Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2018 13:54 VÍS stefnir á að sameina og loka útibúum. Vísir/Anton Vátryggingafélag Íslands mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki - „í samræmi við framtíðarsýn sína um að verða stafrænt þjónustufyrirtæki.“ Alls munu þrír starfsmenn missa vinnuna auk þess sem þrettán verktakasamningum verður sagt upp. Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja fyrirkomulag þjónustu „þannig að aukin áhersla verði lögð á stafrænar lausnir.“ Breytingarnar munu taka gildi 1. október en þær fela meðal annars í sér að loka átta skrifstofum, þar af verða sex sameinaðar öðrum. Á vef Fréttablaðsins segir að VÍS muni eftir breytingarnar ekki lengur reka útibú á Húsavík, Akranesi, Borgarnesi, Reyðarfirði, Hvolsvelli og í Keflavík. Starfsfólki þessara útibúa bauðst starf í nýjum, sameinuðu útibúum á Akureyri, Selfossi og í Reykjavík. Í einhverjum tilfellum gafst fólki einnig færi á að starfa að heiman. Þá verður jafnframt skrifstofum VÍS á Höfn og í Vestmannaeyjum lokað. Þar munu samanlagt tveir starfsmenn missa vinnuna. Samhliða breytingunum mun VÍS hætta að skipta landinu upp í umdæmi. Við það verður ekki lengur þörf á þremur umdæmisstjórum. Tveir munu halda í önnur störf innan VÍS en sá þriðji hættir störfum. Þrettán verktökum á vegum VÍS, svokallaðir umboðsmenn, verður að sama skapi sagt upp. Í tilkynningu á vef VÍS segir að breytingarnar séu ekki síst tilkomnar vegna áherslu viðskiptavina á aukna stafræna þjónustu. „Samskipti við viðskiptavini fara í síauknum mæli fram í gegnum net og síma og samkvæmt þjónustukönnunum kalla viðskiptavinir eftir aukinni þjónustu á þeim vettvangi. Áherslubreytingum í þjónustu er ætlað að svara þessu kalli.“ Haft er eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS, að nýlega hafi verið mótuð stefna þar sem áhersla var lögð á að VÍS yrði stafrænt þjónustufyrirtæki. „Breytingarnar sem við gerum núna eru í takt við þá sýn og er ætlað samræma þjónustuna okkar og laga hana enn betur að þörfum viðskiptavina sem vilja einföld, flækjulaus og skilvirk tryggingaviðskipti.“ „Við sjáum skýr merki um að viðskiptavinir okkar vilja í síauknum mæli nota stafrænar leiðir til að eiga við okkur samskipti. Okkar trú er að sú eftirspurn fari vaxandi og kjarninn í okkar vegferð næstu misseri verður efla þjónustuna okkar á því sviði.“ Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Vátryggingafélag Íslands mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki - „í samræmi við framtíðarsýn sína um að verða stafrænt þjónustufyrirtæki.“ Alls munu þrír starfsmenn missa vinnuna auk þess sem þrettán verktakasamningum verður sagt upp. Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja fyrirkomulag þjónustu „þannig að aukin áhersla verði lögð á stafrænar lausnir.“ Breytingarnar munu taka gildi 1. október en þær fela meðal annars í sér að loka átta skrifstofum, þar af verða sex sameinaðar öðrum. Á vef Fréttablaðsins segir að VÍS muni eftir breytingarnar ekki lengur reka útibú á Húsavík, Akranesi, Borgarnesi, Reyðarfirði, Hvolsvelli og í Keflavík. Starfsfólki þessara útibúa bauðst starf í nýjum, sameinuðu útibúum á Akureyri, Selfossi og í Reykjavík. Í einhverjum tilfellum gafst fólki einnig færi á að starfa að heiman. Þá verður jafnframt skrifstofum VÍS á Höfn og í Vestmannaeyjum lokað. Þar munu samanlagt tveir starfsmenn missa vinnuna. Samhliða breytingunum mun VÍS hætta að skipta landinu upp í umdæmi. Við það verður ekki lengur þörf á þremur umdæmisstjórum. Tveir munu halda í önnur störf innan VÍS en sá þriðji hættir störfum. Þrettán verktökum á vegum VÍS, svokallaðir umboðsmenn, verður að sama skapi sagt upp. Í tilkynningu á vef VÍS segir að breytingarnar séu ekki síst tilkomnar vegna áherslu viðskiptavina á aukna stafræna þjónustu. „Samskipti við viðskiptavini fara í síauknum mæli fram í gegnum net og síma og samkvæmt þjónustukönnunum kalla viðskiptavinir eftir aukinni þjónustu á þeim vettvangi. Áherslubreytingum í þjónustu er ætlað að svara þessu kalli.“ Haft er eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS, að nýlega hafi verið mótuð stefna þar sem áhersla var lögð á að VÍS yrði stafrænt þjónustufyrirtæki. „Breytingarnar sem við gerum núna eru í takt við þá sýn og er ætlað samræma þjónustuna okkar og laga hana enn betur að þörfum viðskiptavina sem vilja einföld, flækjulaus og skilvirk tryggingaviðskipti.“ „Við sjáum skýr merki um að viðskiptavinir okkar vilja í síauknum mæli nota stafrænar leiðir til að eiga við okkur samskipti. Okkar trú er að sú eftirspurn fari vaxandi og kjarninn í okkar vegferð næstu misseri verður efla þjónustuna okkar á því sviði.“
Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira