Valitor kaupir Chip & PIN Solutions Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2017 12:06 Viðar Þorkelsson er forstjóri Valitor. Valitor Valitor hefur gengið frá kaupum á breska fyrirtækinu Chip & PIN Solutions sem starfar á sviði kortatengdra greiðslumiðlunarlausna. Í tilkynningu frá Valitor kemur fram að einungis tveir mánuðir séu liðnir síðan Valitor festi kaup á öðru bresku greiðslumiðlunarfyrirtæki, IPS LTD. „Kaupin á Chip & PIN Solutions breikka til muna þann viðskiptavinahóp Valitor í Bretlandi sem fyrirtækið þjónar milliliðalaust. Hinir 7.000 nýju viðskiptavinir, sem nú bætast við í gegnum Chip & PIN Solutions, munu njóta ávinnings af sérhæfðum vörum fyrir kaupmenn, s.s. Mii-Promo vildarkerfisins sem Markadis, dótturfélag Valitor, býður upp á. Í kjölfar kaupanna munu allir viðskiptavinir Valitor og Chip & PIN Solutions eiga kost á samhæfðri og straumlínulagaðri greiðslumiðlunarþjónustu eins og sama aðilans á sviði netverslunar, snjallsímaverslunar og verslunar á sölustað,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Viðari Þorkelssyni, forstjóra Valitor, að kaupin á Chip & PIN Solutions séu strategískt mjög þýðingarmikil fyrir Valitor. „Þau sýna svart á hvítu að við erum staðráðin í að sækja fram af krafti á þessum lykilmarkaði. Chip & PIN Solutions hafa getið sér gott orð fyrir vandaða þjónustu við fjölmennan hóp viðskiptavina en innan þeirra raða eru skrásett FTSE 500 félög. Með öflugt teymi starfsmanna er okkur ekkert að vanbúnaði að styrkja markaðshlutdeild okkar og samkeppnishæfni enn frekar á breska markaðnum. Þar skiptir líka verulegu máli að í árslok 2016 veitti fjármálaeftirlitið í Bretlandi Valitor svokallað „E-Money licence“ þar í landi,” segir Viðar. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Valitor hefur gengið frá kaupum á breska fyrirtækinu Chip & PIN Solutions sem starfar á sviði kortatengdra greiðslumiðlunarlausna. Í tilkynningu frá Valitor kemur fram að einungis tveir mánuðir séu liðnir síðan Valitor festi kaup á öðru bresku greiðslumiðlunarfyrirtæki, IPS LTD. „Kaupin á Chip & PIN Solutions breikka til muna þann viðskiptavinahóp Valitor í Bretlandi sem fyrirtækið þjónar milliliðalaust. Hinir 7.000 nýju viðskiptavinir, sem nú bætast við í gegnum Chip & PIN Solutions, munu njóta ávinnings af sérhæfðum vörum fyrir kaupmenn, s.s. Mii-Promo vildarkerfisins sem Markadis, dótturfélag Valitor, býður upp á. Í kjölfar kaupanna munu allir viðskiptavinir Valitor og Chip & PIN Solutions eiga kost á samhæfðri og straumlínulagaðri greiðslumiðlunarþjónustu eins og sama aðilans á sviði netverslunar, snjallsímaverslunar og verslunar á sölustað,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Viðari Þorkelssyni, forstjóra Valitor, að kaupin á Chip & PIN Solutions séu strategískt mjög þýðingarmikil fyrir Valitor. „Þau sýna svart á hvítu að við erum staðráðin í að sækja fram af krafti á þessum lykilmarkaði. Chip & PIN Solutions hafa getið sér gott orð fyrir vandaða þjónustu við fjölmennan hóp viðskiptavina en innan þeirra raða eru skrásett FTSE 500 félög. Með öflugt teymi starfsmanna er okkur ekkert að vanbúnaði að styrkja markaðshlutdeild okkar og samkeppnishæfni enn frekar á breska markaðnum. Þar skiptir líka verulegu máli að í árslok 2016 veitti fjármálaeftirlitið í Bretlandi Valitor svokallað „E-Money licence“ þar í landi,” segir Viðar.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira