Svipmynd Markaðarins: Spilar fótbolta og ætlar á skíði í vetrarfríinu Haraldur Guðmundsson skrifar 11. febrúar 2017 11:00 Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir Donald Trump hafa komið sér mest á óvart á árinu. mynd/stefán Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, eyðir frítíma sínum með fjölskyldu og vinum og í að horfa á fótbolta. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, lauk BS-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA frá London Business School 2005. Almar var áður framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, frá 2009 til 2014, og hefur að auki sinnt kennslu við Háskólann í Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Zoëga hjúkrunarfræðingur og saman eiga þau fimm börn á aldrinum fjögurra ára til tvítugs.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Donald Trump. Ég átti von á afgerandi breytingum þegar hann tæki við, en hann hefur því miður gengið mun harðar fram. Við erum líklega að sigla inn í tímabil þar sem alþjóðaviðskiptasamningar og opin viðskipti milli landa eiga undir högg að sækja. Það er slæmt fyrir litla þjóð.Hvaða app notarðu mest? Samkvæmt símanum mínum er það Facebook. Ég er hins vegar mjög lukkulegur þegar Strava er í mikilli notkun og því fylgir líka hlustun á tónlist eða þætti í gegnum Podcast Addict. Leggja.is léttir mér síðan lífið í vinnutengdum snúningum.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Mestur tíminn fer í ýmiss konar samveru með fjölskyldu og vinum. Við ferðumst bæði innanlands og utan. Við höfum til dæmis mjög gaman af því að fara á skíði og ætlum til Akureyrar í vetrarfríinu. Þá eyði ég miklum tíma í að horfa á fótbolta, sérstaklega á sumrin.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég spila fótbolta 1-2 sinnum í viku yfir vetrartímann í góðra vina hópi. Ég stunda líka útihlaup en þarf að gefa þeim meiri tíma í dagskránni. Svo hef ég fengist við að elta nokkur börn í gegnum árin. Ætli það sé ekki besta ræktin.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er heppinn að vera í mjög fjölbreyttu og krefjandi starfi hjá SI og starfa með öflugum hópi starfsmanna. Það á vel við mig að byggja upp liðsheild og straumlínulaga fjölbreytt starf samtakanna. Ég finn mig líka vel í því að tala fyrir fjölbreyttum iðnaði sem skapar mikil verðmæti og er dýrmætur hluti af samfélaginu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Donald Trump Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, eyðir frítíma sínum með fjölskyldu og vinum og í að horfa á fótbolta. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, lauk BS-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA frá London Business School 2005. Almar var áður framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, frá 2009 til 2014, og hefur að auki sinnt kennslu við Háskólann í Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Zoëga hjúkrunarfræðingur og saman eiga þau fimm börn á aldrinum fjögurra ára til tvítugs.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Donald Trump. Ég átti von á afgerandi breytingum þegar hann tæki við, en hann hefur því miður gengið mun harðar fram. Við erum líklega að sigla inn í tímabil þar sem alþjóðaviðskiptasamningar og opin viðskipti milli landa eiga undir högg að sækja. Það er slæmt fyrir litla þjóð.Hvaða app notarðu mest? Samkvæmt símanum mínum er það Facebook. Ég er hins vegar mjög lukkulegur þegar Strava er í mikilli notkun og því fylgir líka hlustun á tónlist eða þætti í gegnum Podcast Addict. Leggja.is léttir mér síðan lífið í vinnutengdum snúningum.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Mestur tíminn fer í ýmiss konar samveru með fjölskyldu og vinum. Við ferðumst bæði innanlands og utan. Við höfum til dæmis mjög gaman af því að fara á skíði og ætlum til Akureyrar í vetrarfríinu. Þá eyði ég miklum tíma í að horfa á fótbolta, sérstaklega á sumrin.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég spila fótbolta 1-2 sinnum í viku yfir vetrartímann í góðra vina hópi. Ég stunda líka útihlaup en þarf að gefa þeim meiri tíma í dagskránni. Svo hef ég fengist við að elta nokkur börn í gegnum árin. Ætli það sé ekki besta ræktin.Ertu í þínu draumastarfi? Ég er heppinn að vera í mjög fjölbreyttu og krefjandi starfi hjá SI og starfa með öflugum hópi starfsmanna. Það á vel við mig að byggja upp liðsheild og straumlínulaga fjölbreytt starf samtakanna. Ég finn mig líka vel í því að tala fyrir fjölbreyttum iðnaði sem skapar mikil verðmæti og er dýrmætur hluti af samfélaginu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Donald Trump Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira