Glöggt er gests augað Stjórnarmaðurinn skrifar 2. júlí 2017 15:20 Áhugavert var að sjá greiningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á íslenskum ferðamannaiðnaði. Sjóðurinn virðist einkum þakka íslensku ferðamannasprengjunni, eldgosinu í Eyjafjallajökli og þeirri miklu markaðssetningu sem fylgdi í kjölfarið. Síðan hafi komið til stórbættar flugsamgöngur en 28 flugfélög fljúga nú til landsins, og hefur fjöldi flugfélaga fjórfaldast á einungis örfáum árum. Með öðrum orðum. Ísland er orðið mun þekktara en áður, auðvelt er að komast hingað og verð á flugi samkeppnishæft. Athyglisvert var einnig að sjóðurinn tiltekur öryggi ferðamanna sem einn styrkleika íslenskrar ferðaþjónustu. Þeim sem hingað rata finnst þeir öruggir og hryðjuverkaógnin í Evrópu virðist fjarlæg. AGS telur þó að ákveðnar blikur séu á lofti. Þá allra helst styrkur krónunnar, en sjóðurinn segir að óumflýjanlegt sé að það hafi áhrif þegar gjaldmiðill styrkist jafn skarpt og krónan hefur gert. Blessunarlega telur AGS þó að ólíklegt sé að vöxtur undanfarinna ára gangi til baka, þótt vissulega muni um hægjast. Samkvæmt því er ferðamannaiðnaðurinn kominn til að vera sem ein aðalútflutningsgrein þjóðarinnar. Sjóðurinn nefnir að helstu áhættuþættir í ferðaþjónustu séu styrjaldir, grotnandi innviðir, yfirtroðningur ferðamannastaða og versnandi samkeppnishæfni. Ljóst er að hið síðastnefnda er raunveruleiki á Íslandi með yfirstyrkingu krónunnar. Framtíðarlausn í þeim efnum finnst varla nema með upptöku annars gjaldmiðils. Innviðir og yfirtroðningur ferðamannastaða er sömuleiðis eitthvað sem við ættum að vera vakandi yfir. Ef súmmera á upp niðurstöðu sjóðsins í nokkrum orðum má segja að staðan sé að stærstum hluta öfundsverð. Hins vegar þurfum við að vera vakandi fyrir hættum og forðast að fljóta sofandi að feigðarósi. Hér hefur mikið afrek unnist á undanförnum árum. Nú er tími til að taka næsta skref og verða þroskað ferðamannaland. Vert er að taka fullt tillit til athugasemda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þeirri vegferð.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Áhugavert var að sjá greiningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á íslenskum ferðamannaiðnaði. Sjóðurinn virðist einkum þakka íslensku ferðamannasprengjunni, eldgosinu í Eyjafjallajökli og þeirri miklu markaðssetningu sem fylgdi í kjölfarið. Síðan hafi komið til stórbættar flugsamgöngur en 28 flugfélög fljúga nú til landsins, og hefur fjöldi flugfélaga fjórfaldast á einungis örfáum árum. Með öðrum orðum. Ísland er orðið mun þekktara en áður, auðvelt er að komast hingað og verð á flugi samkeppnishæft. Athyglisvert var einnig að sjóðurinn tiltekur öryggi ferðamanna sem einn styrkleika íslenskrar ferðaþjónustu. Þeim sem hingað rata finnst þeir öruggir og hryðjuverkaógnin í Evrópu virðist fjarlæg. AGS telur þó að ákveðnar blikur séu á lofti. Þá allra helst styrkur krónunnar, en sjóðurinn segir að óumflýjanlegt sé að það hafi áhrif þegar gjaldmiðill styrkist jafn skarpt og krónan hefur gert. Blessunarlega telur AGS þó að ólíklegt sé að vöxtur undanfarinna ára gangi til baka, þótt vissulega muni um hægjast. Samkvæmt því er ferðamannaiðnaðurinn kominn til að vera sem ein aðalútflutningsgrein þjóðarinnar. Sjóðurinn nefnir að helstu áhættuþættir í ferðaþjónustu séu styrjaldir, grotnandi innviðir, yfirtroðningur ferðamannastaða og versnandi samkeppnishæfni. Ljóst er að hið síðastnefnda er raunveruleiki á Íslandi með yfirstyrkingu krónunnar. Framtíðarlausn í þeim efnum finnst varla nema með upptöku annars gjaldmiðils. Innviðir og yfirtroðningur ferðamannastaða er sömuleiðis eitthvað sem við ættum að vera vakandi yfir. Ef súmmera á upp niðurstöðu sjóðsins í nokkrum orðum má segja að staðan sé að stærstum hluta öfundsverð. Hins vegar þurfum við að vera vakandi fyrir hættum og forðast að fljóta sofandi að feigðarósi. Hér hefur mikið afrek unnist á undanförnum árum. Nú er tími til að taka næsta skref og verða þroskað ferðamannaland. Vert er að taka fullt tillit til athugasemda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þeirri vegferð.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira