Niðurstöður kjaraviðræðna gætu haft áhrif á íbúðaverð Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. september 2017 06:00 Líklega mun sá fjöldi íbúða sem er á leiðinni á markað verða til að draga úr verðhækkunum. vísir/vilhelm Það er afar ólíklegt að íbúðaverð hækki jafn hratt næstu misseri og það hefur gert síðustu misseri. En það er einnig afar ólíklegt að það verð muni lækka, sagði Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, á fundi um kólnun fasteignamarkaðarins sem fram fór í gær. Ólafur vakti athygli á því að tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs nam 23,5 prósentum í maí, sem jafngilti 21,5 prósenta hækkun að teknu tilliti til verðbólgu. Til samanburðar hefur meðalhækkun raunverðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu verið 3,8 prósent undanfarna tvo áratugi. „Hækkunin hefur verið umfram það síðan í janúar 2014. En síðan í maí hefur hægt verulega á þessum verðhækkunum,“ sagði Ólafur Heiðar.Ólafur Heiðar Helgasonvísir/hannaTólf mánaða hækkun vísitölu á höfuðborgarsvæðinu í ágúst nam 19,1 prósenti og var hækkun sérbýlis talsvert meiri en hækkun fjöleignarhúsa. Ólafur Heiðar segir að einnig hafi dregið nokkuð úr fjölda undirritaðra kaupsamninga. Markaðurinn heldur hins vegar áfram að vera mjög kröftugur á landsbyggðinni, að sögn Ólafs Heiðars. Þetta eigi sérstaklega við um svæði í jaðri höfuðborgarsvæðisins þar sem tólf mánaða hækkunartakturinn í júlí var á bilinu 25 til 40 prósent. Ólafur segir nokkrar ástæður hafa verið fyrir þeirri hækkun sem varð á fyrri hluta ársins. Ein skýringin er sú að landsmönnum fjölgaði verulega á fyrri helmingi árs, enda eftirspurn eftir erlendu vinnuafli mikil. „Þegar landsmönnum fjölgar um 5.500 á sex mánuðum, þá hefur það sín áhrif á fasteignamarkaðinn, bæði kaupmarkaðinn og leigumarkaðinn, þrátt fyrir að nýjum íbúðum sé að fjölga töluvert á þessum tíma,“ segir Ólafur Heiðar. Þetta jafngildi þriggja prósenta fólksfjölgun á ársgrundvelli en meðalfjölgun síðustu ára sé 1 prósent á ári. Ólafur leggur þó áherslu á að fleiri þættir hafi áhrif. Vextir á íbúðalánum hafi lækkað til langs tíma og kaupmáttur heimila vaxið mjög hratt. „Að auki getur verið að það hafi bara verið almenn stemning sem hafi átt einhvern þátt í þessum verðhækkunum. En það er mjög erfitt að greina á milli þessara þátta.“ Ólafur segir að á næstu árum muni eitthvað draga úr þeim mikla framboðsskorti sem hefur verið undanfarið. „Þegar nýjar íbúðir koma inn á markaðinn er líklegt að það muni eitthvað dempa þær miklu verðhækkanir sem hafa verið að undanförnu,“ segir hann. Niðurstöður kjaraviðræðna muni einnig hafa áhrif á verðþrýsting á markaði. Þegar framboð á húsnæði er lítið geti auknar ráðstöfunartekjur ýtt undir hærra verð. Þá myndu lægri vextir að óbreyttu leiða til verðhækkana. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Það er afar ólíklegt að íbúðaverð hækki jafn hratt næstu misseri og það hefur gert síðustu misseri. En það er einnig afar ólíklegt að það verð muni lækka, sagði Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, á fundi um kólnun fasteignamarkaðarins sem fram fór í gær. Ólafur vakti athygli á því að tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs nam 23,5 prósentum í maí, sem jafngilti 21,5 prósenta hækkun að teknu tilliti til verðbólgu. Til samanburðar hefur meðalhækkun raunverðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu verið 3,8 prósent undanfarna tvo áratugi. „Hækkunin hefur verið umfram það síðan í janúar 2014. En síðan í maí hefur hægt verulega á þessum verðhækkunum,“ sagði Ólafur Heiðar.Ólafur Heiðar Helgasonvísir/hannaTólf mánaða hækkun vísitölu á höfuðborgarsvæðinu í ágúst nam 19,1 prósenti og var hækkun sérbýlis talsvert meiri en hækkun fjöleignarhúsa. Ólafur Heiðar segir að einnig hafi dregið nokkuð úr fjölda undirritaðra kaupsamninga. Markaðurinn heldur hins vegar áfram að vera mjög kröftugur á landsbyggðinni, að sögn Ólafs Heiðars. Þetta eigi sérstaklega við um svæði í jaðri höfuðborgarsvæðisins þar sem tólf mánaða hækkunartakturinn í júlí var á bilinu 25 til 40 prósent. Ólafur segir nokkrar ástæður hafa verið fyrir þeirri hækkun sem varð á fyrri hluta ársins. Ein skýringin er sú að landsmönnum fjölgaði verulega á fyrri helmingi árs, enda eftirspurn eftir erlendu vinnuafli mikil. „Þegar landsmönnum fjölgar um 5.500 á sex mánuðum, þá hefur það sín áhrif á fasteignamarkaðinn, bæði kaupmarkaðinn og leigumarkaðinn, þrátt fyrir að nýjum íbúðum sé að fjölga töluvert á þessum tíma,“ segir Ólafur Heiðar. Þetta jafngildi þriggja prósenta fólksfjölgun á ársgrundvelli en meðalfjölgun síðustu ára sé 1 prósent á ári. Ólafur leggur þó áherslu á að fleiri þættir hafi áhrif. Vextir á íbúðalánum hafi lækkað til langs tíma og kaupmáttur heimila vaxið mjög hratt. „Að auki getur verið að það hafi bara verið almenn stemning sem hafi átt einhvern þátt í þessum verðhækkunum. En það er mjög erfitt að greina á milli þessara þátta.“ Ólafur segir að á næstu árum muni eitthvað draga úr þeim mikla framboðsskorti sem hefur verið undanfarið. „Þegar nýjar íbúðir koma inn á markaðinn er líklegt að það muni eitthvað dempa þær miklu verðhækkanir sem hafa verið að undanförnu,“ segir hann. Niðurstöður kjaraviðræðna muni einnig hafa áhrif á verðþrýsting á markaði. Þegar framboð á húsnæði er lítið geti auknar ráðstöfunartekjur ýtt undir hærra verð. Þá myndu lægri vextir að óbreyttu leiða til verðhækkana.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira