Stór íshellir settur upp í Perlunni næsta sumar Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. janúar 2017 07:00 Maria Piacente Lord og Hringur Hafsteinsson taka þátt í því að setja sýninguna upp. vísir/vilhelm „Það skiptir okkur mjög miklu máli að þessi sýning hafi vísindalegan trúverðugleika. Þess vegna erum við með vísindaráðgjafaráð sem er skipað bestu vísindamönnum frá Háskóla Íslands og víðar að. Þeir veita okkur ráðgjöf og taka þátt í að þróa sýninguna þannig að við höfum vísindalegan trúverðugleika og að gestir sýningarinnar geti treyst því sem þeim er sagt á sýningunni,“ segir Maria Piacente Lord, aðstoðarforstjóri LORD Cultural Resources. Það er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að setja upp söfn og sýningar. Fyrirtækið vinnur að því, ásamt margmiðlunarfyrirtækinu Gagarín, að setja upp náttúrusýningu í Perlunni fyrir einkahlutafélagið Perlu norðursins, sem mun reka sýninguna. Ráðgert er að fyrsti hluti sýningarinnar, jöklasýningin, verði opnuð næsta sumar. Þar verður 70 metra langur manngerður íshellir. Síðar meir verður búinn til náttúrulegur íshellir sem verður gerður með aðstoð sérfræðinga frá Svíþjóð og Hollandi, sem hafa unnið á íshótelum í Lapplandi. Á annarri hæð verður margmiðlunarsýning. „Það má kannski líta á þetta sem einhvers konar anddyri að landinu. Þarna á að vera mjög öflugur þverskurður af því sem hægt er að bjóða á landinu öllu,“ segir Hringur Hafsteinsson, listrænn stjórnandi hjá Gagarín. Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Perlu norðursins, segir að sýningin verði stærsta afþreying á Íslandi og fjárfestingin verði sú mesta í afþreyingu hér á landi hingað til. Fjárfesting í sýningartækjum verði 1,5 milljarðar króna, en heildarfjárfesting með framkvæmdum í húsinu verði um þrír milljarðar. Agnes bendir á að Perlan sé orðin 25 ára gömul og lítið hafi verið gert fyrir húsið á þeim tíma. Hún segir að auk sýningarinnar verði rekinn veitingastaður og kaffihús á vegum Kaffitárs. Perlan hefur verið lokuð gestum síðustu daga á meðan þeir rekstraraðilar sem hafa verið í húsinu tæma það. Nýir rekstraraðilar munu taka við lyklavöldum 12. janúar og ætla að opna þá fljótlega. Agnes Gunnarsdóttir segir að strax í janúar byrji rekstraraðilar að vera með móttöku fyrir Íslendinga og ferðaþjónustuaðila þar sem þeir geti fengið kynningu á verkefninu. Slík kynning verði hálfsmánaðarlega.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
„Það skiptir okkur mjög miklu máli að þessi sýning hafi vísindalegan trúverðugleika. Þess vegna erum við með vísindaráðgjafaráð sem er skipað bestu vísindamönnum frá Háskóla Íslands og víðar að. Þeir veita okkur ráðgjöf og taka þátt í að þróa sýninguna þannig að við höfum vísindalegan trúverðugleika og að gestir sýningarinnar geti treyst því sem þeim er sagt á sýningunni,“ segir Maria Piacente Lord, aðstoðarforstjóri LORD Cultural Resources. Það er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að setja upp söfn og sýningar. Fyrirtækið vinnur að því, ásamt margmiðlunarfyrirtækinu Gagarín, að setja upp náttúrusýningu í Perlunni fyrir einkahlutafélagið Perlu norðursins, sem mun reka sýninguna. Ráðgert er að fyrsti hluti sýningarinnar, jöklasýningin, verði opnuð næsta sumar. Þar verður 70 metra langur manngerður íshellir. Síðar meir verður búinn til náttúrulegur íshellir sem verður gerður með aðstoð sérfræðinga frá Svíþjóð og Hollandi, sem hafa unnið á íshótelum í Lapplandi. Á annarri hæð verður margmiðlunarsýning. „Það má kannski líta á þetta sem einhvers konar anddyri að landinu. Þarna á að vera mjög öflugur þverskurður af því sem hægt er að bjóða á landinu öllu,“ segir Hringur Hafsteinsson, listrænn stjórnandi hjá Gagarín. Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Perlu norðursins, segir að sýningin verði stærsta afþreying á Íslandi og fjárfestingin verði sú mesta í afþreyingu hér á landi hingað til. Fjárfesting í sýningartækjum verði 1,5 milljarðar króna, en heildarfjárfesting með framkvæmdum í húsinu verði um þrír milljarðar. Agnes bendir á að Perlan sé orðin 25 ára gömul og lítið hafi verið gert fyrir húsið á þeim tíma. Hún segir að auk sýningarinnar verði rekinn veitingastaður og kaffihús á vegum Kaffitárs. Perlan hefur verið lokuð gestum síðustu daga á meðan þeir rekstraraðilar sem hafa verið í húsinu tæma það. Nýir rekstraraðilar munu taka við lyklavöldum 12. janúar og ætla að opna þá fljótlega. Agnes Gunnarsdóttir segir að strax í janúar byrji rekstraraðilar að vera með móttöku fyrir Íslendinga og ferðaþjónustuaðila þar sem þeir geti fengið kynningu á verkefninu. Slík kynning verði hálfsmánaðarlega.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira