Starfsmenn Kviku banka fá samtals um 550 milljónir króna í arð Hörður Ægisson skrifar 22. mars 2017 08:30 Hagnaður Kviku 2016 nam um 1.930 milljónum. VÍSIR/GVA Hópur starfsmanna Kviku fjárfestingabanka fær samtals um 550 milljónir í arð vegna góðrar afkomu á síðasta ári en hagnaður bankans nam þá um 1.930 milljónum króna eftir skatt. Þetta var samþykkt á aðalfundi Kviku þann 15. mars, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, þegar ákveðið var að greiða arð til hluthafa í B-flokki í samræmi við samþykktir félagsins. Þær kveða á um að eigendur B-hluta í bankanum eigi rétt til arðs er nemur 35 prósentum árlegs hagnaðar fyrir tekjuskatt, að því marki sem hagnaður er umfram 6 prósent arðsemi eiginfjár. Bankinn skilaði sem fyrr segir afar góðri afkomu í fyrra og var arðsemi eigin fjár 34,7 prósent. Eigendur B-hluta eru ýmsir starfsmenn Kviku en ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um fjölda þeirra eða hversu stóran hlut hver þeirra á í bankanum. Eigið fé Kviku var um 7.350 milljónir í árslok 2016 og jókst um meira en 1.150 milljónir á milli ára þrátt fyrir lækkun hlutafjár upp á þúsund milljónir á fyrri árshelmingi sem voru greiddar út til hluthafa. Stærstu eigendur Kviku í dag eru VÍS og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Eiginfjárhlutfall bankans er 20,6 prósent sem er vel umfram kröfur eftirlitsaðila. Á aðalfundi bankans síðastliðinn miðvikudag, eins og upplýst var um í Markaðnum áður en fundurinn fór fram, tóku tveir nýir stjórnarmenn sæti í stjórn bankans. Þeir eru Guðmundur Örn Þórðarson, fjárfestir og hluthafi í tryggingafélaginu VÍS, og Hrönn Sveinsdóttir, fjármálastjóri Vodafone. Þau Anna Skúladóttir, móðir Skúla Mogensen, sem seldi allan hlut sinn í Kviku fyrir skemmstu, og Finnur Reyr Stefánsson, fjárfestir og fyrrverandi varaformaður stjórnar Kviku, létu hins vegar af störfum. Fréttin birtisti fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Hópur starfsmanna Kviku fjárfestingabanka fær samtals um 550 milljónir í arð vegna góðrar afkomu á síðasta ári en hagnaður bankans nam þá um 1.930 milljónum króna eftir skatt. Þetta var samþykkt á aðalfundi Kviku þann 15. mars, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, þegar ákveðið var að greiða arð til hluthafa í B-flokki í samræmi við samþykktir félagsins. Þær kveða á um að eigendur B-hluta í bankanum eigi rétt til arðs er nemur 35 prósentum árlegs hagnaðar fyrir tekjuskatt, að því marki sem hagnaður er umfram 6 prósent arðsemi eiginfjár. Bankinn skilaði sem fyrr segir afar góðri afkomu í fyrra og var arðsemi eigin fjár 34,7 prósent. Eigendur B-hluta eru ýmsir starfsmenn Kviku en ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um fjölda þeirra eða hversu stóran hlut hver þeirra á í bankanum. Eigið fé Kviku var um 7.350 milljónir í árslok 2016 og jókst um meira en 1.150 milljónir á milli ára þrátt fyrir lækkun hlutafjár upp á þúsund milljónir á fyrri árshelmingi sem voru greiddar út til hluthafa. Stærstu eigendur Kviku í dag eru VÍS og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Eiginfjárhlutfall bankans er 20,6 prósent sem er vel umfram kröfur eftirlitsaðila. Á aðalfundi bankans síðastliðinn miðvikudag, eins og upplýst var um í Markaðnum áður en fundurinn fór fram, tóku tveir nýir stjórnarmenn sæti í stjórn bankans. Þeir eru Guðmundur Örn Þórðarson, fjárfestir og hluthafi í tryggingafélaginu VÍS, og Hrönn Sveinsdóttir, fjármálastjóri Vodafone. Þau Anna Skúladóttir, móðir Skúla Mogensen, sem seldi allan hlut sinn í Kviku fyrir skemmstu, og Finnur Reyr Stefánsson, fjárfestir og fyrrverandi varaformaður stjórnar Kviku, létu hins vegar af störfum. Fréttin birtisti fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira