Ríkisstjórnin ætlar að stemma stigu við styrkingu krónunnar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. mars 2017 20:00 Ríkisstjórnin mun síðar í þessum mánuði kynna aðgerðir til að stemma stigu við styrkingu krónunnar. Fjármálaráðherra segir aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu meðal annars koma til skoðunar. Seðlabankastjóri segir að reynist aðgerðir ríkisstjórnarinnar trúverðugar, muni það geta skapað svigrúm til að lækka stýrivexti. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að íslensk útflutningsfyrirtæki væru komin að fótum fram vegna styrkingar krónunnar. Ríkisstjórnin hefur síðustu mánuði haft til skoðunar aðgerðir til að bregðast við þessari styrkingu. Við þá vinnu hefur meðal annars verið unnið á grundvelli niðurstaðna sérfræðihóps sem skilaði greinargerð um samkeppnishæfni þjóðarbúsins í ljósi styrkingar krónunnar til ráðherranefndar um efnahagsmál í byrjun febrúar. Í niðurstöðu hópsins segir um málefni ferðaþjónustunnar að ríkisstjórnin þurfi að taka skýra afstöðu til stýringar, skattlagningar og gjaldtöku.Aukin gjaldtaka í ferðaþjónustu til skoðunarBenedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu meðal annars til skoðunar. „Ég held að það sé gott fyrir greinina að það komi þá fram skýr afstaða um þessi mál. Það er eðlilegt að men skoði það,” segir Benedikt.Gólf á fjárfestingar lífeyrissjóða?Önnur leið til að stemma stigu við styrkingu krónunnar er að setja gólf á fjárfestingar lífeyrissjóða, þ.e. skikka þá með lögum til að fjárfesta ákveðinn hluta af eignum sínum erlendis en fjármálaráðherra segir þetta eina þeirra leiða sem er til skoðunar. „Ég hef rætt við forystumenn lífeyrissjóðanna núna í vikunni og þau eru alveg sammála mér um það að það sé æskilegt að auka erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna,” segir Benedikt. Í dag eru um 22 prósent af heildareignum lífeyrissjóða erlend. „Það má minna á það að það var skýrsla sem þeir gerðu Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson sem að lagði það til að fjárfestingarnar erlendis væru að minnsta kosti 40 prósent. Og ég held að það sé æskilegt að horfa til þess,” segir Benedikt.Aðgerðir kynntar í þessum mánuðiHann segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að stemma stigu við styrkingu krónunnar verði kynntar í þessum mánuði.Er ríkisstjórnin samkvæmt þessu að fara að fella gengi krónunnar? „Það er kannski ekki alveg það sama, að stemma stigu við styrkingu og að fella. Þetta er ekki þannig að men geti handstýrt genginu eins og var hægt fyrir einhverjum áratugum,” segir Benedikt.Gæti skapað svigrúm fyrir lægri vöxtumMár Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að trúverðugar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem stuðla að lækkun á gengi krónunnar, til að mynda varðandi ferðaþjónustuna og aga í ríkisfjármálum, gætu skipt sköpum. „Þá getur vel verið að það skapi svigrúm fyrir lægri vöxtum,” segir Már Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Ríkisstjórnin mun síðar í þessum mánuði kynna aðgerðir til að stemma stigu við styrkingu krónunnar. Fjármálaráðherra segir aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu meðal annars koma til skoðunar. Seðlabankastjóri segir að reynist aðgerðir ríkisstjórnarinnar trúverðugar, muni það geta skapað svigrúm til að lækka stýrivexti. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að íslensk útflutningsfyrirtæki væru komin að fótum fram vegna styrkingar krónunnar. Ríkisstjórnin hefur síðustu mánuði haft til skoðunar aðgerðir til að bregðast við þessari styrkingu. Við þá vinnu hefur meðal annars verið unnið á grundvelli niðurstaðna sérfræðihóps sem skilaði greinargerð um samkeppnishæfni þjóðarbúsins í ljósi styrkingar krónunnar til ráðherranefndar um efnahagsmál í byrjun febrúar. Í niðurstöðu hópsins segir um málefni ferðaþjónustunnar að ríkisstjórnin þurfi að taka skýra afstöðu til stýringar, skattlagningar og gjaldtöku.Aukin gjaldtaka í ferðaþjónustu til skoðunarBenedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu meðal annars til skoðunar. „Ég held að það sé gott fyrir greinina að það komi þá fram skýr afstaða um þessi mál. Það er eðlilegt að men skoði það,” segir Benedikt.Gólf á fjárfestingar lífeyrissjóða?Önnur leið til að stemma stigu við styrkingu krónunnar er að setja gólf á fjárfestingar lífeyrissjóða, þ.e. skikka þá með lögum til að fjárfesta ákveðinn hluta af eignum sínum erlendis en fjármálaráðherra segir þetta eina þeirra leiða sem er til skoðunar. „Ég hef rætt við forystumenn lífeyrissjóðanna núna í vikunni og þau eru alveg sammála mér um það að það sé æskilegt að auka erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna,” segir Benedikt. Í dag eru um 22 prósent af heildareignum lífeyrissjóða erlend. „Það má minna á það að það var skýrsla sem þeir gerðu Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson sem að lagði það til að fjárfestingarnar erlendis væru að minnsta kosti 40 prósent. Og ég held að það sé æskilegt að horfa til þess,” segir Benedikt.Aðgerðir kynntar í þessum mánuðiHann segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að stemma stigu við styrkingu krónunnar verði kynntar í þessum mánuði.Er ríkisstjórnin samkvæmt þessu að fara að fella gengi krónunnar? „Það er kannski ekki alveg það sama, að stemma stigu við styrkingu og að fella. Þetta er ekki þannig að men geti handstýrt genginu eins og var hægt fyrir einhverjum áratugum,” segir Benedikt.Gæti skapað svigrúm fyrir lægri vöxtumMár Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að trúverðugar aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem stuðla að lækkun á gengi krónunnar, til að mynda varðandi ferðaþjónustuna og aga í ríkisfjármálum, gætu skipt sköpum. „Þá getur vel verið að það skapi svigrúm fyrir lægri vöxtum,” segir Már
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira