Vandratað einstigi Stjórnarmaðurinn skrifar 14. maí 2017 11:00 Túristabólan á Íslandi virðist engan enda ætla að taka. Ríflega tvær milljónir ferðamanna koma til landsins á þessu ári og þeim hefur nú fjölgað um fjórðung eða svo ár frá ári. Í sjálfu sér er ekkert sem segir að þeim geti ekki fjölgað allverulega til viðbótar. Ísland er stórt land og hér búa fáir. Til að mynda koma um sex milljónir túrista til Kaupmannahafnar á ári hverju. Ljóst er að á Íslandi fengju sex milljónir ferðamanna meira pláss til að athafna sig en í þrengslunum í Kaupmannahöfn. Allt eins líklegt er því að þessi mikla aukning geti haldið áfram í talsverðan tíma áður en hápunktinum verður náð. Ekki er verið að benda á nein ný sannindi þegar sagt er að ljóst er að aðstaða og umbúnaður ferðamanna hér á landi eigi nokkuð í land. Við hverju öðru er annars að búast þegar ferðamannfjöldi hefur allt að því sjöfaldast frá aldamótunum síðustu? Enginn hafði slíka framsýni að stinga upp á því að búið yrði í haginn fyrir þennan mikla mannfjölda. Stjórnvöldum er því nokkur vorkunn að standa frammi fyrir þessu risavaxna verkefni. Þar er ekki einungis hægt að benda á framtaksleysi. Hins vegar er raunveruleg hætta á að Ísland verði minnisvarði um land sem fékk of margar heimsóknir á of skömmum tíma. Fyrirætlanir um einhvers konar ferðamannaskúr við Seljalandsfoss eru gott dæmi um mistök sem þarf að forðast. Fólk kemur hingað til að njóta óspilltrar náttúru. Allar viðbætur þurfa að taka mið af því og falla inn í umhverfið. Annars skemmist einfaldlega upplifunin. Ferðamannaflaumurinn, og tilheyrandi gjaldeyrisstraumur, hefur líka þá hliðarverkan að íslenska krónan hefur styrkst upp úr öllu valdi. Fyrir Breta sem hingað kemur hefur verð hækkað um tæplega fjörutíu prósent á einu ári – hamborgari á veitingastað sem fyrir ári kostaði tíu pund og þótti dýr, kostar nú 14 pund og þykir svo dýr að ekki er hægt að réttlæta kaupin. Þeir sem greiða með evrum eða dollurum eru litlu betur settir. Það þarf ekki mikið meira til svo fólk hætti einfaldlega að koma. Verðlag, styrkur gjaldmiðilsins og hættan á því að túristarnir fái einfaldlega nóg eru allt raunverulegar hættur sem steðja að íslenskum ferðamannaiðnaði. Við þurfum að bregðast við áður en í óefni er komið. Í þeim efnum þarf pólitíska forystu. Hins unga og efnilega ferðamálaráðherra bíður ærið verkefni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Túristabólan á Íslandi virðist engan enda ætla að taka. Ríflega tvær milljónir ferðamanna koma til landsins á þessu ári og þeim hefur nú fjölgað um fjórðung eða svo ár frá ári. Í sjálfu sér er ekkert sem segir að þeim geti ekki fjölgað allverulega til viðbótar. Ísland er stórt land og hér búa fáir. Til að mynda koma um sex milljónir túrista til Kaupmannahafnar á ári hverju. Ljóst er að á Íslandi fengju sex milljónir ferðamanna meira pláss til að athafna sig en í þrengslunum í Kaupmannahöfn. Allt eins líklegt er því að þessi mikla aukning geti haldið áfram í talsverðan tíma áður en hápunktinum verður náð. Ekki er verið að benda á nein ný sannindi þegar sagt er að ljóst er að aðstaða og umbúnaður ferðamanna hér á landi eigi nokkuð í land. Við hverju öðru er annars að búast þegar ferðamannfjöldi hefur allt að því sjöfaldast frá aldamótunum síðustu? Enginn hafði slíka framsýni að stinga upp á því að búið yrði í haginn fyrir þennan mikla mannfjölda. Stjórnvöldum er því nokkur vorkunn að standa frammi fyrir þessu risavaxna verkefni. Þar er ekki einungis hægt að benda á framtaksleysi. Hins vegar er raunveruleg hætta á að Ísland verði minnisvarði um land sem fékk of margar heimsóknir á of skömmum tíma. Fyrirætlanir um einhvers konar ferðamannaskúr við Seljalandsfoss eru gott dæmi um mistök sem þarf að forðast. Fólk kemur hingað til að njóta óspilltrar náttúru. Allar viðbætur þurfa að taka mið af því og falla inn í umhverfið. Annars skemmist einfaldlega upplifunin. Ferðamannaflaumurinn, og tilheyrandi gjaldeyrisstraumur, hefur líka þá hliðarverkan að íslenska krónan hefur styrkst upp úr öllu valdi. Fyrir Breta sem hingað kemur hefur verð hækkað um tæplega fjörutíu prósent á einu ári – hamborgari á veitingastað sem fyrir ári kostaði tíu pund og þótti dýr, kostar nú 14 pund og þykir svo dýr að ekki er hægt að réttlæta kaupin. Þeir sem greiða með evrum eða dollurum eru litlu betur settir. Það þarf ekki mikið meira til svo fólk hætti einfaldlega að koma. Verðlag, styrkur gjaldmiðilsins og hættan á því að túristarnir fái einfaldlega nóg eru allt raunverulegar hættur sem steðja að íslenskum ferðamannaiðnaði. Við þurfum að bregðast við áður en í óefni er komið. Í þeim efnum þarf pólitíska forystu. Hins unga og efnilega ferðamálaráðherra bíður ærið verkefni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira