Sameiginlega lokahófið slegið út af borðinu vegna „óviðráðanlegra orsaka“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2017 10:49 Frá úrslitum bikarkeppni karla í vetur þar sem stuðningsmenn Aftureldingar fóru á kostum. Vísir/Eyþór Formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar segir að vegna óviðráðanlegra orsaka hafi ekki hægt að verða við bón kvennaliðs félagsins um að halda sameiginlegt lokahóf með karlaliðinu. Stjórnin hafi fundað með leikmönnum kvennaliðsins í gærkvöldi þar sem andrúmsloftið var hreinsað og „misskilningur leiðréttur.“Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni sem birt var á heimasíðu Aftureldingar í gærkvöldi. Íris Kristín Smith, leikmaður kvennaliðsins, skýrði frá því á Twitter að kvöldi föstudagsins 12. maí, kvöldið sem lokahóf karlaliðsins fór fram, að stjórnin hefði ákveðið að halda lokahóf fyrir karlaliðið en ekki kvennaliðið.Stjórnin að halda lokahóf fyrir mfl karla, en það var ekki möguleiki að halda lokahóf fyrir okkur stelpurnar... #handbolti #þreytt— Íris Kristín Smith (@Irisksmith) May 12, 2017 Ítrekaði hún þetta í viðtali við Nútímann. „Þetta er óþolandi, að við þurfum alltaf að vera eftir og fáum aldrei að vera með,“ segir Íris. Inga Lilja Lárusdóttir, formaður Handknattleiksdeildar Aftureldingar og formaður meistaraflokksráðs kvenna sagði í framhaldinu við Vísi að lokahóf yrði haldið fyrir stelpurnar eins og strákana.Í tilkynningunni segir að leikmaður kvennaliðsins hafi óskað eftir því í lok apríl fyrir hönd liðsins að lokahófið yrði sameiginlegt hjá strákunum og stelpunum. „Vegna óviðráðalegra orsaka var ekki hægt að verða við þeirri ósk og fór lokahóf karlaliðsins fram um síðustu helgi,“ segir í tilkynningunni. Ekki er útskýrt nánar hverjar óviðráðanlegu orsakirnar eru. Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar áréttar að alltaf hafi staðið til að halda lokahóf meistaraflokks kvenna þann 24. maí næstkomandi. Sama kvöld fer lokahóf HSÍ fram.Úr leik Aftureldingar og ÍBV í Olís-deild kvenna.vísir/ernirMisskilningur leiðréttur „Skortur á samskiptum varð þess valdandi að óvissa virðist hafa skapast um lokahófið. Stjórn meistaraflokksráðs kvenna harmar að hafa ekki staðið betur að upplýsingagjöf til leikmanna.“ Haldinn hafi verið fundur með leikmönnum meistaraflokks kvenna í gærkvöldi þar sem þessi misskilingur var leiðréttur. „Fundurinn var hreinskiptur og voru leikmenn og aðstandendur liðsins sammála að fundi loknum að snúa bökum saman og vinna að því að efla enn frekar umgjörðina í kringum kvennahandboltann í Aftureldingu en aðeins fjögur ár eru síðan að meistaraflokksráð kvenna var stofnað.“ Þá er tekið fram að rekstur meistaraflokksráðs karla og kvenna er aðskilinn. Hins vegar telji stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar að brýnt sé að efla samstarf á milli ráðanna. „Kjarni málsins er sá að alltaf má gera betur og mun stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar ekki láta sitt eftir liggja í þeirri vinnu.“Tilkynninguna má lesa í heild hér að neðanVegna fréttaflutnings um lokahóf meistaraflokks karla og kvenna í handknattleiksdeild Aftureldingar vill stjórn deildarinnar koma eftirfarandi á framfæri: Síðastliðinn sunnudag var birt frétt á vefmiðlinum Nútímanum undir fyrirsögninni: Afturelding heldur aðeins lokahóf fyrir meistaraflokk karla, ekki kvenna. Vitnað er í leikmann meistaraflokks kvenna sem lýsir óánægju sinni með störf handknattleiksdeildar Aftureldingar. Leikmaðurinn hafði óskað eftir því í lok apríl fyrir hönd kvennaliðsins að haldið væri sameiginlegt lokahóf karla- og kvennaliðs félagsins í handbolta. Vegna óviðráðalegra orsaka var ekki hægt að verða við þeirri ósk og fór lokahóf karlaliðsins fram um síðustu helgi. Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar vill árétta að alltaf stóð til að halda lokahóf meistaraflokks kvenna þann 24. maí næstkomandi. Skortur á samskiptum varð þess valdandi að óvissa virðist hafa skapast um lokahófið. Stjórn meistaraflokksráðs kvenna harmar að hafa ekki staðið betur að upplýsingagjöf til leikmanna. Haldin var fundur með leikmönnum meistaraflokks kvenna í gærkvöldi þar sem þessi misskilingur var leiðréttur. Fundurinn var hreinskiptur og voru leikmenn og aðstandendur liðsins sammála að fundi loknum að snúa bökum saman og vinna að því að efla enn frekar umgjörðina í kringum kvennahandboltann í Aftureldingu en aðeins fjögur ár eru síðan að meistaraflokksráð kvenna var stofnað. Rétt er að taka fram að rekstur meistaraflokksráðs karla og kvenna er aðskilinn. Hins vegar telur stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar að brýnt sé að efla samstarf á milli ráðanna. Kjarni málsins er sá að alltaf má gera betur og mun stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar ekki láta sitt eftir liggja í þeirri vinnu. Með handboltakveðju, Inga Lilja Lárusdóttir formaður handknattleikdeildar Tengdar fréttir Stelpurnar í Aftureldingu fá lokahóf eins og strákarnir eftir allt saman Formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar segir það ekki rétt að meistaraflokkur kvenna fái ekki að halda lokahóf líkt og meistaraflokkur karla. 14. maí 2017 17:02 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Sjá meira
Formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar segir að vegna óviðráðanlegra orsaka hafi ekki hægt að verða við bón kvennaliðs félagsins um að halda sameiginlegt lokahóf með karlaliðinu. Stjórnin hafi fundað með leikmönnum kvennaliðsins í gærkvöldi þar sem andrúmsloftið var hreinsað og „misskilningur leiðréttur.“Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni sem birt var á heimasíðu Aftureldingar í gærkvöldi. Íris Kristín Smith, leikmaður kvennaliðsins, skýrði frá því á Twitter að kvöldi föstudagsins 12. maí, kvöldið sem lokahóf karlaliðsins fór fram, að stjórnin hefði ákveðið að halda lokahóf fyrir karlaliðið en ekki kvennaliðið.Stjórnin að halda lokahóf fyrir mfl karla, en það var ekki möguleiki að halda lokahóf fyrir okkur stelpurnar... #handbolti #þreytt— Íris Kristín Smith (@Irisksmith) May 12, 2017 Ítrekaði hún þetta í viðtali við Nútímann. „Þetta er óþolandi, að við þurfum alltaf að vera eftir og fáum aldrei að vera með,“ segir Íris. Inga Lilja Lárusdóttir, formaður Handknattleiksdeildar Aftureldingar og formaður meistaraflokksráðs kvenna sagði í framhaldinu við Vísi að lokahóf yrði haldið fyrir stelpurnar eins og strákana.Í tilkynningunni segir að leikmaður kvennaliðsins hafi óskað eftir því í lok apríl fyrir hönd liðsins að lokahófið yrði sameiginlegt hjá strákunum og stelpunum. „Vegna óviðráðalegra orsaka var ekki hægt að verða við þeirri ósk og fór lokahóf karlaliðsins fram um síðustu helgi,“ segir í tilkynningunni. Ekki er útskýrt nánar hverjar óviðráðanlegu orsakirnar eru. Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar áréttar að alltaf hafi staðið til að halda lokahóf meistaraflokks kvenna þann 24. maí næstkomandi. Sama kvöld fer lokahóf HSÍ fram.Úr leik Aftureldingar og ÍBV í Olís-deild kvenna.vísir/ernirMisskilningur leiðréttur „Skortur á samskiptum varð þess valdandi að óvissa virðist hafa skapast um lokahófið. Stjórn meistaraflokksráðs kvenna harmar að hafa ekki staðið betur að upplýsingagjöf til leikmanna.“ Haldinn hafi verið fundur með leikmönnum meistaraflokks kvenna í gærkvöldi þar sem þessi misskilingur var leiðréttur. „Fundurinn var hreinskiptur og voru leikmenn og aðstandendur liðsins sammála að fundi loknum að snúa bökum saman og vinna að því að efla enn frekar umgjörðina í kringum kvennahandboltann í Aftureldingu en aðeins fjögur ár eru síðan að meistaraflokksráð kvenna var stofnað.“ Þá er tekið fram að rekstur meistaraflokksráðs karla og kvenna er aðskilinn. Hins vegar telji stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar að brýnt sé að efla samstarf á milli ráðanna. „Kjarni málsins er sá að alltaf má gera betur og mun stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar ekki láta sitt eftir liggja í þeirri vinnu.“Tilkynninguna má lesa í heild hér að neðanVegna fréttaflutnings um lokahóf meistaraflokks karla og kvenna í handknattleiksdeild Aftureldingar vill stjórn deildarinnar koma eftirfarandi á framfæri: Síðastliðinn sunnudag var birt frétt á vefmiðlinum Nútímanum undir fyrirsögninni: Afturelding heldur aðeins lokahóf fyrir meistaraflokk karla, ekki kvenna. Vitnað er í leikmann meistaraflokks kvenna sem lýsir óánægju sinni með störf handknattleiksdeildar Aftureldingar. Leikmaðurinn hafði óskað eftir því í lok apríl fyrir hönd kvennaliðsins að haldið væri sameiginlegt lokahóf karla- og kvennaliðs félagsins í handbolta. Vegna óviðráðalegra orsaka var ekki hægt að verða við þeirri ósk og fór lokahóf karlaliðsins fram um síðustu helgi. Stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar vill árétta að alltaf stóð til að halda lokahóf meistaraflokks kvenna þann 24. maí næstkomandi. Skortur á samskiptum varð þess valdandi að óvissa virðist hafa skapast um lokahófið. Stjórn meistaraflokksráðs kvenna harmar að hafa ekki staðið betur að upplýsingagjöf til leikmanna. Haldin var fundur með leikmönnum meistaraflokks kvenna í gærkvöldi þar sem þessi misskilingur var leiðréttur. Fundurinn var hreinskiptur og voru leikmenn og aðstandendur liðsins sammála að fundi loknum að snúa bökum saman og vinna að því að efla enn frekar umgjörðina í kringum kvennahandboltann í Aftureldingu en aðeins fjögur ár eru síðan að meistaraflokksráð kvenna var stofnað. Rétt er að taka fram að rekstur meistaraflokksráðs karla og kvenna er aðskilinn. Hins vegar telur stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar að brýnt sé að efla samstarf á milli ráðanna. Kjarni málsins er sá að alltaf má gera betur og mun stjórn handknattleiksdeildar Aftureldingar ekki láta sitt eftir liggja í þeirri vinnu. Með handboltakveðju, Inga Lilja Lárusdóttir formaður handknattleikdeildar
Tengdar fréttir Stelpurnar í Aftureldingu fá lokahóf eins og strákarnir eftir allt saman Formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar segir það ekki rétt að meistaraflokkur kvenna fái ekki að halda lokahóf líkt og meistaraflokkur karla. 14. maí 2017 17:02 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Sjá meira
Stelpurnar í Aftureldingu fá lokahóf eins og strákarnir eftir allt saman Formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar segir það ekki rétt að meistaraflokkur kvenna fái ekki að halda lokahóf líkt og meistaraflokkur karla. 14. maí 2017 17:02