Þrefaldur skolli skemmdi fyrir annars góðum hring Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2017 12:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. visir/getty Þrefaldur skolli á þrettándu holu setti strik í reikninginn hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á fyrsta keppnisdegi opna skoska meistaramótsins. Ólafía Þórunn spilaði á einu höggi yfir pari alls og spilaði heilt yfir mjög vel. Hún fékk fjóra fugla, tvo skolla en það skemmdi fyrir að hún spilaði þrettándu holu vallarins á þremur höggum yfir pari. Fyrir það hafði hún verið á meðal tíu efstu en var í 37.-56. sæti á einu höggum yfir pari þegar hún lauk keppni. Margir keppendur eiga þó enn eftir að klára sína hringi í dag. Ólafía lét þó sprengjuna á þrettándu holu ekki á sig fá og svaraði fyrir sig með því að fá fugl á fjórtándu. Hún paraði svo næstu þrjár holur en fékk fugl á átjándu og síðustu holur vallarins. Ólafía á rástíma klukkan 13.15 á morgun og verður fylst með gangi mála í beinni textalýsingu á Vísi. Bein útsending hefst frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 13.00.
Þrefaldur skolli á þrettándu holu setti strik í reikninginn hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á fyrsta keppnisdegi opna skoska meistaramótsins. Ólafía Þórunn spilaði á einu höggi yfir pari alls og spilaði heilt yfir mjög vel. Hún fékk fjóra fugla, tvo skolla en það skemmdi fyrir að hún spilaði þrettándu holu vallarins á þremur höggum yfir pari. Fyrir það hafði hún verið á meðal tíu efstu en var í 37.-56. sæti á einu höggum yfir pari þegar hún lauk keppni. Margir keppendur eiga þó enn eftir að klára sína hringi í dag. Ólafía lét þó sprengjuna á þrettándu holu ekki á sig fá og svaraði fyrir sig með því að fá fugl á fjórtándu. Hún paraði svo næstu þrjár holur en fékk fugl á átjándu og síðustu holur vallarins. Ólafía á rástíma klukkan 13.15 á morgun og verður fylst með gangi mála í beinni textalýsingu á Vísi. Bein útsending hefst frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 13.00.
Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira