Arion og lífeyrissjóðirnir taka yfir 98% í United Silicon Haraldur Guðmundsson skrifar 20. september 2017 15:00 United Silicon er í greiðslustöðvun. Vísir/Vilhelm Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa tekið yfir 98,13 prósent af hlutafé kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Þetta var niðurstaða hluthafafundar félagsins sem fór fram í gær. Á fundinum var Þórður Ólafur Þórðarson, starfsmaður Arion banka, kjörinn nýr stjórnarmaður en auk hans skipa áfram stjórnina þau Jakob Bjarnason, stjórnarformaður United Silicon, og Sigrún Ragna Ólafsdóttir. Doron Beeri Sanders, fyrrverandi stjórnarformaður verksmiðjunnar, hætti þá í stjórn félagsins. Þar sat hann fyrir hönd hollenska hrávörufyrirtækisins Bit Fondel sem hefur einkarétt á sölu á kísilmálmi United Silicon í gegnum Silicon Mineral Ventures sem tók þátt í stofnun kísilversins. Stofnendur United Silicon, þar á meðal Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, og hollenska fyrirtækið, eru því ekki lengur hluthafar í verksmiðjunni. Hin 1,87 prósentin í félaginu eru í eigu Kastalabrekku ehf. en eigandi þess er lögmannsstofan Veritas lögmenn. Þar starfar Friðbjörn Eiríkur Garðarsson, hálfbróðir Magnúsar, sem átti þátt í stofnun United Silicon. Arion, stærsti lánveitandi kísilversins, sem er með um átta milljarða króna útistandandi vegna þess, gekk fyrr í september að veðum og tók yfir hlutabréf stærsta eiganda verksmiðjunnar sem voru áður í eigu Bit Fondel, tengdra félaga og annarra stofnenda United. Þeir fimm lífeyrissjóðir sem um ræðir eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Festa lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands og Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar. Stjórn United Silicon hefur líkt og komið hefur fram kært Magnús Garðarsson til embættis héraðssaksóknara. Tengdar fréttir Stofnendur United Silicon út í kuldann Driffjaðrirnar í stofnun United Silicon hafa misst stjórnarsæti og þriðjungshlut í verksmiðjunni. Fulltrúi hollenska fyrirtækisins Bit Fondel fer líklega úr stjórn á næstu dögum. 13. september 2017 06:00 Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa tekið yfir 98,13 prósent af hlutafé kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Þetta var niðurstaða hluthafafundar félagsins sem fór fram í gær. Á fundinum var Þórður Ólafur Þórðarson, starfsmaður Arion banka, kjörinn nýr stjórnarmaður en auk hans skipa áfram stjórnina þau Jakob Bjarnason, stjórnarformaður United Silicon, og Sigrún Ragna Ólafsdóttir. Doron Beeri Sanders, fyrrverandi stjórnarformaður verksmiðjunnar, hætti þá í stjórn félagsins. Þar sat hann fyrir hönd hollenska hrávörufyrirtækisins Bit Fondel sem hefur einkarétt á sölu á kísilmálmi United Silicon í gegnum Silicon Mineral Ventures sem tók þátt í stofnun kísilversins. Stofnendur United Silicon, þar á meðal Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, og hollenska fyrirtækið, eru því ekki lengur hluthafar í verksmiðjunni. Hin 1,87 prósentin í félaginu eru í eigu Kastalabrekku ehf. en eigandi þess er lögmannsstofan Veritas lögmenn. Þar starfar Friðbjörn Eiríkur Garðarsson, hálfbróðir Magnúsar, sem átti þátt í stofnun United Silicon. Arion, stærsti lánveitandi kísilversins, sem er með um átta milljarða króna útistandandi vegna þess, gekk fyrr í september að veðum og tók yfir hlutabréf stærsta eiganda verksmiðjunnar sem voru áður í eigu Bit Fondel, tengdra félaga og annarra stofnenda United. Þeir fimm lífeyrissjóðir sem um ræðir eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Festa lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands og Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar. Stjórn United Silicon hefur líkt og komið hefur fram kært Magnús Garðarsson til embættis héraðssaksóknara.
Tengdar fréttir Stofnendur United Silicon út í kuldann Driffjaðrirnar í stofnun United Silicon hafa misst stjórnarsæti og þriðjungshlut í verksmiðjunni. Fulltrúi hollenska fyrirtækisins Bit Fondel fer líklega úr stjórn á næstu dögum. 13. september 2017 06:00 Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Stofnendur United Silicon út í kuldann Driffjaðrirnar í stofnun United Silicon hafa misst stjórnarsæti og þriðjungshlut í verksmiðjunni. Fulltrúi hollenska fyrirtækisins Bit Fondel fer líklega úr stjórn á næstu dögum. 13. september 2017 06:00
Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00
Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58