Glöggt er gests augað Stjórnarmaðurinn skrifar 2. júlí 2017 15:20 Áhugavert var að sjá greiningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á íslenskum ferðamannaiðnaði. Sjóðurinn virðist einkum þakka íslensku ferðamannasprengjunni, eldgosinu í Eyjafjallajökli og þeirri miklu markaðssetningu sem fylgdi í kjölfarið. Síðan hafi komið til stórbættar flugsamgöngur en 28 flugfélög fljúga nú til landsins, og hefur fjöldi flugfélaga fjórfaldast á einungis örfáum árum. Með öðrum orðum. Ísland er orðið mun þekktara en áður, auðvelt er að komast hingað og verð á flugi samkeppnishæft. Athyglisvert var einnig að sjóðurinn tiltekur öryggi ferðamanna sem einn styrkleika íslenskrar ferðaþjónustu. Þeim sem hingað rata finnst þeir öruggir og hryðjuverkaógnin í Evrópu virðist fjarlæg. AGS telur þó að ákveðnar blikur séu á lofti. Þá allra helst styrkur krónunnar, en sjóðurinn segir að óumflýjanlegt sé að það hafi áhrif þegar gjaldmiðill styrkist jafn skarpt og krónan hefur gert. Blessunarlega telur AGS þó að ólíklegt sé að vöxtur undanfarinna ára gangi til baka, þótt vissulega muni um hægjast. Samkvæmt því er ferðamannaiðnaðurinn kominn til að vera sem ein aðalútflutningsgrein þjóðarinnar. Sjóðurinn nefnir að helstu áhættuþættir í ferðaþjónustu séu styrjaldir, grotnandi innviðir, yfirtroðningur ferðamannastaða og versnandi samkeppnishæfni. Ljóst er að hið síðastnefnda er raunveruleiki á Íslandi með yfirstyrkingu krónunnar. Framtíðarlausn í þeim efnum finnst varla nema með upptöku annars gjaldmiðils. Innviðir og yfirtroðningur ferðamannastaða er sömuleiðis eitthvað sem við ættum að vera vakandi yfir. Ef súmmera á upp niðurstöðu sjóðsins í nokkrum orðum má segja að staðan sé að stærstum hluta öfundsverð. Hins vegar þurfum við að vera vakandi fyrir hættum og forðast að fljóta sofandi að feigðarósi. Hér hefur mikið afrek unnist á undanförnum árum. Nú er tími til að taka næsta skref og verða þroskað ferðamannaland. Vert er að taka fullt tillit til athugasemda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þeirri vegferð.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Áhugavert var að sjá greiningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á íslenskum ferðamannaiðnaði. Sjóðurinn virðist einkum þakka íslensku ferðamannasprengjunni, eldgosinu í Eyjafjallajökli og þeirri miklu markaðssetningu sem fylgdi í kjölfarið. Síðan hafi komið til stórbættar flugsamgöngur en 28 flugfélög fljúga nú til landsins, og hefur fjöldi flugfélaga fjórfaldast á einungis örfáum árum. Með öðrum orðum. Ísland er orðið mun þekktara en áður, auðvelt er að komast hingað og verð á flugi samkeppnishæft. Athyglisvert var einnig að sjóðurinn tiltekur öryggi ferðamanna sem einn styrkleika íslenskrar ferðaþjónustu. Þeim sem hingað rata finnst þeir öruggir og hryðjuverkaógnin í Evrópu virðist fjarlæg. AGS telur þó að ákveðnar blikur séu á lofti. Þá allra helst styrkur krónunnar, en sjóðurinn segir að óumflýjanlegt sé að það hafi áhrif þegar gjaldmiðill styrkist jafn skarpt og krónan hefur gert. Blessunarlega telur AGS þó að ólíklegt sé að vöxtur undanfarinna ára gangi til baka, þótt vissulega muni um hægjast. Samkvæmt því er ferðamannaiðnaðurinn kominn til að vera sem ein aðalútflutningsgrein þjóðarinnar. Sjóðurinn nefnir að helstu áhættuþættir í ferðaþjónustu séu styrjaldir, grotnandi innviðir, yfirtroðningur ferðamannastaða og versnandi samkeppnishæfni. Ljóst er að hið síðastnefnda er raunveruleiki á Íslandi með yfirstyrkingu krónunnar. Framtíðarlausn í þeim efnum finnst varla nema með upptöku annars gjaldmiðils. Innviðir og yfirtroðningur ferðamannastaða er sömuleiðis eitthvað sem við ættum að vera vakandi yfir. Ef súmmera á upp niðurstöðu sjóðsins í nokkrum orðum má segja að staðan sé að stærstum hluta öfundsverð. Hins vegar þurfum við að vera vakandi fyrir hættum og forðast að fljóta sofandi að feigðarósi. Hér hefur mikið afrek unnist á undanförnum árum. Nú er tími til að taka næsta skref og verða þroskað ferðamannaland. Vert er að taka fullt tillit til athugasemda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þeirri vegferð.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira