Raddlausar konur Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2017 07:00 Ég horfði á kvikmyndastiklu um daginn. Myndin fjallar um reffilegt gengi ofurhetja og hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu. Ég skemmti mér vel við áhorfið. Hetjurnar börðust djarflega, tæknibrellurnar voru glæsilegar og af og til var meira að segja skotið inn brandara. En svo tók reyndar bara ein kona til máls. Ein kona og fimm karlar. Það er nefnilega svolítið merkilegt, þetta varðandi skemmtiefnið sem framleitt er fyrir okkur. Miðað við sögurnar sem valið er að segja og tilhögun á hlutverkaskipan mætti ætla að mannkynið skiptist u.þ.b. eins og í umræddri stiklu: ein kona á hverja fimm karlmenn. Mér fannst þetta fram úr hófi sárt þegar ég var barn. Í teiknimyndum, sem ekki voru stílaðar sérstaklega á stelpur, var ömurlega oft farið með kyn mitt eins og einhvers konar persónu- eða útlitseinkenni. Einn var rauðhærður, einn var bókhneigður, einn var hugrakkur leiðtogi og einn var stelpa. En svo er þetta eiginlega ekkert minna sárt núna. Konur fá of sjaldan rödd í skemmtiefni sem höfða á til allra. Bókstaflega. Manni finnst næstum því skrýtið þegar tvær konur ræða saman í kvikmynd. Og sömu sögu er að segja þegar kemur að hlutverkum sem þarfnast ekki einu sinni raddar. Hinir þöglu, hversdagslegu og hlutlausu ? lögreglumenn, húsverðir, yfirmenn, gangandi vegfarendur eru í flestum tilvikum karlar. Þeir eru normið, konur eru frávik. Ég held samt að nú séu umrótstímar. Stelpur eru í auknum mæli að hrifsa til sín orðið og þær fá sífellt sterkari hljómgrunn. Við erum nefnilega langþreyttar á því að vera undantekning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Ég horfði á kvikmyndastiklu um daginn. Myndin fjallar um reffilegt gengi ofurhetja og hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu. Ég skemmti mér vel við áhorfið. Hetjurnar börðust djarflega, tæknibrellurnar voru glæsilegar og af og til var meira að segja skotið inn brandara. En svo tók reyndar bara ein kona til máls. Ein kona og fimm karlar. Það er nefnilega svolítið merkilegt, þetta varðandi skemmtiefnið sem framleitt er fyrir okkur. Miðað við sögurnar sem valið er að segja og tilhögun á hlutverkaskipan mætti ætla að mannkynið skiptist u.þ.b. eins og í umræddri stiklu: ein kona á hverja fimm karlmenn. Mér fannst þetta fram úr hófi sárt þegar ég var barn. Í teiknimyndum, sem ekki voru stílaðar sérstaklega á stelpur, var ömurlega oft farið með kyn mitt eins og einhvers konar persónu- eða útlitseinkenni. Einn var rauðhærður, einn var bókhneigður, einn var hugrakkur leiðtogi og einn var stelpa. En svo er þetta eiginlega ekkert minna sárt núna. Konur fá of sjaldan rödd í skemmtiefni sem höfða á til allra. Bókstaflega. Manni finnst næstum því skrýtið þegar tvær konur ræða saman í kvikmynd. Og sömu sögu er að segja þegar kemur að hlutverkum sem þarfnast ekki einu sinni raddar. Hinir þöglu, hversdagslegu og hlutlausu ? lögreglumenn, húsverðir, yfirmenn, gangandi vegfarendur eru í flestum tilvikum karlar. Þeir eru normið, konur eru frávik. Ég held samt að nú séu umrótstímar. Stelpur eru í auknum mæli að hrifsa til sín orðið og þær fá sífellt sterkari hljómgrunn. Við erum nefnilega langþreyttar á því að vera undantekning.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun