Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2018 13:54 VÍS stefnir á að sameina og loka útibúum. Vísir/Anton Vátryggingafélag Íslands mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki - „í samræmi við framtíðarsýn sína um að verða stafrænt þjónustufyrirtæki.“ Alls munu þrír starfsmenn missa vinnuna auk þess sem þrettán verktakasamningum verður sagt upp. Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja fyrirkomulag þjónustu „þannig að aukin áhersla verði lögð á stafrænar lausnir.“ Breytingarnar munu taka gildi 1. október en þær fela meðal annars í sér að loka átta skrifstofum, þar af verða sex sameinaðar öðrum. Á vef Fréttablaðsins segir að VÍS muni eftir breytingarnar ekki lengur reka útibú á Húsavík, Akranesi, Borgarnesi, Reyðarfirði, Hvolsvelli og í Keflavík. Starfsfólki þessara útibúa bauðst starf í nýjum, sameinuðu útibúum á Akureyri, Selfossi og í Reykjavík. Í einhverjum tilfellum gafst fólki einnig færi á að starfa að heiman. Þá verður jafnframt skrifstofum VÍS á Höfn og í Vestmannaeyjum lokað. Þar munu samanlagt tveir starfsmenn missa vinnuna. Samhliða breytingunum mun VÍS hætta að skipta landinu upp í umdæmi. Við það verður ekki lengur þörf á þremur umdæmisstjórum. Tveir munu halda í önnur störf innan VÍS en sá þriðji hættir störfum. Þrettán verktökum á vegum VÍS, svokallaðir umboðsmenn, verður að sama skapi sagt upp. Í tilkynningu á vef VÍS segir að breytingarnar séu ekki síst tilkomnar vegna áherslu viðskiptavina á aukna stafræna þjónustu. „Samskipti við viðskiptavini fara í síauknum mæli fram í gegnum net og síma og samkvæmt þjónustukönnunum kalla viðskiptavinir eftir aukinni þjónustu á þeim vettvangi. Áherslubreytingum í þjónustu er ætlað að svara þessu kalli.“ Haft er eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS, að nýlega hafi verið mótuð stefna þar sem áhersla var lögð á að VÍS yrði stafrænt þjónustufyrirtæki. „Breytingarnar sem við gerum núna eru í takt við þá sýn og er ætlað samræma þjónustuna okkar og laga hana enn betur að þörfum viðskiptavina sem vilja einföld, flækjulaus og skilvirk tryggingaviðskipti.“ „Við sjáum skýr merki um að viðskiptavinir okkar vilja í síauknum mæli nota stafrænar leiðir til að eiga við okkur samskipti. Okkar trú er að sú eftirspurn fari vaxandi og kjarninn í okkar vegferð næstu misseri verður efla þjónustuna okkar á því sviði.“ Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Vátryggingafélag Íslands mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki - „í samræmi við framtíðarsýn sína um að verða stafrænt þjónustufyrirtæki.“ Alls munu þrír starfsmenn missa vinnuna auk þess sem þrettán verktakasamningum verður sagt upp. Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja fyrirkomulag þjónustu „þannig að aukin áhersla verði lögð á stafrænar lausnir.“ Breytingarnar munu taka gildi 1. október en þær fela meðal annars í sér að loka átta skrifstofum, þar af verða sex sameinaðar öðrum. Á vef Fréttablaðsins segir að VÍS muni eftir breytingarnar ekki lengur reka útibú á Húsavík, Akranesi, Borgarnesi, Reyðarfirði, Hvolsvelli og í Keflavík. Starfsfólki þessara útibúa bauðst starf í nýjum, sameinuðu útibúum á Akureyri, Selfossi og í Reykjavík. Í einhverjum tilfellum gafst fólki einnig færi á að starfa að heiman. Þá verður jafnframt skrifstofum VÍS á Höfn og í Vestmannaeyjum lokað. Þar munu samanlagt tveir starfsmenn missa vinnuna. Samhliða breytingunum mun VÍS hætta að skipta landinu upp í umdæmi. Við það verður ekki lengur þörf á þremur umdæmisstjórum. Tveir munu halda í önnur störf innan VÍS en sá þriðji hættir störfum. Þrettán verktökum á vegum VÍS, svokallaðir umboðsmenn, verður að sama skapi sagt upp. Í tilkynningu á vef VÍS segir að breytingarnar séu ekki síst tilkomnar vegna áherslu viðskiptavina á aukna stafræna þjónustu. „Samskipti við viðskiptavini fara í síauknum mæli fram í gegnum net og síma og samkvæmt þjónustukönnunum kalla viðskiptavinir eftir aukinni þjónustu á þeim vettvangi. Áherslubreytingum í þjónustu er ætlað að svara þessu kalli.“ Haft er eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS, að nýlega hafi verið mótuð stefna þar sem áhersla var lögð á að VÍS yrði stafrænt þjónustufyrirtæki. „Breytingarnar sem við gerum núna eru í takt við þá sýn og er ætlað samræma þjónustuna okkar og laga hana enn betur að þörfum viðskiptavina sem vilja einföld, flækjulaus og skilvirk tryggingaviðskipti.“ „Við sjáum skýr merki um að viðskiptavinir okkar vilja í síauknum mæli nota stafrænar leiðir til að eiga við okkur samskipti. Okkar trú er að sú eftirspurn fari vaxandi og kjarninn í okkar vegferð næstu misseri verður efla þjónustuna okkar á því sviði.“
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun