Hagnaður Krónunnar jókst um 18 prósent og nam 843 millljónum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. júlí 2017 08:30 Festi rekur meðal annars sautján verslanir undir merkjum Krónunnar. Vísir/Ernir Hlutafélagið Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko, skilaði rúmlega 2,1 milljarðs króna hagnaði á tímabilinu 1. mars 2016 til 28. febrúar 2017. Jókst hagnaður félagsins um 42 prósent á milli ára. Alls seldi félagið, sem er næst stærsta smásölufélag landsins, vörur fyrir 39,4 milljarða króna á tímabilinu, samanborið við 35,7 milljarða króna árið áður, og var framlegðin 20,4 prósent, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins námu eignir þess 39,3 milljörðum króna í lok febrúarmánaðar og var eiginfjárhlutfallið 38,6 prósent. Jukust eignirnar um 5,2 prósent á milli ára. Hagnaður dótturfélagsins Krónunnar ehf., sem rekur verslanir um allt land undir merkjum Krónunnar og Kjarvals, nam 843 milljónum króna á tímabilinu og jókst um rúm átján prósent á milli ára. Matvörukeðjan seldi vörur fyrir 28 milljarða króna og jókst salan um sjö prósent frá síðasta rekstrarári. Var framlegðin um nítján prósent. Eignir Krónunnar jukust um tæp ellefu prósent á milli ára og námu um 5,3 milljörðum króna í lok febrúar. Hagnaður raftækjaverslunarinnar Elko dróst nokkuð saman á síðasta ári. Verslunin hagnaðist um 533,7 milljónir á síðasta rekstrarári samanborið við 569 milljónir á rekstrartímabili þarsíðasta árs. Vörusalan jókst um 13,6 prósent á milli ára en á móti vógu meðal annars laun og launatengd gjöld, sem hækkuðu um sextán prósent, og annar rekstrarkostnaður. Framlegðin var 22,9 prósent á tímabilinu. Eignir verslunarinnar námu tæpum tveimur milljörðum í lok febrúarmánaðar og var eiginfjárhlutfallið þá 29 prósent. Annað dótturfélag Festar, félagið ISP á Íslandi, sem rekur verslun Intersport á Bíldshöfða, tapaði 14,6 milljónum króna á síðasta rekstrarári. Eins og kunnugt er hafa stjórnendur Festar ákveðið að loka versluninni frá og með 31. júlí næstkomandi. Félagið tapaði 8,9 milljónum króna á þarsíðasta rekstrartímabili og jókst tapið því um tæpar sex milljónir á milli ára. Var bókfært eigið fé félagsins neikvætt um 24,2 milljónir króna í lok febrúar. Þá rúmlega fjórfaldaðist hagnaður fasteignafélags Festar, Festi fasteignir ehf., á síðasta rekstrartímabili. Nam hann um einum milljarði króna á tímabilinu, en eignir félagsins voru um 15,2 milljarðar króna í lok febrúarmánaðar. Festi á sautján fasteignir sem eru annaðhvort í leigu hjá verslunum félagsins eða þriðja aðila. Heildarstærð fasteignanna er um 71.500 fermetrar.Greint var frá því í síðasta mánuði að olíufélagið N1 hefði í hyggju að festa kaup á öllu hlutafé í Festi. Er heildarvirði Festar metið á 37,9 milljarða króna í viðskiptunum. Festi er í eigu SFV slhf. og eru hluthafar um þrjátíu talsins. Stærsti hluthafinn er framtakssjóðurinn SÍA II, í rekstri eignastýringarfélagsins Stefnis, en eftir umrædd kaup verður sjóðurinn fjórði stærsti hluthafi í N1 með rúmlega átta prósenta hlut. Lífeyrissjóðir, ásamt Arion banka og VÍS, eru í hópi stærstu hluthafa sjóðsins.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Hlutafélagið Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko, skilaði rúmlega 2,1 milljarðs króna hagnaði á tímabilinu 1. mars 2016 til 28. febrúar 2017. Jókst hagnaður félagsins um 42 prósent á milli ára. Alls seldi félagið, sem er næst stærsta smásölufélag landsins, vörur fyrir 39,4 milljarða króna á tímabilinu, samanborið við 35,7 milljarða króna árið áður, og var framlegðin 20,4 prósent, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins námu eignir þess 39,3 milljörðum króna í lok febrúarmánaðar og var eiginfjárhlutfallið 38,6 prósent. Jukust eignirnar um 5,2 prósent á milli ára. Hagnaður dótturfélagsins Krónunnar ehf., sem rekur verslanir um allt land undir merkjum Krónunnar og Kjarvals, nam 843 milljónum króna á tímabilinu og jókst um rúm átján prósent á milli ára. Matvörukeðjan seldi vörur fyrir 28 milljarða króna og jókst salan um sjö prósent frá síðasta rekstrarári. Var framlegðin um nítján prósent. Eignir Krónunnar jukust um tæp ellefu prósent á milli ára og námu um 5,3 milljörðum króna í lok febrúar. Hagnaður raftækjaverslunarinnar Elko dróst nokkuð saman á síðasta ári. Verslunin hagnaðist um 533,7 milljónir á síðasta rekstrarári samanborið við 569 milljónir á rekstrartímabili þarsíðasta árs. Vörusalan jókst um 13,6 prósent á milli ára en á móti vógu meðal annars laun og launatengd gjöld, sem hækkuðu um sextán prósent, og annar rekstrarkostnaður. Framlegðin var 22,9 prósent á tímabilinu. Eignir verslunarinnar námu tæpum tveimur milljörðum í lok febrúarmánaðar og var eiginfjárhlutfallið þá 29 prósent. Annað dótturfélag Festar, félagið ISP á Íslandi, sem rekur verslun Intersport á Bíldshöfða, tapaði 14,6 milljónum króna á síðasta rekstrarári. Eins og kunnugt er hafa stjórnendur Festar ákveðið að loka versluninni frá og með 31. júlí næstkomandi. Félagið tapaði 8,9 milljónum króna á þarsíðasta rekstrartímabili og jókst tapið því um tæpar sex milljónir á milli ára. Var bókfært eigið fé félagsins neikvætt um 24,2 milljónir króna í lok febrúar. Þá rúmlega fjórfaldaðist hagnaður fasteignafélags Festar, Festi fasteignir ehf., á síðasta rekstrartímabili. Nam hann um einum milljarði króna á tímabilinu, en eignir félagsins voru um 15,2 milljarðar króna í lok febrúarmánaðar. Festi á sautján fasteignir sem eru annaðhvort í leigu hjá verslunum félagsins eða þriðja aðila. Heildarstærð fasteignanna er um 71.500 fermetrar.Greint var frá því í síðasta mánuði að olíufélagið N1 hefði í hyggju að festa kaup á öllu hlutafé í Festi. Er heildarvirði Festar metið á 37,9 milljarða króna í viðskiptunum. Festi er í eigu SFV slhf. og eru hluthafar um þrjátíu talsins. Stærsti hluthafinn er framtakssjóðurinn SÍA II, í rekstri eignastýringarfélagsins Stefnis, en eftir umrædd kaup verður sjóðurinn fjórði stærsti hluthafi í N1 með rúmlega átta prósenta hlut. Lífeyrissjóðir, ásamt Arion banka og VÍS, eru í hópi stærstu hluthafa sjóðsins.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira