Helstu útflutningsvörur Georgíu eru heslihentur og föt en landið flytur jafnframt út mikið af kopar, hvers kyns járnmelmi, lyfjum, köfnunarefni, áburði, hráolíu, víni og áfengi. Gætu íslenskir neytendur því átt von á verðlækkunum í þessum vöruflokkum á komandi misserum.
Innflutningur EFTA-ríkjanna á vörum frá Georgíu jókst að jafnaði um 19 prósent árlega á tímabilinu 2005-2015. Georgíumenn hafa sjálfir keypt mest af fiski og vörum tengdri heilbrigðisþjónustu frá EFTA-ríkjunum undanfarin ár.
Þáverandi utanríkisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, ritaði undir samninginn þann 27. júní 2016 á ráðherrafundi EFTA. Girogi Kvirikashvili, forsætisráðherra Georgíu og Dimitry Kumsishvili, efnahagsráðherra landsins skrifuðu undir fyrir hönd Georgíu.
Aðild hinna EFTA-ríkjanna, Sviss og Lichtenstein, tekur gild síðar.
