Greiningardeild Arion telur gengi Marels eiga að vera hærra Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, segir félagið stefna á tólf prósenta árlegan meðalvöxt tekna á næstu tíu árum. vísir/valli Greiningardeild Arion metur gengi bréfa í Marel á 401 krónu á hlut sem er tæpum átta prósentum hærra en gengið stóð í þegar markaðir lokuðu síðdegis í gær. Er verðmat deildarinnar á félaginu óbreytt í evrum talið frá síðasta verðmati í maí, en hefur hækkað um átta prósent í krónum talið vegna gengisveikingar krónunnar síðustu tvo mánuði. Deildin birti verðmat sitt í gær í kjölfar þess að Marel birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Sérfræðingar Arion banka benda á að sala Marels á ársfjórðunginum hafi verið undir sínum væntingum sem og áætlunum stjórnenda félagsins. Þrátt fyrir að pöntunum félagsins hafi fjölgað um átján prósent á milli ára hafi pantanir á öðrum fjórðungi verið um sjö prósentum færri en á fyrsta ársfjórðungi. Það hafi verið undir væntingum greiningardeildarinnar. Þó er bent á í verðmatinu að pantanastaðan sé sterk sem þýði að mögulega sé von á miklum söluvexti á næstu misserum. Auk þess muni kaup Marels á brasilíska framleiðandanum Sulmaq ein og sér auka sölu félagsins um 2,5 prósent á ári. Stjórnendur Marels gera ráð fyrir að meðalvöxtur tekna verði um tólf prósent á ári næstu tíu árin. Greiningardeild Arion banka spáir um níu prósenta vexti í ár og telur að vöxturinn geti verið umfram væntingar félagsins á næsta ári, þá fyrst og fremst vegna sterkrar pantanastöðu. Pantanabók félagsins stóð í 418,9 milljónum evra í lok annars ársfjórðungs og hefur hún aldrei verið sterkari. Er því spáð að bókin stækki í 449 milljónir evra í lok þessa árs. Greiningardeildin gerir jafnframt ráð fyrir því að Marel muni vaxa hraðar en markaðurinn, sem vex um fjögur til sex prósent á ári, allt til ársins 2021. Í útreikningum greiningardeildarinnar er ekki gert ráð fyrir að Marel stækki við sig með yfirtökum á öðrum félögum, en sérfræðingar Arion banka benda þó á að frekari yfirtökur séu líklegar, að minnsta kosti ef eitthvað má marka yfirlýsingar stjórnenda félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Greiningardeild Arion metur gengi bréfa í Marel á 401 krónu á hlut sem er tæpum átta prósentum hærra en gengið stóð í þegar markaðir lokuðu síðdegis í gær. Er verðmat deildarinnar á félaginu óbreytt í evrum talið frá síðasta verðmati í maí, en hefur hækkað um átta prósent í krónum talið vegna gengisveikingar krónunnar síðustu tvo mánuði. Deildin birti verðmat sitt í gær í kjölfar þess að Marel birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Sérfræðingar Arion banka benda á að sala Marels á ársfjórðunginum hafi verið undir sínum væntingum sem og áætlunum stjórnenda félagsins. Þrátt fyrir að pöntunum félagsins hafi fjölgað um átján prósent á milli ára hafi pantanir á öðrum fjórðungi verið um sjö prósentum færri en á fyrsta ársfjórðungi. Það hafi verið undir væntingum greiningardeildarinnar. Þó er bent á í verðmatinu að pantanastaðan sé sterk sem þýði að mögulega sé von á miklum söluvexti á næstu misserum. Auk þess muni kaup Marels á brasilíska framleiðandanum Sulmaq ein og sér auka sölu félagsins um 2,5 prósent á ári. Stjórnendur Marels gera ráð fyrir að meðalvöxtur tekna verði um tólf prósent á ári næstu tíu árin. Greiningardeild Arion banka spáir um níu prósenta vexti í ár og telur að vöxturinn geti verið umfram væntingar félagsins á næsta ári, þá fyrst og fremst vegna sterkrar pantanastöðu. Pantanabók félagsins stóð í 418,9 milljónum evra í lok annars ársfjórðungs og hefur hún aldrei verið sterkari. Er því spáð að bókin stækki í 449 milljónir evra í lok þessa árs. Greiningardeildin gerir jafnframt ráð fyrir því að Marel muni vaxa hraðar en markaðurinn, sem vex um fjögur til sex prósent á ári, allt til ársins 2021. Í útreikningum greiningardeildarinnar er ekki gert ráð fyrir að Marel stækki við sig með yfirtökum á öðrum félögum, en sérfræðingar Arion banka benda þó á að frekari yfirtökur séu líklegar, að minnsta kosti ef eitthvað má marka yfirlýsingar stjórnenda félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira