið Travelco. Þessi meinti þrýstingur sem Andri lýsir er að sögn Arion ekki alveg sannleikanum samkvæmur. „Arion banki samþykkti hins vegar að sú leið yrði farin og mat það sem svo að með því væri hagsmuna bankans, starfsfólks ferðaskrifstofanna, viðskiptavina þeirra, sem annars hefðu endað sem strandaglópar víða um heim, og annarra kröfuhafa best gætt,“ segir í yfirlýsingu Arion. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunum Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. 13. desember 2018 10:17 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Arion banki hafnar ummælum Andra Más Ingólfssonar, eigenda ferðaskrifstofa Travelco, um að bankinn hafi veitt Primera Air „lánaloforð“ eða annars konar fyrirheit um lánveitingu í tengslum við rekstrarvanda flugfélagsins.Í viðtali sem birtist Viðskiptablaðinu í morgun var haft eftir Andra að hann væri óánægður með vinnubrögð Arion í tengslum við þrot flugfélagsins Primera Air í upphafi októbermánaðar. Í viðtalinu hélt Andri því meðal annars fram að bankinn hafi gengið á bak orða sinna um að veita félaginu brúarfjármögnun þar til skuldabréfaútboði Primera Air væri lokið. „Það er ljóst að ef sú fjármögnun hefði komið, væri Primera Air enn í rekstri,“ sagði Andri Már meðal annars.Sjá einnig: Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunumArion banki telur þessar yfirlýsingar Andra ekki vera „í samræmi við staðreyndir málsins,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu bankans til fjölmiðla. Bankinn vilji taka það fram að „að þrátt fyrir að hafa átt í viðræðum við félagið gaf bankinn hvorki út lánsloforð né nokkur fyrirheit um lánveitingu vegna Primera Air.“ Þar að auki setur bankinn út á aðra fullyrðingu Andra í viðtalinu, þess efnis að Arion hafi þrýst á um að rekstur ferðaskrifstofa Primera Travel Group yrði færður í nýtt félag - sem fékk nafnið Travelco. Þessi meinti þrýstingur sem Andri lýsir er að sögn Arion ekki alveg sannleikanum samkvæmur. „Arion banki samþykkti hins vegar að sú leið yrði farin og mat það sem svo að með því væri hagsmuna bankans, starfsfólks ferðaskrifstofanna, viðskiptavina þeirra, sem annars hefðu endað sem strandaglópar víða um heim, og annarra kröfuhafa best gætt,“ segir í yfirlýsingu Arion.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunum Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. 13. desember 2018 10:17 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunum Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. 13. desember 2018 10:17