Michael Jordan: Þessi súperlið þýða að hin liðin verða algjört rusl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2017 23:00 Michael Jordan var í súperliði á sínum tíma og tapaði aldrei í lokaúrslitum. Vísir/Getty Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan sem er núverandi eigandi Charlotte Hornets í NBA-deildinni er ekki hrifin af þróun mála í NBA-deildinni í körfubolta. Það hefur nefnilega færst mikið í aukanna að bestu leikmennirnir hafa verið að safnast saman í sömu liðin og úr verða þessi svokölluðu súperlið. „Þetta mun skaða heildarmynd deildarinnar hvað varðar minni samkeppni í leikjum deildarinnar,“ sagði Michael Jordan í viðtali við Cigar Aficionado tímaritið. „Þarna erum við með tvö frábær lið en svo verða hin 28 liðin algjör rusl eða eiga eftir að vera í miklum vandræðum með að lifa af í þessu viðskiptaumhverfi,“ sagði Jordan. ESPN segir frá. Jordan er væntanlega að vísa til liðs Golden State Warriors sem er núverandi NBA-meistari, hefur unnið tvisvar á síðustu þremur árum, komst í lokaúrslitin þrjú ár í röð og er með unga og fríska lykilmenn sem eiga geta haldið liðinu á toppnum í mörg ár í viðbót. Golden State Warriors er samt ekki eina liðið sem hefur verið að bæta við sig súperstjörnum. Oklahoma City Thunder er nú með þá Russell Westbrook, Carmelo Anthony og Paul George; Houston Rockets hefur þá Chris Paul og James Harden og hjá Boston Celtics spila í vetur þeir Kyrie Irving, Gordon Hayward og Al Horford. Það má þó líta á það sem svo að Michael Jordan hafi verið hluti af einu af fyrstu súperliðunum eða liði Chicago Bulls tímabilið 1995-96. Það lið setti met með því að vinna 72 leiki í deildinni og vann svo NBA-titilinn. Bulls vann líka næstu tvö ár á eftir. Nú hefur Michael Jordan áhyggjur og ekki síst sem eigandi eins af liðunum sem er ekki með súperlið. Liðin hans Charlotte Hornets hefur aðeins komist í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar tvisvar sinnum frá 2000-01 tímabilinu. Stærstu stjörnur Charlotte Hornets liðsins í dag eru þeir Kemba Walker, Dwight Howard, Nicolas Batum, Michael Carter-Williams og Michael Kidd-Gilchrist og liðið er því langt frá því að teljast til hinna útvöldu súperliða NBA-deildarinnar. NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Sjá meira
Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan sem er núverandi eigandi Charlotte Hornets í NBA-deildinni er ekki hrifin af þróun mála í NBA-deildinni í körfubolta. Það hefur nefnilega færst mikið í aukanna að bestu leikmennirnir hafa verið að safnast saman í sömu liðin og úr verða þessi svokölluðu súperlið. „Þetta mun skaða heildarmynd deildarinnar hvað varðar minni samkeppni í leikjum deildarinnar,“ sagði Michael Jordan í viðtali við Cigar Aficionado tímaritið. „Þarna erum við með tvö frábær lið en svo verða hin 28 liðin algjör rusl eða eiga eftir að vera í miklum vandræðum með að lifa af í þessu viðskiptaumhverfi,“ sagði Jordan. ESPN segir frá. Jordan er væntanlega að vísa til liðs Golden State Warriors sem er núverandi NBA-meistari, hefur unnið tvisvar á síðustu þremur árum, komst í lokaúrslitin þrjú ár í röð og er með unga og fríska lykilmenn sem eiga geta haldið liðinu á toppnum í mörg ár í viðbót. Golden State Warriors er samt ekki eina liðið sem hefur verið að bæta við sig súperstjörnum. Oklahoma City Thunder er nú með þá Russell Westbrook, Carmelo Anthony og Paul George; Houston Rockets hefur þá Chris Paul og James Harden og hjá Boston Celtics spila í vetur þeir Kyrie Irving, Gordon Hayward og Al Horford. Það má þó líta á það sem svo að Michael Jordan hafi verið hluti af einu af fyrstu súperliðunum eða liði Chicago Bulls tímabilið 1995-96. Það lið setti met með því að vinna 72 leiki í deildinni og vann svo NBA-titilinn. Bulls vann líka næstu tvö ár á eftir. Nú hefur Michael Jordan áhyggjur og ekki síst sem eigandi eins af liðunum sem er ekki með súperlið. Liðin hans Charlotte Hornets hefur aðeins komist í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar tvisvar sinnum frá 2000-01 tímabilinu. Stærstu stjörnur Charlotte Hornets liðsins í dag eru þeir Kemba Walker, Dwight Howard, Nicolas Batum, Michael Carter-Williams og Michael Kidd-Gilchrist og liðið er því langt frá því að teljast til hinna útvöldu súperliða NBA-deildarinnar.
NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Sjá meira