Sameiginlega lokahófið slegið út af borðinu vegna „óviðráðanlegra orsaka“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2017 10:49 Frá úrslitum bikarkeppni karla í vetur þar sem stuðningsmenn Aftureldingar fóru á kostum. Vísir/Eyþór Formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar segir að vegna óviðráðanlegra orsaka hafi ekki hægt að verða við bón kvennaliðs félagsins um að halda sameiginlegt lokahóf með karlaliðinu. Stjórnin hafi fundað með leikmönnum kvennaliðsins í gærkvöldi þar sem andrúmsloftið var hreinsað og „misskilningur leiðréttur.“Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni sem birt var á heimasíðu Aftureldingar í gærkvöldi. Íris Kristín Smith, leikmaður kvennaliðsins, skýrði frá því á Twitter að kvöldi föstudagsins 12. maí, kvöldið sem lokahóf karlaliðsins fór fram, að stjórnin hefði ákveðið að halda lokahóf fyrir karlaliðið en ekki kvennaliðið.Stjórnin að halda lokahóf fyrir mfl karla, en það var ekki möguleiki að halda lokahóf fyrir okkur stelpurnar... #handbolti #þreytt— Íris Kristín Smith (@Irisksmith) May 12, 2017 Ítrekaði hún þetta í viðtali við Nútímann. „Þetta er óþolandi, að við þurfum alltaf að vera eftir og fáum aldrei að vera með,“ segir Íris. Inga Lilja Lárusdóttir, formaður Handknattleiksdeildar Aftureldingar og formaður meistaraflokksráðs kvenna sagði í framhaldinu við Vísi að lokahóf yrði haldið fyrir stelpurnar eins og strákana.Í tilkynningunni segir að leikmaður kvennaliðsins hafi óskað eftir því í lok apríl fyrir hönd liðsins að lokahófið yrði sameiginlegt hjá strákunum og stelpunum. „Vegna óviðráðalegra orsaka var ekki hægt að verða við þeirri ósk og fór lokahóf karlaliðsins fram um síðustu helgi,“ segir í tilkynningunni. Ekki er útskýrt nánar hverjar óviðráðanlegu orsakirnar eru. Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar áréttar að alltaf hafi staðið til að halda lokahóf meistaraflokks kvenna þann 24. maí næstkomandi. Sama kvöld fer lokahóf HSÍ fram.Úr leik Aftureldingar og ÍBV í Olís-deild kvenna.vísir/ernirMisskilningur leiðréttur „Skortur á samskiptum varð þess valdandi að óvissa virðist hafa skapast um lokahófið. Stjórn meistaraflokksráðs kvenna harmar að hafa ekki staðið betur að upplýsingagjöf til leikmanna.“ Haldinn hafi verið fundur með leikmönnum meistaraflokks kvenna í gærkvöldi þar sem þessi misskilingur var leiðréttur. „Fundurinn var hreinskiptur og voru leikmenn og aðstandendur liðsins sammála að fundi loknum að snúa bökum saman og vinna að því að efla enn frekar umgjörðina í kringum kvennahandboltann í Aftureldingu en aðeins fjögur ár eru síðan að meistaraflokksráð kvenna var stofnað.“ Þá er tekið fram að rekstur meistaraflokksráðs karla og kvenna er aðskilinn. Hins vegar telji stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar að brýnt sé að efla samstarf á milli ráðanna. „Kjarni málsins er sá að alltaf má gera betur og mun stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar ekki láta sitt eftir liggja í þeirri vinnu.“Tilkynninguna má lesa í heild hér að neðanVegna fréttaflutnings um lokahóf meistaraflokks karla og kvenna í handknattleiksdeild Aftureldingar vill stjórn deildarinnar koma eftirfarandi á framfæri: Síðastliðinn sunnudag var birt frétt á vefmiðlinum Nútímanum undir fyrirsögninni: Afturelding heldur aðeins lokahóf fyrir meistaraflokk karla, ekki kvenna. Vitnað er í leikmann meistaraflokks kvenna sem lýsir óánægju sinni með störf handknattleiksdeildar Aftureldingar. Leikmaðurinn hafði óskað eftir því í lok apríl fyrir hönd kvennaliðsins að haldið væri sameiginlegt lokahóf karla- og kvennaliðs félagsins í handbolta. Vegna óviðráðalegra orsaka var ekki hægt að verða við þeirri ósk og fór lokahóf karlaliðsins fram um síðustu helgi. Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar vill árétta að alltaf stóð til að halda lokahóf meistaraflokks kvenna þann 24. maí næstkomandi. Skortur á samskiptum varð þess valdandi að óvissa virðist hafa skapast um lokahófið. Stjórn meistaraflokksráðs kvenna harmar að hafa ekki staðið betur að upplýsingagjöf til leikmanna. Haldin var fundur með leikmönnum meistaraflokks kvenna í gærkvöldi þar sem þessi misskilingur var leiðréttur. Fundurinn var hreinskiptur og voru leikmenn og aðstandendur liðsins sammála að fundi loknum að snúa bökum saman og vinna að því að efla enn frekar umgjörðina í kringum kvennahandboltann í Aftureldingu en aðeins fjögur ár eru síðan að meistaraflokksráð kvenna var stofnað. Rétt er að taka fram að rekstur meistaraflokksráðs karla og kvenna er aðskilinn. Hins vegar telur stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar að brýnt sé að efla samstarf á milli ráðanna. Kjarni málsins er sá að alltaf má gera betur og mun stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar ekki láta sitt eftir liggja í þeirri vinnu. Með handboltakveðju, Inga Lilja Lárusdóttir formaður handknattleikdeildar Tengdar fréttir Stelpurnar í Aftureldingu fá lokahóf eins og strákarnir eftir allt saman Formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar segir það ekki rétt að meistaraflokkur kvenna fái ekki að halda lokahóf líkt og meistaraflokkur karla. 14. maí 2017 17:02 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar segir að vegna óviðráðanlegra orsaka hafi ekki hægt að verða við bón kvennaliðs félagsins um að halda sameiginlegt lokahóf með karlaliðinu. Stjórnin hafi fundað með leikmönnum kvennaliðsins í gærkvöldi þar sem andrúmsloftið var hreinsað og „misskilningur leiðréttur.“Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni sem birt var á heimasíðu Aftureldingar í gærkvöldi. Íris Kristín Smith, leikmaður kvennaliðsins, skýrði frá því á Twitter að kvöldi föstudagsins 12. maí, kvöldið sem lokahóf karlaliðsins fór fram, að stjórnin hefði ákveðið að halda lokahóf fyrir karlaliðið en ekki kvennaliðið.Stjórnin að halda lokahóf fyrir mfl karla, en það var ekki möguleiki að halda lokahóf fyrir okkur stelpurnar... #handbolti #þreytt— Íris Kristín Smith (@Irisksmith) May 12, 2017 Ítrekaði hún þetta í viðtali við Nútímann. „Þetta er óþolandi, að við þurfum alltaf að vera eftir og fáum aldrei að vera með,“ segir Íris. Inga Lilja Lárusdóttir, formaður Handknattleiksdeildar Aftureldingar og formaður meistaraflokksráðs kvenna sagði í framhaldinu við Vísi að lokahóf yrði haldið fyrir stelpurnar eins og strákana.Í tilkynningunni segir að leikmaður kvennaliðsins hafi óskað eftir því í lok apríl fyrir hönd liðsins að lokahófið yrði sameiginlegt hjá strákunum og stelpunum. „Vegna óviðráðalegra orsaka var ekki hægt að verða við þeirri ósk og fór lokahóf karlaliðsins fram um síðustu helgi,“ segir í tilkynningunni. Ekki er útskýrt nánar hverjar óviðráðanlegu orsakirnar eru. Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar áréttar að alltaf hafi staðið til að halda lokahóf meistaraflokks kvenna þann 24. maí næstkomandi. Sama kvöld fer lokahóf HSÍ fram.Úr leik Aftureldingar og ÍBV í Olís-deild kvenna.vísir/ernirMisskilningur leiðréttur „Skortur á samskiptum varð þess valdandi að óvissa virðist hafa skapast um lokahófið. Stjórn meistaraflokksráðs kvenna harmar að hafa ekki staðið betur að upplýsingagjöf til leikmanna.“ Haldinn hafi verið fundur með leikmönnum meistaraflokks kvenna í gærkvöldi þar sem þessi misskilingur var leiðréttur. „Fundurinn var hreinskiptur og voru leikmenn og aðstandendur liðsins sammála að fundi loknum að snúa bökum saman og vinna að því að efla enn frekar umgjörðina í kringum kvennahandboltann í Aftureldingu en aðeins fjögur ár eru síðan að meistaraflokksráð kvenna var stofnað.“ Þá er tekið fram að rekstur meistaraflokksráðs karla og kvenna er aðskilinn. Hins vegar telji stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar að brýnt sé að efla samstarf á milli ráðanna. „Kjarni málsins er sá að alltaf má gera betur og mun stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar ekki láta sitt eftir liggja í þeirri vinnu.“Tilkynninguna má lesa í heild hér að neðanVegna fréttaflutnings um lokahóf meistaraflokks karla og kvenna í handknattleiksdeild Aftureldingar vill stjórn deildarinnar koma eftirfarandi á framfæri: Síðastliðinn sunnudag var birt frétt á vefmiðlinum Nútímanum undir fyrirsögninni: Afturelding heldur aðeins lokahóf fyrir meistaraflokk karla, ekki kvenna. Vitnað er í leikmann meistaraflokks kvenna sem lýsir óánægju sinni með störf handknattleiksdeildar Aftureldingar. Leikmaðurinn hafði óskað eftir því í lok apríl fyrir hönd kvennaliðsins að haldið væri sameiginlegt lokahóf karla- og kvennaliðs félagsins í handbolta. Vegna óviðráðalegra orsaka var ekki hægt að verða við þeirri ósk og fór lokahóf karlaliðsins fram um síðustu helgi. Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar vill árétta að alltaf stóð til að halda lokahóf meistaraflokks kvenna þann 24. maí næstkomandi. Skortur á samskiptum varð þess valdandi að óvissa virðist hafa skapast um lokahófið. Stjórn meistaraflokksráðs kvenna harmar að hafa ekki staðið betur að upplýsingagjöf til leikmanna. Haldin var fundur með leikmönnum meistaraflokks kvenna í gærkvöldi þar sem þessi misskilingur var leiðréttur. Fundurinn var hreinskiptur og voru leikmenn og aðstandendur liðsins sammála að fundi loknum að snúa bökum saman og vinna að því að efla enn frekar umgjörðina í kringum kvennahandboltann í Aftureldingu en aðeins fjögur ár eru síðan að meistaraflokksráð kvenna var stofnað. Rétt er að taka fram að rekstur meistaraflokksráðs karla og kvenna er aðskilinn. Hins vegar telur stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar að brýnt sé að efla samstarf á milli ráðanna. Kjarni málsins er sá að alltaf má gera betur og mun stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar ekki láta sitt eftir liggja í þeirri vinnu. Með handboltakveðju, Inga Lilja Lárusdóttir formaður handknattleikdeildar
Tengdar fréttir Stelpurnar í Aftureldingu fá lokahóf eins og strákarnir eftir allt saman Formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar segir það ekki rétt að meistaraflokkur kvenna fái ekki að halda lokahóf líkt og meistaraflokkur karla. 14. maí 2017 17:02 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Stelpurnar í Aftureldingu fá lokahóf eins og strákarnir eftir allt saman Formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar segir það ekki rétt að meistaraflokkur kvenna fái ekki að halda lokahóf líkt og meistaraflokkur karla. 14. maí 2017 17:02
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti