Mat hent í Ásbyrgi því enginn kemur að versla Sveinn Arnarsson skrifar 13. október 2017 06:00 Kaupmaður í Ásbyrgi segir gestum snarlega hafa fækkað. Vísir/Pjetur Nokkrir erfiðleikar eru í rekstri verslunar í Ásbyrgi. Samgöngur frá Dettifossi í Ásbyrgi eru sagðar lykilatriði heilsársreksturs verslunar á svæðinu. Ævar Ísak Sigurgeirsson, kaupmaður í Ásbyrgi, segir að eftir hitametið í júlí hafi ferðamönnum snarfækkað. „Ég er að henda núna því sem ég keypti inn fyrir þremur vikum. Það er allt runnið út á tíma og ég er hættur að kaupa inn núna. Þetta gerist þegar veturinn skellur á,“ segir Ævar Ísak. „Það er erfitt að vera bjartsýnn þegar þetta er svona. Ætli ég haldi ekki svipuðu sniði og síðustu ár en líklega verð ég að loka til að þurfa ekki að greiða laun,“ heldur Ævar Ísak áfram.Ævar Ísak Sigurjónsson, kaupmaður í Ásbyrgi.vísir/friðrikÍ fyrra var tap á rekstri verslunarinnar í Ásbyrgi upp á um þrjár milljónir króna. Í árslok var handbært fé fyrirtækisins aðeins 90 þúsund krónur og versluninni því sniðinn afar þröngur stakkur. Ævar Ísak vonaði að með breytingum á samgöngum á svæðinu myndu ferðamenn koma í Ásbyrgi stóran hluta ársins en sú hefur ekki orðið raunin. „Í júlí var hitamet og gerði hér 27 gráður. Þá komu margir og tjaldstæðið fylltist. En síðan ekki söguna meir,“ segir Ævar Ísak. „Mest er svo sjokkið núna þegar það lokaðist í síðustu viku vegna snjókomu og Dettifossvegi var lokað að vestanverðu með keðju. Hann er fær núna en þar sem það gæti komið snjór í næstu viku tekur því ekki að opna hann.“ Ferðaþjónustuaðilar á svæðinu, sveitarstjórnarmenn og þingmenn hafa barist lengi fyrir gerð heilsársvegar að Dettifossi frá Ásbyrgi en án árangurs. Nú sé svo komið að ferðamenn fari að Mývatni en leiðin að Ásbyrgi sé of löng. Hringtengingu vanti við Ásbyrgi og Húsavík á leið til Akureyrar. Ævar Ísak segir það leitt að malbikun Dettifossvegar hafi verið slegin af í fyrrahaust. „Ásbyrgi er perla en hingað koma fáir vegna lélegra samgangna. Það er ekki hægt að hafa opna verslun ef enginn kemur að versla.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Nokkrir erfiðleikar eru í rekstri verslunar í Ásbyrgi. Samgöngur frá Dettifossi í Ásbyrgi eru sagðar lykilatriði heilsársreksturs verslunar á svæðinu. Ævar Ísak Sigurgeirsson, kaupmaður í Ásbyrgi, segir að eftir hitametið í júlí hafi ferðamönnum snarfækkað. „Ég er að henda núna því sem ég keypti inn fyrir þremur vikum. Það er allt runnið út á tíma og ég er hættur að kaupa inn núna. Þetta gerist þegar veturinn skellur á,“ segir Ævar Ísak. „Það er erfitt að vera bjartsýnn þegar þetta er svona. Ætli ég haldi ekki svipuðu sniði og síðustu ár en líklega verð ég að loka til að þurfa ekki að greiða laun,“ heldur Ævar Ísak áfram.Ævar Ísak Sigurjónsson, kaupmaður í Ásbyrgi.vísir/friðrikÍ fyrra var tap á rekstri verslunarinnar í Ásbyrgi upp á um þrjár milljónir króna. Í árslok var handbært fé fyrirtækisins aðeins 90 þúsund krónur og versluninni því sniðinn afar þröngur stakkur. Ævar Ísak vonaði að með breytingum á samgöngum á svæðinu myndu ferðamenn koma í Ásbyrgi stóran hluta ársins en sú hefur ekki orðið raunin. „Í júlí var hitamet og gerði hér 27 gráður. Þá komu margir og tjaldstæðið fylltist. En síðan ekki söguna meir,“ segir Ævar Ísak. „Mest er svo sjokkið núna þegar það lokaðist í síðustu viku vegna snjókomu og Dettifossvegi var lokað að vestanverðu með keðju. Hann er fær núna en þar sem það gæti komið snjór í næstu viku tekur því ekki að opna hann.“ Ferðaþjónustuaðilar á svæðinu, sveitarstjórnarmenn og þingmenn hafa barist lengi fyrir gerð heilsársvegar að Dettifossi frá Ásbyrgi en án árangurs. Nú sé svo komið að ferðamenn fari að Mývatni en leiðin að Ásbyrgi sé of löng. Hringtengingu vanti við Ásbyrgi og Húsavík á leið til Akureyrar. Ævar Ísak segir það leitt að malbikun Dettifossvegar hafi verið slegin af í fyrrahaust. „Ásbyrgi er perla en hingað koma fáir vegna lélegra samgangna. Það er ekki hægt að hafa opna verslun ef enginn kemur að versla.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira