Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2018 13:54 VÍS stefnir á að sameina og loka útibúum. Vísir/Anton Vátryggingafélag Íslands mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki - „í samræmi við framtíðarsýn sína um að verða stafrænt þjónustufyrirtæki.“ Alls munu þrír starfsmenn missa vinnuna auk þess sem þrettán verktakasamningum verður sagt upp. Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja fyrirkomulag þjónustu „þannig að aukin áhersla verði lögð á stafrænar lausnir.“ Breytingarnar munu taka gildi 1. október en þær fela meðal annars í sér að loka átta skrifstofum, þar af verða sex sameinaðar öðrum. Á vef Fréttablaðsins segir að VÍS muni eftir breytingarnar ekki lengur reka útibú á Húsavík, Akranesi, Borgarnesi, Reyðarfirði, Hvolsvelli og í Keflavík. Starfsfólki þessara útibúa bauðst starf í nýjum, sameinuðu útibúum á Akureyri, Selfossi og í Reykjavík. Í einhverjum tilfellum gafst fólki einnig færi á að starfa að heiman. Þá verður jafnframt skrifstofum VÍS á Höfn og í Vestmannaeyjum lokað. Þar munu samanlagt tveir starfsmenn missa vinnuna. Samhliða breytingunum mun VÍS hætta að skipta landinu upp í umdæmi. Við það verður ekki lengur þörf á þremur umdæmisstjórum. Tveir munu halda í önnur störf innan VÍS en sá þriðji hættir störfum. Þrettán verktökum á vegum VÍS, svokallaðir umboðsmenn, verður að sama skapi sagt upp. Í tilkynningu á vef VÍS segir að breytingarnar séu ekki síst tilkomnar vegna áherslu viðskiptavina á aukna stafræna þjónustu. „Samskipti við viðskiptavini fara í síauknum mæli fram í gegnum net og síma og samkvæmt þjónustukönnunum kalla viðskiptavinir eftir aukinni þjónustu á þeim vettvangi. Áherslubreytingum í þjónustu er ætlað að svara þessu kalli.“ Haft er eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS, að nýlega hafi verið mótuð stefna þar sem áhersla var lögð á að VÍS yrði stafrænt þjónustufyrirtæki. „Breytingarnar sem við gerum núna eru í takt við þá sýn og er ætlað samræma þjónustuna okkar og laga hana enn betur að þörfum viðskiptavina sem vilja einföld, flækjulaus og skilvirk tryggingaviðskipti.“ „Við sjáum skýr merki um að viðskiptavinir okkar vilja í síauknum mæli nota stafrænar leiðir til að eiga við okkur samskipti. Okkar trú er að sú eftirspurn fari vaxandi og kjarninn í okkar vegferð næstu misseri verður efla þjónustuna okkar á því sviði.“ Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Vátryggingafélag Íslands mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki - „í samræmi við framtíðarsýn sína um að verða stafrænt þjónustufyrirtæki.“ Alls munu þrír starfsmenn missa vinnuna auk þess sem þrettán verktakasamningum verður sagt upp. Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja fyrirkomulag þjónustu „þannig að aukin áhersla verði lögð á stafrænar lausnir.“ Breytingarnar munu taka gildi 1. október en þær fela meðal annars í sér að loka átta skrifstofum, þar af verða sex sameinaðar öðrum. Á vef Fréttablaðsins segir að VÍS muni eftir breytingarnar ekki lengur reka útibú á Húsavík, Akranesi, Borgarnesi, Reyðarfirði, Hvolsvelli og í Keflavík. Starfsfólki þessara útibúa bauðst starf í nýjum, sameinuðu útibúum á Akureyri, Selfossi og í Reykjavík. Í einhverjum tilfellum gafst fólki einnig færi á að starfa að heiman. Þá verður jafnframt skrifstofum VÍS á Höfn og í Vestmannaeyjum lokað. Þar munu samanlagt tveir starfsmenn missa vinnuna. Samhliða breytingunum mun VÍS hætta að skipta landinu upp í umdæmi. Við það verður ekki lengur þörf á þremur umdæmisstjórum. Tveir munu halda í önnur störf innan VÍS en sá þriðji hættir störfum. Þrettán verktökum á vegum VÍS, svokallaðir umboðsmenn, verður að sama skapi sagt upp. Í tilkynningu á vef VÍS segir að breytingarnar séu ekki síst tilkomnar vegna áherslu viðskiptavina á aukna stafræna þjónustu. „Samskipti við viðskiptavini fara í síauknum mæli fram í gegnum net og síma og samkvæmt þjónustukönnunum kalla viðskiptavinir eftir aukinni þjónustu á þeim vettvangi. Áherslubreytingum í þjónustu er ætlað að svara þessu kalli.“ Haft er eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS, að nýlega hafi verið mótuð stefna þar sem áhersla var lögð á að VÍS yrði stafrænt þjónustufyrirtæki. „Breytingarnar sem við gerum núna eru í takt við þá sýn og er ætlað samræma þjónustuna okkar og laga hana enn betur að þörfum viðskiptavina sem vilja einföld, flækjulaus og skilvirk tryggingaviðskipti.“ „Við sjáum skýr merki um að viðskiptavinir okkar vilja í síauknum mæli nota stafrænar leiðir til að eiga við okkur samskipti. Okkar trú er að sú eftirspurn fari vaxandi og kjarninn í okkar vegferð næstu misseri verður efla þjónustuna okkar á því sviði.“
Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira