Íslenskt tíðarfar Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2017 07:00 Stundum skil ég ekki hvernig landnámsmönnum og -konum datt í hug að setjast hér að. Á Íslandi. Á einhverri alveg bagalega staðsettri eyju þar sem heilu sumrin þjóta hjá við ellefu gráður á selsíus. En heitir pottar hafa samt aldrei selst jafn vel og einmitt núna, nema þá kannski rétt fyrir hrun. Ég verð svo reið þegar illa viðrar. Ég verð brjáluð út í veðurfræðingana og finnst þeir skulda mér að minnsta kosti einn sólardag en svo er eins og veðurfræðingunum vaxi bara ásmegin og þeir þrykkja í mig stormviðvörun. Um miðjan júlí. Og Íslendingar eru sem fyrr kraftsturlaðir í risapakkningar af dóti og raðirnar hlykkjast um Costco, veggja á milli, eins og ægilöng, kaupóð margfætla. Það er líka eitthvað alveg sérstaklega ömurlegt við það að berjast upp Bankastrætið um hásumar og finna hvernig lárétt rigningin rekur manni hvern löðrunginn á fætur öðrum. Og svo er ekki einu sinni hægt að spenna upp regnhlíf eins og í öllum siðmenntuðum löndum. Útundan sér heyrir maður unga fjárfesta skála í gullkampavíni á Petersen-svítunni og í staðinn fyrir „skál“ segja þeir „Gamma Capital Management“. Grátt brimið krafsar í svarta fjöruna og hugurinn leitar á litríkari slóðir. Hlýrri slóðir. Túristi yfirgefur heittempraða beltið sjálfviljugur til að heimsækja grámygluna og greiðir 1.190 krónur fyrir rúnstykki. Íslensk sumur halda áfram að valda vonbrigðum, nema kannski ef til vill á Egilsstöðum – krónískri veðursældarútópíu – og íslensk saga heldur áfram að endurtaka sig. Stormviðvörun í júlí. Efnahagshrun í október. Það er þetta séríslenska tíðarfar, einhvern veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Stundum skil ég ekki hvernig landnámsmönnum og -konum datt í hug að setjast hér að. Á Íslandi. Á einhverri alveg bagalega staðsettri eyju þar sem heilu sumrin þjóta hjá við ellefu gráður á selsíus. En heitir pottar hafa samt aldrei selst jafn vel og einmitt núna, nema þá kannski rétt fyrir hrun. Ég verð svo reið þegar illa viðrar. Ég verð brjáluð út í veðurfræðingana og finnst þeir skulda mér að minnsta kosti einn sólardag en svo er eins og veðurfræðingunum vaxi bara ásmegin og þeir þrykkja í mig stormviðvörun. Um miðjan júlí. Og Íslendingar eru sem fyrr kraftsturlaðir í risapakkningar af dóti og raðirnar hlykkjast um Costco, veggja á milli, eins og ægilöng, kaupóð margfætla. Það er líka eitthvað alveg sérstaklega ömurlegt við það að berjast upp Bankastrætið um hásumar og finna hvernig lárétt rigningin rekur manni hvern löðrunginn á fætur öðrum. Og svo er ekki einu sinni hægt að spenna upp regnhlíf eins og í öllum siðmenntuðum löndum. Útundan sér heyrir maður unga fjárfesta skála í gullkampavíni á Petersen-svítunni og í staðinn fyrir „skál“ segja þeir „Gamma Capital Management“. Grátt brimið krafsar í svarta fjöruna og hugurinn leitar á litríkari slóðir. Hlýrri slóðir. Túristi yfirgefur heittempraða beltið sjálfviljugur til að heimsækja grámygluna og greiðir 1.190 krónur fyrir rúnstykki. Íslensk sumur halda áfram að valda vonbrigðum, nema kannski ef til vill á Egilsstöðum – krónískri veðursældarútópíu – og íslensk saga heldur áfram að endurtaka sig. Stormviðvörun í júlí. Efnahagshrun í október. Það er þetta séríslenska tíðarfar, einhvern veginn.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun